Steingrímur ber ábyrgð

Minnisblað lögfræðinga, sem samið var undir ritstjórn fyrrum stjórnarformanns Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta og ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins, en í því kemur fram sú lögfræðilega túlkun á tilskipunum ESB, að íslenska ríkið, f.h. skattgreiðenda, beri ekki nokkra ábyrgð á Icesaveskuldum Landsbankans, heldur sé ábyrgðin einungis bundin við endurgreiðslugetu tryggingasjóðsins sjálfs.

Þetta eru ekki ný sannindi, heldur hefur þetta verið ljóst öllum þeim, sem læsir eru og hafa haft fyrir því að lesa tilskipanir ESB um innistæðutryggingar, en þar en nánast bannað að ríkissjóðir ábyrgist tryggingasjóðina vegna þess að slíkt myndi mismuna bönkum milli landa á samkeppnissviði afar gróflega, sem algerlega væri andstætt tilgangi ESB um fjórfrelsi og jafna stöðu fyrirtækja innan stórríkisins.

Steingrímur J. Sigfússon og raunar ríkisstjórnin í heild hefur tekið málstað Breta og Hollendinga í þessari deilu og stutt eindregið að Íslendingar verði hnepptir í áratuga skattaþrældóm fyrir þessa fjárkúgara og virðast ennþá vera á þeirra bandi, þrátt fyrir að þjóðin hafi hafnað allri undirgefni gagnvart þessum ofbeldisseggjum í eftirminnilegri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Steingrímur J. boðar nú nýja "samningalotu" við fjárkúgarana, þrátt fyrir öll þau lögfræðiálit sem hann hefur undir höndum og einnig hafa forystumenn bæði ESA og framkvæmdastjórnar ESB viðurkennt að engin ríkisábyrgð eigi að vera fyrir hendi vegna Icesave.  Steingrímur J. hefur því ekki um neitt að semja og ef eitthvað kemur út úr þessum nýju "samningaviðræðum" þá getur það aldrei orðið annað en nýr nauðasamningur um að selja skattgreiðendur hér á landi í ánauð erlendra kúgara.

Ríkið ber enga ábyrgð í þessu máli, en Steingrímur J. ber mikla ábyrgð, a.m.k. á eigin gjörðum.


mbl.is Ríkið ber ekki ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen.

Orð í tíma tøluð.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 10:49

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og hvað rök eru svoa helst uppi  í minnisblaðinu til að undirbyggja þá lagalegu afstöðu að ísl. beri eigi ábyrgð á icesaveskuld landsins?

Og í framhaldi hvað dómafordæmi eru höfð til hliðsjónar og hvernig er vikið að lagaáliti ESA því vðvíkjandi?

Geisp.  Það er svoa 1000X búið að fara yfir þetta og ótal lagaáit sem sýna skýrlega ábyrgð ríka á lágmarkinu.   Fyrst var það nú sérstakur dómsstóll sem komst að því - sjallar reyndar treystu sér eigi til að taka til varnar!  Svo sterka lagalega stöðu tölduð þeir líklega vera í málinu.  Hlupuð burtu með skottið á milli lappanna sem frægt varð.

Nú síðast fór ESA yfir málið lið fyrir lið á skipulegann hátt.  Niðurstaðan ein og ótvíræð.  Ísland ber ábyrgð á nefndu lágmarki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2010 kl. 11:05

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er búið að margsýna sig, að engin rök hrína á þér, Ómar Bjarki.  ESA sagði að ríkið bæri ábyrgð, vegna þess að tilskipunin hefði ekki verið innleidd í íslensk lög á réttan hátt, en þegar það var gert gerði ESA engar athugasemdir og hefur aldrei gert það síðan, vegna þessarar innleiðingar.  Þannig fellur þessi röksemd þeirra um sjálfa sig.

Framkvæmdastjórn ESB hefur sagt að engin ríkisábyrgð eigi að vera á tryggingasjóðunum.  Þú hlýtur nú að trúa því sem átrúnaðargoð þín hjá ESB segja um málið, þó þú hafir alltaf verið einn dyggasti andstæðingur þinnar eigin þjóðar í þessu máli.

Axel Jóhann Axelsson, 25.8.2010 kl. 11:24

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Verð nú að leiðrétta þetta hjá þér.  Í fyrsta lagi sagði framkv.stj. esb það eigi en í annan stað segir ESA ekkert að ábyrgðin væri vegna rangrar innleiðingar

ESA fer lið fyrir lið, í heildardráttum,  yfir ástæður þess að skaðabótaábyrgð virkjast í þessu tilfelli.  Lið fyrir lið.  (Eg var að vísu búinn að segja ykkur þetta alllt áður margsinnis, en  ESA tekur nú af mér ómakið með að setja upp meginlínur)

http://www.eftasurv.int/media/internal-market/LFN-Icesave.pdf

Fyrir evrópskum dómsstólum mun uppleggið eða nálgunin alltaf vera eins og ESA leggur fram.  Þessvegna, þ.e. ef menn ætla að véfengja ábyrgð, verða menn að hnekkja áliti ESA  svo sem að  koma með dómafordæmi í  gagnstæða átt.  Allt annað tal um þetta mál er í raun tilgangslaust.  Það er ekkert nóg að segja:  Við borgum ekki og þá afþvíbara!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2010 kl. 12:08

5 Smámynd: Snjalli Geir

Ríkisstjórnin hefur gert sig seka um landráð (í einfeldni og heimsku sinni).  Það ætti að draga ríkisstjórnina og þingmenn sem samþykktu IceSlave samninginn fyrir dóm.  Slíkt væri hægt ef við byggjum í lýðræðislegu landi með þrískiptingu valdsins.  En þars sem við búum í Banana- lögreglu- og klíku-veldinu Íslandi þá er allt látið vaða yfir skattgreiðendur.

Snjalli Geir, 25.8.2010 kl. 12:12

6 identicon

Það er alveg stórundarlegt og yrði verðugt rannsóknarefni hvað þessi ríkisstjórn(Og albiluðustu stuðningsmenn hennar)eru æstir í að fá að borga þessa Icesavereikninga.Það kemur mér ekki á óvart með Samfylkingunna þar em það er vitað að sá flokkur væri til í að selja hálfa þjóðina í þrældóm í kolanámum Breta til að komasti í feit embætti í Brussel.En V.G kemur mér sífelt á óvart með ákafa sínum til að borga þetta

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 13:09

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Axel Snjalli Geir og Sigurbjörn, ég hélt að þið væruð búnir sjá það að það þýðir ekkert að rökræða við þessa menn þeyr æða afram eins og skógareldur og eyða öllu í kringum sig, það er ekkert annað að gera en að slökkva í þeym.!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 25.8.2010 kl. 14:34

8 Smámynd: Elle_

Akkúrat, Eyjólfur.  Og þýðir víst heldur ekkert að rökræða við hollustumenn Evrópusambandsins eða Samfylkingarinnar.  Hef verið að lemja höfðinu utan í vegg:
Ekkert nýtt en það verður að borga:Stefán Júlíusson.

Elle_, 25.8.2010 kl. 15:29

9 identicon

Mig langar bara að nefna það að ummrædd upphæð €20.000 er ekki lágmarksupphæð heldur hámarksupphæð þ.e.a.s. ef tryggingasjóðurinn á ekki fyrir €20.000 á hvern innstæðueiganda þá fá menn bara minni þegar búið er að dreifa sjóðnum. Aftur á móti er klípan sem við erum komin í, tilkomin vegna þess að í neyðarlögum sem sett voru haustið 2008 var tekin sú ákvörðun að tryggja innstæður á Íslandi upp í topp, líklega vegna þess að á alþingi situr hluti þeirra u.þ.b. 10% þjóðarinnar sem áttu meira en €20.000 evrur í banka til að byrja með. Hefði ekki breytt hina neinu.

Nú er ég sjálfur hægri maður og því því nokkuð bágt með að viðurkenna að það var ekki þessi ríkisstjórn sem gerði það heldur sú síðasta, ríkisstjórn Geirs Haarde.  Deilan sem uppi er núna snýst því fyrst og fremst um það hvort það sé leyfilegt að mismuna innstæðueigendum eftir því í hvaða landi útibú bankans er staðsett.

Bretar fóru í framhaldi og tóku lán og greiddu þeim sem áttu innstæður í Icesave semsagt upp í topp eins og gert hafði verið á Íslandi, á grunni neyðarlaganna og gera nú endurkröfu á Íslenska ríkið.

Í kjölfarið ákvað síðasta stjórn jafnframt, og lýsti því yfir að íslenska ríkið skyldi greiða Bretum, þó ekki nema sem nemur hámarkstryggingu, €20.000.

Bjartur (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 16:20

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg rétt, að aldrei hefur þýtt að reyna að rökræða við Ómar Bjarka um Icsave, frekar en aðra liðsforingja og dáta í laumuher Breta, Hollendinga og ESB hér á landi.  Um hollustumenn Samfylkingarinnar þarf nú ekki að ræða.

Axel Jóhann Axelsson, 25.8.2010 kl. 16:20

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjartur, ríkið greiddi ekki fyrir innistæðurnar millifærslurnar á innistæðunum úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju, heldur voru útistandandi kröfur, jafnverðmætar, færðar á móti innistæðunum, þannig að það dæmi kom út á núlli.  Hins vegar lagði ríkissjóður nýju bönkunum til hlutafé við stofnun þeirra, en það er allt annar handleggur en að hafa tekið á sig einhvern kosntnað vegna innistæðnanna.

Bretar og Hollendingar greiddu reyndar ekki Icesaveinnistæður upp í topp, heldur samkvæmt hámarksgreiðslum úr sínum tryggingasjóðum, en það var reyndar hærra en þessar 20.000 evrur.  Það er þeirra mál og íslenski tryggingasjóðurinn átti að ábyrgjast allt að 20.000 evrum, en því miður á hann ekki fyrir því og verður því að úthluta lægri upphæðum til innistæðueigendanna í Bretlandi og Hollandi.  Vegna yfirfærslu innistæðnanna milli banka á Íslandi þarf tryggingasjóðurinn ekki að greiða neitt vegna íslenskra innistæðueigenda og getur því greitt þeim erlendu hærri upphæð en hefði orðið, ef íslensku bankarnir hefðu verið lýstir gjaldþrota og sjóðurinn staðið frammi fyrir því að greiða til íslenskra innistæðueigenda, ásamt þeirra erlendu.

Þá hefði enginn fengið háa upphæð, því tryggingasjóðurinn var því miður ekki burðugri en svo.  En einmitt vegna aðgerða ríkisstjórnar Geirs Haarde mun meira greiðast upp í Icesave úr sjóðnum, en ella hefði orðið.

Axel Jóhann Axelsson, 25.8.2010 kl. 16:46

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta álit er algjört nóbodý.  Enhverjar spekúleringar hvort ríkið beri ábyrgð á Innstæðutryggingasjóði samkv. ,,íslenskum lögum"   Íslenskum lögum.

Sjáiði til, lesið álit ESA!  Halló.

Málið snýr að skuldbindingum er Ísland hefur undirgengist samkvæmt EES samningum.  Þar er löngu niður neglt að ríki geta, að vissum skylyrðum uppfylltum, orðið skaðabótaábyrg ef lagalegum ákvæðum er innleidd eru gegnum EES eru ekki uppfyllt!  Annars væri EES samningurinn tilgangslaus!  Ríki þyrftu bara að standa við skuldbingingar er af honum leiddu - ef þau nentu því!  Skaðabótaábyrgð Íslands í þessu tilfelli leiðir af þrem (3) alvarlegum brotum og brestum á EES samningum.

1. Grein 7(1) í drektífi 94/19 myndar direkt effekt.  Það þýðir að ríki skuldbynda sig til að sjá til þess að innstæðuegendur öðlist  lagalegann rétt til lágmarksbóta ef á reynir.  Brot eða vanuppfylling á þessu = skaðabóaábyrgð samkv. evrópulögum.

2.  Jafnræðisreglan brotin í 1000 mola.

3. þetta er líka brot á 2 öðrum greinum EES sem of flókið er að skýra út fyrir íslendingum - augljóslega, þar sem þeir skilja eigi hin einfaldari mál.

Eg verð segja að eg alveg krossandi bit yfir hve hægt er að rugla með svona einfalt mál og að fólk sumt skuli láta rugla svona með sig.

Þetta tal í ykkur:  SJS þetta og hitt og Ríkisstjórn annað og annað - þetta er svo barnalegt hjá ykkur að mikil fádæmi eru.  Mikil fádæmi.  Og til stórskammar fyrir ykkur sjalla.  Stórskammar. 

En mao. - hvernig ætliði að svara áliti ESA?  Með því að segja að ,,íslensk lög" segðu annað eða?

ESA fer td. sérstaklega yfir þá íslensku snilli að innstæðusjóður sé sjálfseignastofnun og ríkinu óviðkomandi.  Leið álit ESA!  Síðan tala.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2010 kl. 19:20

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ómar, ESA setur engin lög eða reglur, en er eftirlitsaðili með framkvæmd laga og reglna á Evrópska efnahagssvæðinu og álit lögfræðinga ESA er hreint ekkert merkilegra en álit annarra lögfræðinga.

ESA getur hins vegar stefnt Íslandi fyrir Eftadómstólinn og þá munu Íslendingar að sjálfsögðu taka til varna í málinu.  Ekkert þýðir að spyrja um dómafordæmi, því ekkert sambærilegt mál hefur farið fyrir þann dómstól áður.  Ekki var við neitt fordæmi að styðjast þegar Hæstiréttur dæmdi í gengislánamálunum. 

Axel Jóhann Axelsson, 25.8.2010 kl. 19:51

14 Smámynd: Jón Sveinsson

það færi eftir öllu að neyða þennan viðbjóð á ófædd börn þjóðarinnar, það gera aðeins þjóðníðingar.

Þessi ríkisstjórn er SVIKASTJÓRN FRÁ A-Ö. Já það eru mín orð

Jón Sveinsson, 25.8.2010 kl. 20:21

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Jón Sveinsson.

Sigurður Haraldsson, 25.8.2010 kl. 23:30

16 Smámynd: Snjalli Geir

Ómar, "Þetta tal í ykkur: SJS þetta og hitt og Ríkisstjórn annað og annað - þetta er svo barnalegt hjá ykkur að mikil fádæmi eru. Mikil fádæmi. Og til stórskammar fyrir ykkur sjalla. Stórskammar."

Þér finnst barnalegt að voga sér að tala um brot á stjórnarskránni. Ég hef rætt þetta mál fram og til baka við minn yfrmann sem er menntaður stjórnmálafræðingur og vinnur að grein um þetta mál. Hann er xD. Ég skal setja hana inná bloggið hjá mér þegar hún kemur út eða link inná hana. Það var víst barn sem sagði "Konungurinn er í engum fötum" og hafði rétt fyrir sér. Þú ert sennilega ráðgjafinn eða vefarinn sem sáu efnið góða. Það er bara spurning um tíma hvenær þú munt sjá í gegnum spunann.

Ég kaus ekki xD í síðustu kosningum heldur xV. Mitt umboð gaf SJS ekki heimild til þess að brjóta stjórnarskránna með því að gera eigur fjármagnseigenda upptækar með fjármagnstekjuskatti. Ég gaf honum ekki heimild til þess að setja þjóðina í skulda hlekki til eilífðar eða taka á sig skuldbindingar sem við getum ekki borgað til baka.

Snjalli Geir, 28.8.2010 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband