Virkjanir og ferðamennska geta vel farið saman

Nú er ríkisstjórnin að áforma næsta leik sinn í baráttunni gegn atvinnuuppbyggingu í landinu og á nú að slá hagkvæmasta virkjunarkost landsins út af borðinu, Norðlingaölduveitu, með því að stækka friðland Þjórsárvera langt út fyrir öll eðlileg mörk. 

Alveg virðist vera sama hvað fyrirhugað er að gera í virkjanamálum, hvort sem er í vatnsafls- eða gufuvirkjunum, gegn öllu er barist af hálfu ríkisstjórnarinnar og sjálfskipaðra "verndunarsinna", nú síðast undir forystu Bjarkar Guðmundsdóttur, sem elskar land sitt svo mikið, að henni dettur ekki í hug að spilla því með búsetu sinni, enda býr hún, starfar og greiðir skatta erlendis, eins og útrásarvíkingum þykir líka svo fínt.

Ekki síst er hamrað á því, að virkjanir skemmi fyrir ferðamennsku á viðkomandi svæðum, en slík rök standast ekki skoðun, því virkjanir draga að sér ferðamenn, ekki síður en landslagið í kring um þær, enda mikill ferðamannastraumur að þeim virkjunum, sem þegar eru fyrir í landinu.

Þessi staðreynd er líka þekkt erlendis frá og nægir að nefna Igazu fossana á landamærum Argentínu, Brasilíu og Paragvæ því til staðfestingar, en fyrir neðan fossana er stærsta virkjun Suður-Ameríku, sem dregur að sér stóran hluta þeirra ferðamanna, sem koma á svæðið til að skoða fossana.

Það þarf að breyta þeim úrelta hugsunarhætti, að virkjanir og ferðamennska eigi ekki samleið, því það er svo sannarlega hugsun gamla tímans.  Réttara væri að huga að ferðamennskunni samhliða virkjununum. 

 


mbl.is Vilja breyta rammaáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Synd að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa aldrei geta látið virkjanir og arðsemi fara saman, enda allt í tómu tjóni í orkugeiranum.

Andrés Kristjánsson, 16.8.2010 kl. 09:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er ekki Landsvirkjun í sæmilegustu málum fjárhagslega?  Er álverið í Straumsvík ekki löngu búið að greiða upp Búrfellsvirkjun?

Það þarf að ræða þessi mál öll á málefnalegan hátt, en ekki með svona upphrópunum og glamuryrðum, sem ekkert er á bak við, nema pólitískt ofstæki.

Axel Jóhann Axelsson, 16.8.2010 kl. 09:31

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

 Ef að vinstri menn vilja taka þetta mál úr skotgröfunum, þá má minna þá á að OR hefur í rúm sjö ár af ellefu, verið undir stjórn vinstri manna.  Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun og skuldbindingar, vegna orkuafhendingar frá þeirri henni, voru ákveðnar á þeim dögum, er R-Listinn fór með meirihlutavald í OR.  Þau útboð og framkvæmdir, sem borgarstjórn fór í á svæðinu árin 2006-2010, voru til þess að uppfylla áðurgerða samninga.  Við stofnun OR var eigið fé fyrirtækisins rúmir 80 milljarðar, árið 2006, var það komið niður fyrir 40 milljarða.   Það skýrir að mestu það að hlutfall fjárfestingarkostnaðar  af eigin fé hefur farið hækkandi með árunum.  Framkvæmdir, sem ráðast þarf í vegna áðurgerðra samninga, kosta ekkert minna, þó eigið fé minnkar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.8.2010 kl. 09:54

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Trufla hvalveiðar hvalskoðun? Ég held ekki. Ekki sambærilegt við virkjanir eða hvað?

Sigurður I B Guðmundsson, 16.8.2010 kl. 12:51

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, þetta er alveg rétt, þessar atvinnugreinar geta farið mjög vel saman. 

Vertinn á Sægreifanum hefur einmitt sagt, að mikil aðsókn sé á staðinn af fólki, sem er að koma úr hvalaskoðun og kemur svo á Sægreifann á eftir til að fá sér hvalkjöt að borða og líkar vel.  Það sýnir að ekki eru allir sem fara í hvalaskoðun forpokaðir ofstækismenn á sviði hvalaverndar.

Axel Jóhann Axelsson, 16.8.2010 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband