16.8.2010 | 15:38
Það á að kaupa lyfin þaðan sem þau eru ódýrust
Álfheiður Ingadóttir, sem illu heilli titlast heilbrigðisráðherra, ætlar að skella sér til Færeyja í vikunni til að skoða nýja lyfjaverksmiðju frænda vorra, með það í huga að hefja innflutning lyfja þaðan til Íslands. Ekki er nema sjálfsagt að flytja inn lyf frá Færeyjum, eins og öðrum, ef þeir eru samkeppnisfærir í verði, enda hlýtur að það að vera haft að leiðarljósi í heilbrigðiskerfinu, að kaupa ódýrustu lyfin hverju sinni, svo framarlega sem þau uppfylla tilskyldar kröfur.
Vafasamt hlýtur þó að teljast að örsmá lyfjaverksmiðja í Færeyjum geti keppt í verði við einn stærsta lyfjarisa heims á sviði samheitalyfja, þ.e. íslenska fyrirtækið Actavis, sem getur verðlagt sína framleiðslu eins og henni sýnist, eftir því á hvaða markaði er verið að keppa. Þannig eru lyf Actavis miklu ódýrari í öllum nágrannalöndunum en þau eru hér á landi og er smæð markaðarins hérlendis kennt um, því miklu dýrara sé að þjóna litlum markaði en stórum.
Eitt af því sem nefnt hefur verið að valdi miklum kostnaði er, að í hvert einasta lyfjabox þurfi að setja leiðbeiningar um lyfið og innihaldslýsingu á íslensku, þó vandséð til hvers það er gert, því neytendur lyfjanna lesa þann pappír aldrei og henda honum um leið og umbúðir lyfjanna eru opnaðar.
Væri ekki ráð að spara allan þennan óþarfa prentkostnað og bjóða upp á þessa fylgiseðla í apótekunum fyrir þá sem vilja, en hætta að prenta þá eingöngu til að útvega Sorpu hráefni.
Þetta er sjálfsagt ekki stærsta einstaka atriðið sem spara mætti í heilbrigðiskerfinu, en margt smátt gerir eitt stórt.
Færeysk lyf til Íslands? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Undarleg útskýring, enda koma lyfin sem maður kaupir hér í Danmörku (hvort sem það eru venjulegar töflur, hóstamixtúra eða Nicotinell nikótíntyggjó) með innihaldslýsingu á 2 tungumálum; dönsku og íslensku.
Ástæður þess þekki ég svosem ekki og hef alltaf undrað mig á því...
Gunnar Gíslason (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 15:46
Gunnar, þar með er þessi hluti skýringar Actavis á háu lyfjaverði á Íslandi fallin um sjálfa sig, fyrst íslenski textinn er ekki eingöngu notaður á íslenska markaðinum. Þessu hefur þó verið haldið fram af þeirra hálfu, sem hluta af skýringunni á lyfjaokrinu hérna.
Þessar upplýsingar þínar eru afar athyglisverðar.
Axel Jóhann Axelsson, 16.8.2010 kl. 15:50
Axel, útskýring okurfyrirtækisins A - - - hefur aldrei staðist skoðun, enda hafa þeir ekki svarað spurningum af neinu viti, nú eða bara ekki svarað. Neytendasamtökin hafa komið með fullkomlega eðlilegar spurningar til þessa okurfyrirtækis og þeir hafa bara ekki svarað. Það kostar ekki það mikla peninga að láta pappírssnepil fylgja með, þó þýddur sé á íslensku, að þeim sé stætt á að selja lyfin á 2 - 5 földu eðlilegu verði. Hvað ætli litli pappírinn kosti? Jú, kannski 5 kall, kannski minna. Og hver miði er bara þýddur einu sinni. ´Skýringar´ þeirra hafa aldrei haldið vatni. Það ætti að loka þessu Icesave-Björgólfs-fyrirtæki að mínu viti og leyfa heiðarlegum mönnum að komast að verkefninu. Þeir geta ekki verið með einokun lengur á Lyfjastofnun og lyfjum og endalaust skaðað almenning í landinu.
Elle (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 16:30
Maður hefur oft velt fyrir sér, hvers vegna Actavis hefur svona heljartök á íslenska markaðinum. Hvar eru önnur lyfjaframleiðslufyrirtæki? Því keppa þau ekki hér á landi? Er kannski búið að skipta upp heimsmarkaðinum og ekkert fyrirtæki nenni að selja hingað?
Axel Jóhann Axelsson, 16.8.2010 kl. 16:44
Eitt fyrirtæki sem reynir af veikum mætti að keppa við risann er Portfarma. Ekki gera stjórnvold þeim auðvelt fyrir með afgreiðslu á skráningu lyfja hér á landi.
Hummer (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 16:50
Axel, nokkrir læknar, og menn sem eru að reyna að reka lyfjafyrirtæki, og Neytendastofa, hafa kvartað lengi, lengi yfir einokuninni í landina á lyfjum og yfir umræddu okurfyrirtæki og enda alltaf á vegg. Haldið hefur verið fram af nokkrum þeirra að fyrirtækið hafi einokun á lyfjastofnun og nánast engin lyf komist í gegn þar, í Lyfjastofnun, ríkisbákni af öllu, nema frá umræddu okurfyrirtæki. Hvað á maður að halda?? Manni dettur mútur í hug og pólitísk spilling einu sinni enn. Og það er ekki hægt að þegja. Og að Icesave-Björgólfur fái að vera hér með einokun á lyfjum nánast og okra og skaða enn og aftur á alþýðu þessa lands er óþolandi.
Elle (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 16:57
Afsakið prentvillur að ofan.
Elle (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 16:59
Fyrst lyfin sem seld eru frá Actavis í Danmörku eru með íslenskum innihaldslýsingum, er óskiljanlegt að ríkisspítalarnir a.m.k. skuli ekki flytja lyfin inn í gengum danska dreifingaraðila.
Eins og fram hefur komið eru lyfin frá þessu fyrirtæki 2-5 sinnum dýrari hér, heldur en t.d. í Danmörku, þannig að sparnaðurinn fyrir ríkið hlyti að verða umtalsverður.
Axel Jóhann Axelsson, 16.8.2010 kl. 18:23
Ætli Steingrími og Indriða, þeim hugmyndaríku skattpíningar-fýrum, dytti þá ekki hug að skattleggja hagnaðinn hjá ríkisspítulum eða leggja einhverja morðtolla á innflutninginn.
En það þarf enginn að segja mér það, að þó að svo væri að lyf frá Actavis í Dannmörku, væru ekki með íslenskum leiðbeiningum, að kostnaður við lyfjaframleiðslu, margfaldist við það, að settar séu leiðbeiningar á lyfjaumbúðir á öðru tungumáli, en það sem algengara er. sem algengara er.
Kristinn Karl Brynjarsson, 16.8.2010 kl. 21:03
Það er rétt, Kristinn, að þeir skattageggjuðu félagar gætu látið sér detta í hug næst, að skattleggja ríkissjóð til að rétta af halla ríkissjóðs.
Þetta með fylgiseðilinn er auðvitað smámál í kostnaðinum við lyfin, en þetta var ein af þeim skýringum, sem fulltrúi Actavis bar á borð einu sinni, sem hluta af því sem átti að skýra þennan mikla verðmun á milli sömu lyfjanna þeirra hér á landi og í Danmörku.
Auðvitað standast þessar skýringar ekki. Ætli skýringin sé ekki einfaldlega markaðsráðandi staða þeirra, sem þeir nýta sér út í ystu æsar til að okra á löndum sínum.
Axel Jóhann Axelsson, 16.8.2010 kl. 21:43
Ætli það sé ekki - botnfalls-mafían- sem sér um einokunina hér á landi -
það hefur verið undarlegt síðustu mánuði þá hafa apótekin ekki fengið lyf hjá byrgjum sem höfðu verið á markaði til fleiri ára og hægt var að kaupa í litlum pakkningum án resept t.d. hægðalyf - verkjalyf ofl. -
allt í einu voru litlupakkningarnar ófáanlegar og eingöngu hægt að fá þessi lyf í stórum pakkningum upp á fleiri hundruð töflur og fyrir - kúnnana aðeins út á resept
Svo var bara sagt ófáanlegt hjá byrgjum .................?
Benedikta E, 16.8.2010 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.