Kynþáttafordómar á hættulegu stigi

Kynþáttafordómar hafa lengi verið við lýði meðal hluta þjóðarinnar, en með aukningu ferðalaga til útlanda og talsverðum flutningi fólks af hinum ýmsu kynþáttum til landsins undanfarana áratugi, hefði mátt ætla að skilningur manna í milli myndi aukast og fordómarnir hverfa.  Fordómarnir hafa þó ekki algerlega horfið og skjóta alltaf upp kollinum öðru hverju.

Nýjasta dæmið um slíka fordóma er af alvarlegri gerðinni, þar sem tveir, eða fleiri, menn hafa undanfarið herjað á átján ára gamlan íslenskan pilt, af erlendum uppruna, með líflátshótunum og árásum og skemmdarverkum á heimili hans.  Ofsóknir þessar virðast gerðar til að hræða piltinn og vinkonu hans frá því að hittast og vera saman.  Þessar ofsóknir hafa verið að stigmagnast að undanförnu og er nú svo komið, að pilturinn og faðir hans hafa flúið land vegna ótta um líf sitt og limi af hálfu þessara ofbeldismanna.

Hart verður að berjast gegn hvers konar kynþáttafordómum hér á landi, sem og öðrum fordómum, og taka alvarlega, þegar kvartað er undan slíku við lögregluyfirvöld, því allt getur farið í bál og brand, ef slíkar ofsóknir leiða til alvarlegra líkamsmeiðinga, að ekki sé talað um manndráp. 

Saga slíkra mála í nágrannalöndum okkar ætti að vera víti til varnaðar og öllum ráðum verður að beita, til að slíkt ástand þróist ekki hérlendis.


mbl.is Feðgar flýðu land vegna hótana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Fallegur pistill Axel....takk.....við skulum snúa svona kóna og hegðun snögglega niður...

KV Gústi

Einhver Ágúst, 13.9.2010 kl. 09:10

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er dálítill munur á Kynþáttafordómum og að vilja hafa hreint kyn íslendinga. Hér dalopnum við fyrir útlendingum af ýmsu þjóðerni sem eiga ekki að blandast og engin ættfræði til um þau. Svokallaðir fordómar eru ekki fordómar heldur mannlegt eðli og er allstaðar nema í Norður Ameríku sem allir eru á móti einhverjahluta vegna. Ég segi eðlilegar giftingar milli Kynja eru ekkert sem við getum gert við en að opna land fyrir öllum er bara til þess eins að koma á stað stríði.

Valdimar Samúelsson, 13.9.2010 kl. 10:23

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Valdimar, svokallaðir fordómar eru ekkert annað en fordómar og þín athugasemd virðist vera ágætis vitnisburður um það.

Axel Jóhann Axelsson, 13.9.2010 kl. 10:33

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Úff....vel svarað og yfirvegað....úff

Einhver Ágúst, 13.9.2010 kl. 10:44

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við erum sammála um skaðsemi kynþáttafordóma. En fleira er skrifað á kynþáttafordóma en innistæða er fyrir. Sumir fjandskapast út í allt og alla sem ekki sitja og standa að þeirra vilja og snúi þeir sinni eðlislægu framkomu að innfluttu fólki er það samstundis skrifað á kynþáttafordóma þótt rót vandans liggi ekki þar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2010 kl. 12:50

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hafi vandinn í þessu tilfelli frekar verið afbrýðissemi en kynþáttafordómar, þá getur slíkt líka verið stórhættulegt.  Nýlegt dæmi sannar það átakanlega.

Axel Jóhann Axelsson, 13.9.2010 kl. 13:18

7 Smámynd: Einhver Ágúst

En það er margdokúmenterað mínir kæru herrar að í þessu tilfelli snérist málið eingöngu um hörundslit og þá gömlu sögu (og greinilega nýju) að ljósar stúlkur mega ekki vera með dökkum mönnum.....rót vandans eru ansi svæsnir kynþáttafordómar í samfélaginu okkar, sem þið hafið allir heyrt í kaffistofum og þá sérstaklega hjá eldra fólki..en til eru þeir.

Einhver Ágúst, 13.9.2010 kl. 14:24

8 identicon

"... og engin ættfræði til um þau."

Sprenghlægilegt :-)

Kolbeinn (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 16:59

9 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Þú ert þröngsínn Valdimar,þú talar um hreint kyn Islendinga?? Það erum við ekki.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 13.9.2010 kl. 18:55

10 identicon

Það vita allir heilvita menn að fylla landið af þessu liði hefur í för með sér árekstra, sjáiði bara nágrannalöndin td geta danir ekki birt skopmyndir í dagblöðum þá verður allt brjálað líflátshótanir og mótmæli á götum úti, í Noregi hafa þessir andskotar myrt dætur sínar ef þær hlýða ekki í einu og öllu , til eru óteljandi dæmi um þetta.

Breiðholtið verður einsog Harlem í NY ef heldur áfram sem horfir.

Kannski  er ég þröngsýnn, málið er að við höfum það bara betra án útlendinga sem koma hingað og vinna vinnuna fyrir skít á kanel og búa svo 20 saman í 3 herb íbúð, það myndi enginn íslendingur láta  bjóða sér.

Kristján (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband