17.8.2010 | 15:33
Enginn beri ábyrgð - allra síst á sjálfum sér
Þó ótrúlegt sé, lét Ragna, dómsmálaráðherra, starfskonur Stígamóta hræra svo í sér, að hún lét hafa sig út í að heimta nánari skýringar á ummælum Björgins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar, sem hann lét falla, á þá leið að ýmislegt gæti gerst þegar fólk væri hálf rænulaust vegna áfengis- eða dópneyslu og líklega væri tímabært að fólk liti oftar inn á við og tæki ábyrgð á eigin gerðum, því útúrruglað fólk væri útsettara fyrir því að lenda í ýmsum ógöngum við slíkar aðstæður. Ummælin voru raunar afar skýr og auðskiljanleg og þurftu engra frekari skýringa, sérstaklega ekki fyrir þá sem skilja íslensku sæmilega.
Í framhaldinu var síðan Björgvin neyddur til að segja af sér yfirmannsstarfinu og Ríkislögreglustjóri lagðist svo lágt að biðjast afsökunar á ummælum Björgvins, með þeim orðum að þau endurspegluðu ekki skoðun embættisins og því að engu hafandi.
Þetta er nokkuð lýsandi fyrir þann hugsunarhátt, sem virðist vera að grafa um sig í þjóðfélaginu, þ.e. að enginn þurfi að bera ábyrgð á einu eða neinu, allra síst sjálfum sér og eigin gerðum. Á þessu hefur ekki síst borðið undanfarna mánuði vegna skuldamála einstaklinga, en sá skuldari er varla til, sem telur sig bera ábyrgð á eigin lántökum, heldur hafi hann verið plataður til þeirra og nánast neyddur af ótýndum glæpalýð í lánastofnunum landsins til að taka alls kyns lán, sem viðkomandi skuldari hefði aldrei tekið sjálfviljugur.
Á ýmsum öðrum sviðum hefur þetta viðhorf komið fram, t.d. að óeirðaseggir eigi ekki að þurfa að standa reikningsskil gerða sinna vegna líkamsmeiðinga og skemmdarverka á húsum og bílum og allra síst ef það eru opinberar byggingar eða bílar og hús útrásargengisins.
Það er alveg óhætt að taka undir orð Björgvins um að tími sé kominn til að fólk líti meira innávið og fari að bera ábyrgð á eigin gerðum.
Jafnvel bara hugsi aðeins um málið.
Björgvin hættir sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg sammála. Ég las þessa grein í DV og gat hvergi séð að hann segði beint út að fórnarlambið ætti alltaf alla sök. Hann benti bara á að það er á ábyrgð okkar, sem konur (og auðvitað í einhverjum tilfellum karlar) að passa okkur þegar við förum á skemmtistaði, að passa að við séum færar um að taka vitrænar ákvarðanir, ekki að þvælast einar heim með köllum sem við þekkjum ekki þegar við stöndum varla í lappirnar af áfengisneyslu, passa uppá drykkina okkar, vera ekki að þvælast einar, hvorki á klósettið né á milli staða. Það er alltaf hægt að gera eitthvað til þess að tryggja öryggi sitt þegar maður fer í bæinn og það er bara nákvæmlega það sem hann er að benda á, eitt af því sem hægt er að gera er að skerða ekki alla dómgreind með því að verða öfurölvi.
Ekki förum við að heiman án þess að læsa húsinu, er það ekki til þess að tryggja okkur fyrir þjófnaði? Það er auðvitað hægt að brjótast inn en það er meira mál heldur en ef hurðin væri galopin.
Finnst það alveg hreint ótrúlegt að maðurinn hafi verið látinn taka pokann sinn og biðjast afsökunar, sérstaklega vegna ummæla í illa skrifaðri grein í DV!
sigrun (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 17:29
Tu ert sem sagt a tvi ad ef dottur tinni væri naudgad eftir ad hun hefdi neytt afengis eda annara vimuefna ta bæri hun søkina a naudguninni.
Þorvaldur Guðmundsson, 17.8.2010 kl. 17:33
Alls ekki, fórnarlambið tekur aldrei þá ákvörðun að láta nauðga sér, það er alfarið nauðgarans! Það sem maðurinn er að benda á er að ef dóttir þín tæki þá ákvörðun að drekka sig haugafulla þá er hún líklegra fórnarlamd heldur en vinkona hennar sem drakk bara pepsí allt kvöldið, þetta er spurning um að vara sig á þeim hættum sem eru þarna úti og þær eru svo sannarlega þarna úti og gera ráðstafanir!
sigrun (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 17:44
Sigrún, ég held að allt sæmilega skynsamt fólk hafi einmitt skilið þetta á sama hátt og við, Björgvin var einungis að benda á blákaldan veruleikann. Sá sem er hálfrænulaus vegna áfengis- eða dópneyslu er hættara við að lenda í ógöngum og konur í slíku ástandi miklu hættara við að lenda í klóm nauðgara.
Björgvin benti jafnfram á, að flestar nauðganir eiga sér stað í heimahúsum og þá oftar en ekki, þegar bæði fórnarlambið og gerandinn eru í annarlegu ástandi. Það er auðvitað ekkert sem afsakar nauðgun, hvernig sem kringumstæður eru, en Björgvin gerði ekkert annað en að benda fólki á, að nota skynsemina til þess að varast hættulegar aðstæður.
Athugasemd Þorvaldar er dæmigerður aulaútúrsnúningur, sem er ekki einu sinni svara verður.
Axel Jóhann Axelsson, 17.8.2010 kl. 19:16
þorvaldu
ekki myndiru fara einn ut i fumskóg fullan viltum dýrum ?? eða hálfu þínu viti "drukkin"
drekka minna skemta sér meira :) og taka ábyrgð á sjálfum sér.
ég myndi samt brjóta nokkur bein á þeim nauðgara sem nauðgar eithverjari sem mér þykjir vænt um . en ég myndi skoða atburðar rásina og hvort henni hafi verið nauðgað..
alltaf leitast allir um að kenna öðrum um .
su sem er nauðgað a enga sök á að vera nauðgað !! en haugadrukkin maneskja með mini pils er einsog blæðandi maður i hákarlaburi.
manneskjan er grimasta skepnan á jörðinni.
ragnar (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 19:25
Það er dapurlegt að þegar opinber starfsmaður segir( loksins ) sannleikann þá skuli hann þurfa að víkja úr starfi. En að sjálfsögðu er ekkert sem réttlætir nauðgun.
Sigurður I B Guðmundsson, 17.8.2010 kl. 20:34
Svo má auðvitað bæta við að dómgreind nauðgarans, sem í mörgum tilfellum er líklegast jafn ölvaður og fórnarlambið, skerðist auðvitað líka við áfengisneyslu, það er engin afsökun því að hann auðvitað tekur þá meðvituðu ákvörðun um að drekka sig haugafullann, en örugglega í einhverjum tilfellum er um ágætis náunga að ræða þegar þeir eru edrú en skilja ekki neiið þegar þeir eru fullir.
Sigrún (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 21:02
Sigrún, þetta er auðvitað rétt, en ölvun og dópneysla er aldrei afsökun fyrir nauðgun eða öðrum glæpum. Það var nú einmitt þess vegna sem Björgvin var að hvetja fólk til að hugsa sinn gang, varðandi drykkju og dópneyslu.
Hann var auðvitað ekki að afsaka nauðgara á nokkurn hátt og því er bæði afsökunarbeiðni Ríkislögreglustjóra á orðum hans og ekki síður tilfærsla Björgvins í starfi nánast skandall.
Axel Jóhann Axelsson, 17.8.2010 kl. 21:12
Axel, það er rétt hjá þér að flestar nauðganir eigi sér stað í heimahúsum en vissirðu að aðeins 21% kvenna sem leita til Stígamóta vegna nauðgana eru undir áhrifum áfengis þegar nauðgunin á sér stað? Þannig að fullyrðing þín um að konur séu oftar en ekki í annarlegu ástandi stenst ekki. Tæplega 80% þeirra hafa hvorki drukkið áfengi né tekið eiturlyf og samt er þeim nauðgað. Enda er flestum konum nauðgað af einhverjum sem þær þekkja. Oftar en ekki fjölskyldumeðlimi eða fjölskylduvini. Þetta hélt ég að fullorðið fólk vissi.
Eva (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 23:11
eva vissiru lika að sumar stelpur ljuga upp nauðgun !! það er svipað og að nauðga !! ef ekki verri.
ragnar (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 23:28
Sigrún, þú segist ekki hafa séð neitt um að hann hefði sagt að fórnarlambið bæri sökina.
En hann segir það berum orðum hér: "Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum."
Það eru allir sammála um að fólk eigi að átta sig á því að mikil ölvun er hættuleg (að mörgu leiti) en það er gjörsamlega ólíðandi að yfirmaður kynferðisbrotadeildar skuli hafa í frammi svona fordóma.
gummih (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 23:36
Gummih, er það ekki á ábyrgð viðkomandi (væntanlega fullorðið fólk sem á að taka ábyrgð á sjálfum sér) að passa uppá sjálfan sig og vera ekki að koma sér í hættulegar aðstæður? Ég skyldi fréttina þannig að verið væri að benda á auknar nauðganir á skemmtistöðum, því að auðvitað er það ekkert nýtt eins og kemur fram hérna fyrir ofan, að í flestum tilfellum eiga nauðganir sér stað þar sem fórnarlambið þekkir árásarmanninn, þannig er það ekki alltaf farið inná skemmtistöðunum.
Þar af leiðandi meikar þessi setning sem þú quotar í heilmikinn sens, því að oftast er það auðvitað þannig að á skemmtistöðum er fólk öfurölvi (og tekur þá ákvörðun væntanlega sjálft, því að varla er verið að neyða áfengið ofan í það?), missir mestalla dómgreind og passar sig síður á aðstæðum sem gætu leitt til nauðgunar. Það er staðreynd, gummih, ekki fordómar.
Get nefnt til dæmi sem ég þekki til, þar sem vinkona mín var að skemmta sér á skemmtistað, haugafull, stóð varla í lappirnar og var að dansa. Við vorum þarna nokkrar og hluti af hópnum ákvað að fara heim, það var langt liðið á nóttina og við bara hreinlega búnar. Þessi vinkona mín tók það ekki í mál að fara með okkur, partíið varla byrjað og hún komin í gírinn. Kvöldið endaði þannig að hún drakk ennþá meira, fór heim með tveimur strákum sem hún þekkti lítið sem einnig voru vel í því og auk þess í kókaínvímu. Hún átti ekki séns! Auðvitað var það ekki henni að kenna að henni hafi verið nauðgað en þessi stelpa, sem er gáfuð og flott stelpa, langt frá því að vera vitlaust, átti ekki til snefil af dómgreind eftir þegar þarna var komið og því fór sem fór, því miður. Ömurlegt en satt, að hefði hún drukkið örlítið minna (sem hún vanalega gerir), hefði hún haft vit á því að fara heim með vinum sínum.
Gg ragnar, það er hárrétt hjá þér og algjörlega til skammar að fólk sé ekki sótt til saka fyrir svona! Þetta grefur undan öllum réttmætum nauðgunarákærum.
sigrún (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 17:41
Sigrún, ég efast um að það þurfi að minna þessa vinkonu þína á það að hún hefði þurft að passa sig betur...
Fyrir utan það að þá er það margtuggið ofan í stelpur að passa sig... passa sig að vera ekki of fullar, ekki einar, ekki svona og ekki hinsegin klæddar o.s.frv. Aldrei heyri ég þetta sagt við stráka: Passið ykkur nú að vera alltaf saman í hóp og ef þið sjáið einhvern vin ykkar á leið í burtu, dragandi draugfulla stelpu á eftir sér... stoppið hann þá af!
Eða hvernig væri að segja nú einusinni við stráka að hætta að drekka og dópa! Því þeir verða greinilega snargeðbilaðir af því og missa hæfileikann til að greina rétt frá röngu... allavegana miðað við sum kommentin hérna...
Magga (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 14:59
Sigrún, hann segir að þessi nauðgunarmál séu alfarið á ábyrgð fórnarlambsins:
"Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi" - og þér finnst það í lagi. Þú getur verið það mín vegna, ég vildi bara benda þér á þetta því mér finnst þetta fjandi mikið fjarri því að vera í lagi. Hann er með þessum orðum að segja við stelpur nákvæmlega eins og vinkonu þína að hennar mál hafi verið tengt mikill áfengisnotkun og ekki verið á ábyrgð neins nema hennar. Ert þú tilbúin að horfa framan í vinkonu þína og segja henni að það sé satt og rétt? Ég vil frekar eigna glæpamanninum glæpinn.
gummih, 19.8.2010 kl. 15:07
Já gummih, ég er drullusokkur sem trúir því að það sé alltaf stelpunum að kenna að þeim sé nauðgað, flott hjá þér að lesa á milli línana það sem ég er í raun að reyna að segja og sjá svona í gegnum mig! Úff, mikið er ég fegin að það er til fólk sem er tilbúið til þess að lesa bara því sem því hentar og skilja restina eftir.
Varðandi mál vinkonu minnar þá er það bara ekkert flóknara en það að ótrúlega greind og klár stelpa var allt annað en nákvæmlega það þetta kvöld, drakk sig blindfulla og tók rangar ákvarðanir. Vegna þess ákváðu tveir aumingjar að notfæra sér ástandið sem hún var í, tveir aumingjar sem fundu enga aðra, því að hinar stelpurnar voru búnar að drekka minna, tóku ábyrgð á sjálfum sér og fyrir löngu búnar að drulla sér heim.
Ef þér finnst stelpur ekki þurfa að bera neina ábyrgð á sjálfum sér, þá skalt þú bara lifa með þeirri skoðun.
sigrún (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 18:56
Kaldhæðni er ákaflega leiðinlegt samræðuform og kemur engu til skila.
Þú ætlar klárlega ekkert að bakka með að verja þessi ummæli Björgvins - sem mér finnst leitt. Hann segir þarna að oft séu nauðgunarmál tengd áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema fórnarlambsins. Að fólk sé að verja það finnst mér fjarstæðukennt.
Sjálfur er ég hjartanlega sammála því að allir séu ábyrgir fyrir sjálfum sér, en ég mun aldrei viðurkenna að nauðgunarmál geti verið á ábyrgð fórnarlambsins - ekki undir nokkrum kringumstæðum.
gummih (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 22:48
Nauðgunin er ekki undir ábyrgð fórnarlambsins, sigrun er aldrei að segja það.
Hún er einungis að segja að maður gengur ekki að nóttu til, ofurölvi í jakkafötum með peningaseðlana upp úr vösum, í skítlélegu hverfi og ætlast til þess að enginn snerti.
Hann er rændur af ástæðu. Hann í raun málaði sig með ör sem segir "rændu þennan". Hann ber enga ábyrgð á ráninu sjálfu, en af hverju í helvítinu var hann ekki meðvitaður um þær hættur sem gilda í þessu samfélagi?
Halldór Pétur (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.