29.8.2010 | 18:27
Stjórnarskrárumræða óskast
Undanfarið hefur mikið verið rætt um að breyta og jafnvel umbylta stjórnarskránni, en minna hefur farið fyrir umræðu um nákvæmlega hverju þyrfti að breyta. Sigurður Líndal, prófessor, hefur verið fremstur í flokki þeirra, sem litlar sem engar breytingar telja að þurfi að gera á stjórnarskránni og ef gera eigi breytingar, þá eigi að gera þær sjaldan og litlar, hverju sinni.
HÉRNA má sjá stjórnarskrána í heild sinni og fróðlegt væri að fá fram umræður um það, hvað það er helst, sem fólk vildi að breytt verði í henni, þannig að sátt gæti um hana skapast.
Stjórnlagaþing, sem ætlað er það hlutverk að leggja fram tillögur um nýja stjórnarskrá er framundan og því tímabært að byrja vangaveltur og almennar umræður um þær breytingar sem þörf er talin vera á að gera á henni.
Engin þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vil ekki margar breytingar, en þó nokkrar:
1. Breyta 79. greininni þannig að ekki þurfi tvenn þing með kosningum á milli, heldur dugi aukinn meirihluti Alþingis 2/3 eða 3/4 t.d. . Bæta má við það ákvæði, að sé einungis það sem kallað er hreinn meirihluti, þá kjósi þjóðin um breytinguna.
2. Tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna, geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. 25 eða 30% t.d.
3. Ósannsögli eða vísvitandi rangar upplýsinar ráðherra í ræðustól Alþingis eða á öðrum vettvangi þingsins, geri hann brotrækan úr starfi um leið og upp kemst. Það ætti að girða fyrir það að ráðherra geti með viljandi upplýsingar og ósannsögli á bakinu, dvalist í pólitísku skjóli, þeirra stjórnmálaafla, er mynda ríkisstjórn hverju sinni. Auk þess að reikna má með því að ráðherrar, hugsi sig um oftar en einu sinni, áður en þeir ljúga viljandi að þingi og þjóð.
Ég tel stjónlagaþing, sem kostað gæti allt að 700 milljónir, ef ekki meira í framkvæmd, vera óþarfa "leikþátt" til þess að koma þessum breytingum í gegn. Ákvörðunin um breytingar, verður alltaf Alþingis, enginn annar getur tekið þann kaleik frá þinginu.
Kristinn Karl Brynjarsson, 29.8.2010 kl. 19:08
Kristinn, ég er nokkuð efins um að breyta ákvæðinu í 79. greininni um að rjúfa skuli þing og kjósa nýtt, verði stjórnarskránni breytt, því það á ekki að vera of auðvelt að breyta henni, t.d. ef mynduð yrði ríkisstjórn tveggja flokka, sem hefði 3/4 meirihluta á Alþingi.
Mér finnst að helst þurfi að skýra betur kaflann um forsetann, þannig að ekki þurfi að deila um það hvaða hlutverki hann skuli gegna og hvaða raunveruleg völd hann á að hafa, ef þá nokkur.
Alveg ætti að vera sjálfsagt að ráðherra verði að segja af sér embætti, verði hann uppvís að ósannindum gagnvart þingi og þjóð.
Axel Jóhann Axelsson, 29.8.2010 kl. 19:25
Þjóðaratkvæðisákvæðið, gæti komið einnig inn í 79. greinina, þ.e. 25- 30% atkvæðisbærra manna.
Kristinn Karl Brynjarsson, 29.8.2010 kl. 19:29
Það er rétt, að það þarf að taka af skarið með það hlutfallt kosningabærra manna, sem þyrfti til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðlna. Þá þyrfti einnig að taka afstöðu til þess, hvort forsetinn ætti áfram að geta vísað málum til þjóðarinnar, eða hvort þá heimild ætti alfarið að taka af, um leið og hitt ákvæðið kæmi inn í stjórnarskrá.
Axel Jóhann Axelsson, 29.8.2010 kl. 19:36
Einnig þarf að fara vel yfir 31. greininga með það að markmiði að jafna kosningaréttinn, þannig að öll atkvæði, hvar sem er á landinu, séu jafngild. Hugsanlega þyrfti að gera allt landið að einu kjördæmi til að ná því fram.
Sumir hafa talað um að taka upp persónukjör í þingkosningum, en á því eru það miklir gallar, að mínu áliti, að verulegar líkur eru á að slíkt myndi flækja kosningar svo mikið, að úr yrði alger ringulreið. Líklega yrði betri leið, að lögfesta sameiginleg prófkjör allra flokka, þannig að kosningarnar yrðu í raun í tveim umferðum.
Axel Jóhann Axelsson, 29.8.2010 kl. 22:35
Persónukjörið er í raun ávísun á fíaskó. En kannski mætti koma til móts við þá hugmynd að lækka þá prósentu sem að þarf til þess að útstrikanir, verði virkar.
Allt of margar spurningar varðandi þetta persónukjör. Máttu kjósa 5 manns þannig eða 10 eða bara einn? Ef þú mátt kjósa fleiri en einn, má það þá vera fólk af sama kyni o.s.f.v.?
Landið eitt kjördæmi. Þá þarf að tryggja á einn eða annan hátt að dreifing frambjóðenda á lista, verði þannig að sem flestir landshlutar hafi mann á lista.
Kristinn Karl Brynjarsson, 29.8.2010 kl. 22:44
Í mínum huga er það einungis nánari útfærsla á þjóðaratkvæðagreiðslu sem breyta þarf í stjórnarskrá landsins, annað ekki.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.8.2010 kl. 00:15
Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Henni til aðstoðar er fjögurra manna sérfræðinganefnd. Samkvæmt vinnuáætlun nefndarinnar er stefnt að því að frumvarp til breytinga á stjórnarskránni liggi fyrir ekki síðar en í árslok 2006.
Jón Kristjánsson, formaður stjórnarskrárnefndar, sagði í dag að það myndi koma í ljós í lok ágúst hvert framhaldið yrði á störfum nefndarinnar. Nefndin fundaði í dag en óvíst er að hún ljúki endurskoðun stjórnarskrárinnar fyrir næstu alþingiskosningar. Mbl. 23.6. 2006
19.2.2007 Stjórnarskrárnefnd undir formennsku Jóns Kristjánssonar hefur sent frá sér áfangaskýrslu þar sem gefið er yfirlit yfir starf nefndarinnar undanfarin tvö ár. Þar kemur fram að nefndin þurfi lengri tíma til að ljúka þeirri heildarendurskoðun sem að var stefnt. Nefndin leggur samt sem áður til að byrjað verði á því að breyta 79. gr. stjórnarskrárinnar og hefur unnið frumvarp í því skyni. Verði sú breyting samþykkt sé um leið lagður grunnur að því að endurskoðaða stjórnarskrá megi bera undir þjóðaratkvæði. Endurskoðuð stjórnarskrá myndi því öðlast ótvíræðari lýðræðislega staðfestingu heldur en raunin yrði ef hún væri afgreidd með núgildandi hætti.
Stjórnarskrárnefnd hefði einungis þurft fáeina mánuði til viðbótar til að ljúka við störf sín. Þetta kom fram í máli Þorsteins Pálssonar ritstjóra Fréttablaðsins sem átti sæti í nefndinni. Þorsteinn og Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, voru gestir á Sprengisandi á Bylgjunni i morgun. (8. mars 2009)
4.3. 2010 Kosið var í sérnefnd um stjórnarskrármál á Alþingi í morgun. Þau sem kosin voru eru Helgi Hjörvar, Árni Þór Sigurðsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Ólöf Nordal og Þór Saari.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 30.8.2010 kl. 08:54
Bex.Ax., um það má deila hvort fimm ár séu langur tími í undirbúning breytinga á stjórnarskrá sem síðan ætti væntanlega að standa lítið breytt til næstu áratuga, eða jafnvel árhundraða eins og Bandaríska stjórnarskráin, sem tiltölulega lítið hefur breyst frá upphafi.
Áfangaskýrslan virðist vera ákaflega yfirgripsmikil og sýnir að vel hefur verið farið yfir alla þætti málsins og bornar saman stjórnarskrár nágrannalandanna og fleiri og farið er yfir umræður í nefndinni um ýmis álitaefni. Reikna má með að þessi áfangaskýrsla verði grundvallarplagg við tillögugerð að nýrri stjórnarskrá og nýjasta nefndin um stjórnarskrármál sennilega þegar byrjuð að kynna sér vinnu forvera sinna.
Þegar hinir ýmsu sérfræðingar þurfa svona langan tíma til að fara yfir málin, hvernig á þá að reikna með því að tveggja mánaða stjórnlagaþing komist að endanlegri niðurstöðu um breytingar á stjórnarskránni?
Axel Jóhann Axelsson, 30.8.2010 kl. 09:27
,,Þegar hinir ýmsu sérfræðingar þurfa svona langan tíma til að fara yfir málin, hvernig á þá að reikna með því að tveggja mánaða stjórnlagaþing komist að endanlegri niðurstöðu um breytingar á stjórnarskránni?''
Sammála.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 30.8.2010 kl. 09:47
Sæll Axel
Hér eru nokkrar greinar sem ég hef skrifað um þetta mál:
http://ding.blog.is/blog/ding/entry/1087112/
http://ding.blog.is/blog/ding/entry/1087349/
http://ding.blog.is/blog/ding/entry/1087759/
Þar er farið í gegnum þrjár grundvallarspurningar í þessu máli: Hvað er það sem ekki er farið eftir í okkar núverandi stjórnarskrá, hvernig er hægt að gera nýja stjórnarskrá þannig úr garði að farið verði eftir henni og hverju gæti ný stjórnarskrá breytt?
Bestu kveðjur
Daði
Daði Ingólfsson, 30.8.2010 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.