Er Besti flokkurinn kominn á kaf í spillingu?

Fyrr á árinu urðu miklar umræður um prófkjörsstyrki til stjórnmálamanna og voru þeir taldir til mikillar spillingar og yllu hagsmunaárekstrum, þar sem viðkomandi stjórnmálamaður yrði fjárhagslega skuldbundinn þeim fyrirtækjum, sem styrkina veittu.  Þrátt fyrir að sannanir fyndust ekki um slíkt, voru nokkrir pólitíkusar neyddir til afsagnar vegna slíkra mála.

Nú hefur Jón Gnarr, borgarstjóri, þegið bifreiðastyrk frá bílaumboði í formi tugmilljóna króna lánsjeppa, sem merktur er viðkomandi fyrirtæki í bak og fyrir og hlýtur móttaka slíks styrks að orka tvímælis, vægast sagt og hefði verið um alvörustjórnmálamann að ræða, sem þægi slíkt, væri það umsvifalaust flokkað sem hreinar mútur.

Ekki eru þessi nýstárlegu styrkjamál bundin við borgarstjórann einan, því nú hefur Besti flokkurinn tekið upp á því að sníkja styrki af einkafyrirtækjum til reksturs borgarinnar og er fyrsta kunna dæmið um slíkt, styrkur Vodafone til borgarinnar vegna fjármögnunar flugeldasýningarinnar á Menningarnótt.  Að sjálfsögðu fær fyrirtækið sitt í staðinn í formi auglýsingar, en spurning vaknar hvort fleira hangi á þessari spýtu.

Þessi tvö atriði eru þó hreinn hégómi miðað við þá nýjung í borgarstjórn, að fjárhagsáætlun borgarinnar skuli vera unnin á leynifundum úti í bæ og hvorki nefndir eða fagráð borgarinnar hafðar með í ráðum og hvað þá að borgarfulltrúum minnihlutans skuli leyft að fylgjast með pukrinu.  Þetta eru algerlega óafsakanleg vinnubrögð og gefa ekki fagra mynd af því sem koma skal í stjórn borgarinnar.

Opin og gagnsæ stjórnsýsla, þar sem öll mál eru uppi á borðum og engu leynt, er krafa samtímans.  Besti flokkurinn hunsar slíkt algerlega og stefnir í að verða versti flokkurinn í borgarstjórn og taka þar með þann kyndil af Samfylkingunni.


mbl.is Engir fundir vegna fjárhagsáætlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hvað veist þú um það hvort fjárhagsáætlunin hafi eða sé unnin á leynifundum. Veist þú eitthvað hvort hún er í vinnslu yfirleitt? Hver segir að það þurfi einhverja slíka áætlun í farsa borgarstjórans? Kanski er verið að vinna þetta allt fyrir  opnum tjöldum í Karimommubæ eða Múmíndalnum. Allt þetta þras ykkar Hönnu Birnu er gamaldags. Fjárhagsáætlanir og svoleiðis föndur er úti.

Merktir bílar fyrir trúðinn eru inn - hvað með einhverja milljónatugi - draggarinn er í farsanum sínum. Stór hluti borgarbúa vildi þetta og Dagur reddaði restinni.

Svo hvað er að - meirihluti borgarbúa kaus þetta yfir okkur -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.8.2010 kl. 20:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er líklega alveg satt og rétt hjá þér, Ólafur.  Nýjir tímar eru upprunnir og vinnubrögð eftir því.

Meirihlutinn hefur líka alltaf rétt fyrir sér og kaus þetta yfir okkur hina og auðvitað á maður bara að vera þakklátur fyrir umhyggjusemina.

Annars er Jón Gnarr ágætis leikari og hefur skilað flestum fyrirframskrifuðum hlutverkum ágætlega.  Hann nær bara alls ekki að leika borgarstjóra, enda erfitt að skrifa allt handritið fyrirfram og án handrits getur hann ekki tjáð sig um eitt eða neitt.  Það þykir kjósendum hans reyndar merki um sérstaka snilligáfu og því skyldum við aumir efast.

Axel Jóhann Axelsson, 12.8.2010 kl. 20:33

3 identicon

Axel,grein þín segir allt sem segja þarf um þennan Jón kjána Gnarr,honum er fjarstýrt af Samfylkingunni.

Númi (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 22:19

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Eins og fólk væntanlega man, þá var Brimborg í deilu við fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta, vegna lóðar sem að Brimborg vildi skila.  Deilan leystist ekki og stefnir eða stefndi fyrir dómstóla.

 Skildi það vera tilviljun að Brimborg "lánar" bílinn?  

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.8.2010 kl. 00:09

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hefur flogið sú saga, fjöllunum hærra, að LANDRÁÐAFYLKINGIN hafi séð fram á afhroð í Reykjavík, í sveitastjórnarkosningunum í vor og því hafi verið gripið til þess að "aðstoða" við að koma Bezta flokknum í gagnið.  Það sem ýtir undir það að fólk trúi þessari samsæriskenningu er það hversu FLJÓTUR Bezti flokkurinn var að ganga til samstarfs við LANDRÁÐAFYLKINGUNA............

Jóhann Elíasson, 13.8.2010 kl. 08:24

6 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Reykvíkingar fengu það sem þeir kusu, handstýrða strengjabrúðu sem stjórnað er af einum af ógeðfelldari afkimum samspillingarinnar 

Kjartan Sigurgeirsson, 13.8.2010 kl. 09:51

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er afar athyglisvert, að enginn skuli treysta sér til að verja þessar gerðir samstarfstrúðanna í borgarstjórn. 

Líklega eru engir stuðningsmenn eftir, enda verður því varla trúað að nokkrum þyki þetta eðlileg vinnubrögð eða góð stjórnsýsla.

Axel Jóhann Axelsson, 13.8.2010 kl. 13:33

8 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Sem fyrr hittir þú naglann á höfuðið, Axel, það virðist skipta máli hvort það er Jón Gnarr eða Séra Jón sem þiggja styrki frá fyrirtækjum, ótrúlegur tvískinningur í gangi hérna!

Magnús V. Skúlason, 13.8.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband