Lygin um að "skoða í pakkann"

Samfylkingin hefur fram á þennan dag logið því í þjóðina, að með inngöngubeiðni í ESB verði til uppkast að samningi, þannig að hægt verði "að skoða í pakkann" og sjá hvað í honum verði, áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn fari fram.  Meira að segja tókst Samfylkingunni að ljúga þessu að VG í stjórnarmyndunarviðræðunum í fyrra og eins grænir og þeir eru í flestum málum, trúðu þeir lygasögunni og samþykktu innlimunarbeiðnina sem Össur afhenti fulltrúum ESB tvívegis í gleði sinni með vel heppnaðar blekkingar.

Nú eru að renna tvær grímur á þingmenn VG, enda er æ betur að koma í ljós hvernig þeir voru blekktir, enda ekki um neinn "samningspakka" að ræða sem hægt verður að kíkja í og skoða frá öllum hliðum, heldur eingöngu aðlögunarferli að regluverki stórríkisins væntanlega og ekkert sem Íslendingum stendur til boða, annað en að taka upp þau lög og reglur sem gilda í stórríkinu, með hugsanlegri aðlögun í örfá ár.

Nú virðist eiga að taka við fjögurra milljarða mútum frá ESB, sem nota á til að samræma íslensk lög við lög stórríkisins, þannig að þegar "samningar" verði frágengnir, þá verði Íslensk lög orðin algerlega samræmd lögum og regluverki ESB og ekkert verði eftir annað en að staðfesta inngönguna formlega á Alþingi.

Margir hafa verið samþykkir því, að fara í "samningaviðræður" við ESB til að sjá hvað sé í "pakkanum", en nú er komið í ljós að í pakkanum er ekkert annað en regluverk ESB ómengað og Íslendingar verða að þiggja "pakkann" eins og hann kemur fyrir, því ekki er hægt að velja úr honum það sem mönnum sýnist og skilja annað eftir.

Er ekki tími kominn til að Samfylkingin fari að ræða þessa innlimun í ESB sannleikanum samkvæmt og fari að koma heiðarlega fram gegn þjóðinni?


mbl.is ESB leggur milljarða í aðlögun Íslands að stofnana- og regluverki þess
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það vita allir að Össur er svikahrappur og í engu treystandi. Hræðsla mín er fólgin í að hann noti ráðherraleifi sitt og hunsi þjóðarvilja. Mér sýnist þetta einmitt vera það sem þú segir.

Valdimar Samúelsson, 23.8.2010 kl. 11:30

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hvað yrði sagt ef að LÍÚ myndi heita Alþingi háum fjárhæðum, til þess að vinna ný lög um stjórn fiskveiða, Bændasamtökin greiddu háar fjárhæðir til að fá ný Búvörulög, eða þá Samtök verslunar og þjónustu, myndu styrkja Alþingi til þess að setja ný Samkeppnislög.

 Það hætt við því að þá yrði orðið "mútur" hrópað hátt úr mörgum hornum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.8.2010 kl. 11:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mútur ESB eru algerlega sambærilegar við fjárframlög frá LÍÚ eða Bændasamtökunum, sem greidd væru til þess að "liðka fyrir" lagabreytingum í þágu þessara atvinnugreina.

Ég er hræddur um að allt yrði vitlaust í þjóðfélagninu, ef upp kæmist um slíkar greiðslur.  Þjóðin getur varla sætt sig frekar við mútur frá ESB.  Þeim hlýtur að verða mótmælt kröftuglega.

Axel Jóhann Axelsson, 23.8.2010 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband