Sérstaka kosningu forsætisráðherra

Eftir því sem fram kom hjá Atla Gíslasyni er meginniðurstaða þingnefndar hans, "að það verði að auka sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu og auka fagmennsku og undirbúning löggjafns."  Hann undirstrikaði alvöru þessara orða sinna á eftirfarandi hátt:  "Það má segja að þetta sé sjálfstæðisyfirlýsing Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Það er kominn tími til að iðka þrískiptingu ríkisvaldsins eins og hugmyndafræðingar þeirrar þrískiptingar lögðu upp með á sínum tíma."

Auðvitað átti Alþingi aldrei að verða stimpilpúði fyrir framkvæmdavaldið, en mál hafa þróast á þann veg að nánast engin lagafrumvörp eru samþykkt á þinginu, nema þau sem ríkisstjórnin leggur fram, en hlutverk þingsins á auðvitað að vera að setja landinu lög, sem ríkisstjórnin á svo að sjá um að séu framkvæmd.

Besta leiðin til að aðskilja löggjafar- og framkvæmdavaldið er að kjósa alþingismenn á fjögurra ára fresti, eins og verið hefur, en kjósa svo forsætisráðherra sérstaklega, einnig til fjögurra ára, en þær kosningar færu fram tveim árum á undan alþingiskosningunum, þannig að kjörtímabil þingmanna og forsætisráðherra sköruðust og engin trygging væri þá fyrir því, að meirihluti alþingismanna og forsætisráðherrann væru alltaf úr sama flokki.

Forsætisráðherra, þannig kjörinn, myndi síðan velja með sér fimm til sex ráðherra, alls ekki úr röðum þingmanna, heldur fagmanna úr þjóðfélaginu, sem hann myndi best treysta fyrir hverjum málaflokki fyrir sig.  Ráðherrarnir myndu ekki sækja þingfundi og kæmu aðeins í þinghúsið ef þingnefndir kölluðu þá fyrir sig til upplýsingagjafar.  Ef ráðherrarnir vildu fá fram einhverjar lagabreytingar, yrðu þeir að senda beiðni um slíkt til þingsins, sem þá myndi afgreiða slíkar tillögur eins og hverjar aðrar, sem til þingsins berast um lagabreytingar.

Með slíku fyrirkomulagi yrði Alþingi algerlega óháð framkvæmdavaldinu og þrískipting valdsins yrði loksins virk að fullu.


mbl.is Auka verður sjálfstæði þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kom ekki Vilmundur heitinn Gylfason fyrstur fram með þessar hugmyndir eða eitthvað í þessa veru?

Þetta er í ætt við Bandaríska kerfið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2010 kl. 12:43

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Gerir þetta ekki bessastaðabóndann óþarfann?

Gísli Ingvarsson, 13.9.2010 kl. 13:02

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er ekkert ósvipað bandaríska og franska kerfinu.  Líklega er rétt munað að Vilmundur hafi verið með svipaðar hugmyndir á sínum tíma og betur að þá hefðu menn tekið þær alvarlega.

Ef menn vilja halda Bessastaðabóndanum væri hægt að halda forseta- og forsætisráðherrakosningar saman, til þess að halda kostnaði í lágmarki.

Axel Jóhann Axelsson, 13.9.2010 kl. 13:16

4 identicon

Framkvæmldavald í Frakklandi og USA leggur eftir sem áður frumvörp fyrir þingið, t.d. fjárlagafrumvarp.

 Annars er það engin spurning að þetta er rétt hjá Atla..  það er hreint hroðalegt hvernig þingið hefur verið notað og sérsaklega á þessu kjörtímabili.

Stebbi (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 15:27

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég tek alls hugar undir það,að það ber að aðskilja framkvæmdavald og löggjafarvald.

Kosning forsætisráðherra,sem veldi sér ráðherra í ráðuneyti.

Ef fylgst er með fundum Alþingis,eru þeir fáu ráðherrar,sem blasa við þjóðinni,oft syfjulegar og láta sér að litlu varða,hvað þingmenn eru að segja í ræðustól.Oft sér maður ráðherrana vera upptekna við að senda SMS-skilaboð.

Ingvi Rúnar Einarsson, 14.9.2010 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband