Steingrímur J. og Castro

Fidel Castro gaf nýlega út þá yfirlýsingu að "Kúbanska módelið" gengi ekki upp lengur og nú hefur bróðir hans Raoul boðað uppsagnir einnar milljónar ríkisstarfsmanna og skal þeim beint í störf í einkageiranum, eða þeir hvattir til að stofna ný smáfyrirtæki, en reglur um einkarekstur munu verða rýmkaðar í tilefni þessara aðgerða.

Frá árinu 1968, þegar nánast allur einkarekstur á Kúbu var ríkisvæddur, hafa 85-90% vinnandi fólks á eynni unnið hjá ríkinu, en ríkisstarfsmenn munu nú vera rúmlega fimm milljónir talsins.  Eftir rúmlega fjörutíu ára ríkisrekstur á öllum sviðum, telja Castrobræður nú fullreynt og hyggjast snúa af þeirri braut kommúnisma og ríkisrekstrar, sem þeir hafa manna lengst í heiminum reynt að iðka.

Á sama tíma og þessi merku tíðindi eru að gerast á Kúbu, stefnir Steingrímur J., skoðanabróðir þeirra Castrobræðra, að því að ríkisvæða nánast allan rekstur á Íslandi og eyða sem mestu af þeim einkafyrirtækjum, sem starfað hafa í landinu.  Þau fyrirtæki, sem ekki verða hreinlega yfirtekin af ríkinu, eða ríkisbönkunum, munu kerfisbundið verða sett á hausinn með öllum tiltækum ráðum og komið í veg fyrir alla nýja atvinnuuppbyggingu á vegum einkafyrirtækja.

Óhætt er að segja að ólíkt hafast þeir að um þessar mundir, gömlu samherjarnir Steingrímur J. og Castro.


mbl.is Breytingar á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ágæti Axel.  Vonandi ert þú ekki búinn að gleyma hvar við erum stödd á lífsins braut eftir einmitt mestu  einkavæðingu á Íslandi,  s.l. ár?

Þorkell Sigurjónsson, 14.9.2010 kl. 09:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einkavæðing bankanna fór ekki vel, rétt er það.  Enginn gat þó séð það fyrir, að þeir myndu eftir einkavæðingu lenda í höndum vægast sagt óvandaðra manna, sumir myndu segja hreinna glæpamanna, sem settu bæði bankana sjálfa á hausinn og allt þjóðfélagið með.

Glæparekstur og einkarekstur eiga ekkert sameiginlegt.

Axel Jóhann Axelsson, 14.9.2010 kl. 09:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rétt er það nafni, glæparekstur og einkarekstur þurfa ekki endilega að vera það sama, en voru það hér og líka á Kúbu. Mafían Bandaríska réð því sem hún vildi ráða á Kúbu bæði í atvinnurekstri sem öðru, í tíð hinnar spilltu stjórnar Batista, það fyrirkomulag ól af sér byltinguna. Það virðist hafa verið giska líkt umhverfið hér fyrir hrun og var á Kúbu fyrir byltinguna.

Raunar er það fyndið að Castro ætlaði aldrei að þjóðnýta fyrirtækin, en Bandaríkjastjórn þvingaði hann til þess með því að láta fyrirtækin neita allri samvinnu við byltingarstjórnina. Castro var nauðugur einn kostur að þjóðnýta.

Síðan kom viðskiptabannið sem var sprottið af kröfu Bandaríkjastjórnar að Castro skilaði aftur eigum Mafíunar, býsna fyndið. Viðskiptabannið hefur allar götur síðan tryggt Castro & Co völdin á Kúbu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2010 kl. 10:07

4 identicon

Þú ert nú meiri bullukollurinn Axel Jóhann. Ertu ekki orðinn of gamall til að láta svona frá þér fara?

Að Steingrímur J. sé skoðanabróðir þeirra Castrobræðra; halló, þú ert verri en krakkarnir í Valhöll.

En eru það ekki þið Íhaldsmenn sem öskrið hástöfum eftir ríkisrekstri? Framkvæmdir kostaðar af ríkinu, atvinnubótavinna, eru oft á tíðum ekkert annað en hallærislegur ríkisrekstur.

Please, reynda að koma þessu á ögn hærra plan, maður.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 11:09

5 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

"Enginn gat þó séð það fyrir, að þeir myndu eftir einkavæðingu lenda í höndum vægast sagt óvandaðra manna, sumir myndu segja hreinna glæpamanna, sem settu bæði bankana sjálfa á hausinn og allt þjóðfélagið með."

Bíddu... bankarnir voru seldir Björgólfsfeðgum og Finni Ingólfssyni. Það þurfti ekkert að sjá neitt fyrir, menn vissu nákvæmlega hverjum var verið að selja bankanna.

Þórir Hrafn Gunnarsson, 14.9.2010 kl. 11:22

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Við Íhaldsmenn öskrum hreit ekki á ríkisrekstur eða aðrar framkvæmdir, kostaðar af ríkinu en þær, sem ríkinu ber að framkvæma, t.d. í vegagerð og öðru slíku.  Hins vegar viljum við Íhaldsmenn að ríkið standi ekki í vegi fyrir eðlilegri atvinnuuppbyggingu einkaaðila, t.d. með því að tefja og skemma fyrir öllum möguleikum á því sviði.  Þar nægir t.d. að nefna allt sem reynt hefur verið til atvinnusköpunar á Suðurnesjum.

Varla getur þú mótmælt því, að Steingrímur J. sé einlægur ríkisrekstrarsinni, eins og Castrobræður hafa verið fram að þessu a.m.k.

Axel Jóhann Axelsson, 14.9.2010 kl. 11:31

7 Smámynd: predikari

Er það ekki rétt skilið hjá mér að bankanir hafi farið norður og niður af þeim sökum að þeir voru einkarekin fyrirtæki sem ríkið bar þó alla ábyrgð á?

Varla sambærilegt við hugmyndina um einkavæðingu.

Fyrirtæki fara á hausinn reglulega, eini aðilinn sem hefur vald til þess að láta hallarekstur fyrirtækja koma niður á öllum landsbúum er ríkið.

predikari, 14.9.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband