Auðvitað á að reka þá alla

Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að Jón Bjarnason verði rekinn úr embætti fyrir að segja það sem hann meinar um svik Samfylkingarinnar varðandi innlimunarferlið að stórríki ESB og ekki síður vegna þess að hann segir umbúðalaust, að hann sé algerlega andvígur þessari innlimun.

Sóknarpresturinn í Laugarnessókn fékk góðar undirtektir víða við þeirri kröfu sinni að Geir Waage yrði rekinn frá Skálholti vegna þess að hann hafði sínar eigin skoðanir á túlkun þagnareiðs presta og dirfðist að tala um þær opinberlega.

Björgvin Björgvinsson, rannsóknarlögreglumaður, var rekinn úr starfi yfirmanns kynferðisafbrotadeildar vegna þess að hann sagði skoðanir sínar á því að fólk ætti einstaka sinnum að líta í eigin barm og taka ábyrgð á drykkju- og dópvenjum sínum.

Nú eru uppi háværar raddir um að Karl Sigurbjörnsson, biskup, eigi að segja sig frá embætti, eða vera rekinn ella, fyrir það sem hann hefur sagt og ekki sagt um þau skelfilegu afbrot sem Ólafur sálugi Skúlason, fyrrverandi biskup, er sakaður um að hafa framið fyrir fjörutíu árum. 

Svona mætti áfram telja kröfurnar um brottrekstra manna úr störfum vegna þess að viðkomandi leyfði sér að hafa skoðanir á einhverju og segja frá því opinberlega, eða jafnvel fyrir að hafa engar skoðanir og hafa ekki vit á að þegja um það.

Er ekki alveg sjálfsagt að reka alla sem hafa skoðanir, sérstaklega ef þær skoðanir eru andstæðar eigin skoðunum?


mbl.is Krefjast afsagnar Jóns Bjarnasonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég þori ekki að hafa skoðun á þessari færslu þinni.

Sigurður I B Guðmundsson, 24.8.2010 kl. 20:43

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Axel: Þú ert rekinn...Nei nei..hvernig læt ég...Þú ert Drekinn.

hilmar jónsson, 24.8.2010 kl. 20:53

3 identicon

Já hún er frekar sterk þessi krafa í samfélaginu um að allir eigi að víkja úr sínum störfum fyrir að segja og gera hluti...  Samt þó alls ekki alltaf sem það gerist...

Skúli (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband