Gylfi og ráðuneytið í vondum málum

Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um lögfræðiálit frá Lex, lögmannsstofu, sem unnið var fyrir Seðlabankann í tengslum við fyrirhuguð útlán bankans til fjárfesta, en þau átti að lána í íslenskum krónum, en endurgreiðast með erlendum gjaldeyri.  Lex komst að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ekki heimilt og því varð ekkert af þessum fyrirhuguðu útlánum.

Lögfræðingur í Viðskiptaráðuneytinu fékk álitið sent frá Seðlabankanum og studdist við það, þegar samið var álit um erlend lán og gengistryggð lán fyrir Gylfa, viðskiptaráðherra, sem hann svo studdist við til að svara fyrirspurnum á Alþingi.  Álit lögfræðings Viðskiptaráðuneytisins hefur ekki verið birt opinberlega, svo vitað sé, en í ljósi svara ráðherrans á Alþingi er bráðnauðsynlegt, að álitið verði opinberað í heild sinni.

Gylfi harðneitar að hafa vitað um lögfræðiálit Seðlabankans, þótt upplýst sé að lögfræðingurinn hafi sent það umsvifalaust til ráðuneytisstjórans, sem algerlega hefur brugðist starfsskyldum sínum, hafi hann ekki kynnt það fyrir ráðherranum.  Hafi það verið gert, hefur Gylfi viljandi sagt ósatt á Alþingi og síðan margítrekað ósannindin í fjölmiðlum undanfarið.

Þó hvorki ráðherrann, seðlabankinn eða þingmenn hefðu getað skorið endanlega úr um lögmæti gegnislánanna, er það eftir sem áður stóralvarlegur hlutur, ef ráðherra verður uppvís að ósannindum fyrir þingi og þjóð og úr því sem komið er, verður að kalla alla þá aðila, sem að málinu koma, fyrir þingnefnd og upplýsa hvað hver vissi og sagði á hverjum tíma.

Trúverðugleiki Gylfa er í húfi, en hann hefur ekki sýnt sig valda embætti sínu, svo vel hafi verið, en bætist ósannsögli þar ofaná, verður þessi bráðabirgðaráðherra að snúa til annarra starfa strax.


mbl.is Upplýsti yfirmenn sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Axel, eins og þú hefur oftar bent á, hér á bloggi þínu, þá hefur Gylfi sagt að, þegar lánasöfnin voru færð úr gömlu bönkinum yfir í þá nýju, þá var gert ráð fyrir því að gengistryggingin, væri ólögmæt.  Hvernig má það vera, að hvorki Gylfi né annar ráðherra ríkisstjórnarinnar, hafi samið þannig við kröfuhafa bankana, án þess að hafa lögfræðiálit, til hliðsjónar?

Hvernig má það vera að kröfuhafarnir hafi samþykkt slíkan díl, án þess að ekki lægi fyrir lögfræðiálit?

 Það vissu allir þeir sem komu að samningaviðræðum við kröfuhafa bankana af þessu áliti.   Ríkisstjórnin hlýtur að hafa lagt blessun sína  yfir þessa samninga við kröfuhafana.  

 Það hlýtur því að vera nokkuð ljóst, hafi ríkisstjórnin, samþykkt samningana við kröfuhafana, að samningarnir hafi verið kynntir og ræddir í ríkisstjórn.  Nema auðvitað að þetta hafi þótt það "farsælir" samningar að óþarfi væri að kynna sér þá, áður en þeir voru samþykktir.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.8.2010 kl. 11:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gylfi hefur ekki bara orðið tvísaga í þessum málum öllum, heldur svo margsaga að ekki er orðin nokkur leið að henda reiður á öllum útgáfum hans af því hvað hann vissi, eða hvað aðrir vissu og frásagnirnar um það, um hvað var samið við yfirfærslu lánanna úr gömlu bönkunum í þá nýju eru líka orðnar margar, en enginn fjölmiðill hefur reynt að kryfja ummæli hans um hvernig "gengislánin" hafi verið meðhöndluð, þrátt fyrir skýra yfirlýsingu hans þar um þann 24/06 s.l.

Þetta mál er allt orðið svo "geggjað", að nauðsynlegt er að setja sérstaka rannsóknarnefnd á fót, til að komast til botns í þessu, ef ekki ætti bara að vísa því til Sérstaks saksóknara, eins og öðrum málum sem tengjast bankahruninu.

Axel Jóhann Axelsson, 12.8.2010 kl. 11:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Álit lögfræðings Viðskiptaráðuneytisins hefur ekki verið birt opinberlega, svo vitað sé, en í ljósi svara ráðherrans á Alþingi er bráðnauðsynlegt, að álitið verði opinberað í heild sinni.

Meinarðu þetta hér? : minnisblað frá 9. júní 2009 um lánveitingar í erlendri mynt (efnah. og viðsk. ráðun. 10.8.2010)

Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2010 kl. 14:57

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, þakka þér fyrir að benda á hvar hægt er að lesa skjalið.  Mér sýnist að greinilegt sé, að Gylfi hefur ekki lesið skjalið eða ekki skilið það, áður en hann svaraði fyrirspurnum á Alþingi, en hvor sem skýringin er, þá sagði hann ekki satt um niðurstöðu lögfræðingsins.

Í greinargerðinni stendur m.a:  "Það getur verið álitaefni hvort um ræði lánveitingu í erlendum gjaldmiðli eða lánveitingu í íslenskum krónum. Lánssamningar eru mismunandi og túlkun þeirra skiptir máli.2 Úr slíku álitaefni verður að skera á grundvelli þeirra samningsskilmála sem við eiga hverju sinni, með hliðsjón af atvikum við samningsgerð, stöðu samningsaðila o.s.frv. Heildarmat verður að fara fram á efni samnings, þ.m.t. samningskjörum, enda kunna atvik eða skilmálar að renna stoðum undir að lán sé í þeirri mynt sem tilgreind er eða jafnvel benda til þess að lán sé í raun í annarri mynt þrátt fyrir tiltekið orðalag. Ákvæði lánssamnings í íslenskum krónum (eða lánssamnings sem túlka má þannig að sé í raun og veru í íslenskum krónum) um verðtryggingu í erlendum gjaldmiðli („gengistryggingu") kann að koma til álita að ógilda fyrir dómstólum á þeim grundvelli að sérstaka heimild hefði þurft til að semja um tengingu við gengi erlendrar myntar."

Niðurstaða lögfræðingsins er svo þessi:  

4. Niðurstaða

4.1. Heimild til lánveitinga í erlendri mynt, tengdum gengi erlendra gjaldmiðla

Hvorki lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 né lög um neytendalán nr. 121/1994 banna lánveitingar í erlendri mynt, tengdar gengi erlendra gjaldmiðla. Ekki fæst séð að önnur löggjöf komi til álita í þessu samhengi og er það því niðurstaða undirritaðrar að lánveitingar í erlendum gjaldmiðlum, tengdar gengi erlendra gjaldmiðla, séu ekki ólögmætar.

Lög nr. 38/2001 taka af skarið um það að verðtrygging á lánum í íslenskum krónum er aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar er vísitala neysluverðs. SRP Page 6

Hins vegar kann það að vera álitaefni hvort lánssamningur er raunverulega í íslenskum krónum eða í erlendum gjaldmiðli. Niðurstaða veltur á atvikum hverju sinni, efni samnings og atvikum við samningsgerð og eiga dómstólar lokaorðið um hana.

4.2. Ógilding staðlaðra samningsákvæða um mynt lánsfjár og tengingu við erlent gengi

Um ógildingu staðlaðra samningsskilmála gilda ákvæði 36. gr. a.-d. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Samkvæmt þeim skulu stöðluð samningsákvæði m.a. vera á skýru og skiljanlegu máli og allan vafa varðandi túlkun slíkra samningsákvæða skal skýra neytanda í hag.

Tekið er sérstaklega fram í 2. mgr. 36. gr. c. að ef skilmála sem telst ósanngjarn er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skuli samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans. Ef dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að ógilda beri ákvæði lánssamnings í íslenskum krónum (eða lánssamnings sem túlka má þannig að sé í raun og veru í íslenskum krónum) er ljóst að samningurinn verður efndur án þess (lægri afborganir en ella) – og væntanlega myndu a.m.k. margir neytendur gera kröfu til þess (í stað uppgreiðslu). Af hefðbundnum kröfuréttarreglum leiðir að sannanleg skuld lántaka við lánveitanda hverfur ekki, hins vegar kunna samningskjör endurgreiðslu að koma til endurskoðunar.

Ef á reyndi myndi dómstóll væntanlega kveða á um það við hvað sanngjarnt væri að miða í staðinn fyrir ógilda gengistryggingu láns í íslenskum krónum (t.d. verðtryggingu, þ.e. þróun vísitölu neysluverðs á lánstímanum). Fordæmisgildi slíkrar dómsniðurstöðu takmarkast við sambærilega staðlaða lánssamningsskilmála (og atvik við samningsgerð)."

Þó aðallega sé í álitinu fjallað um "erlend lán með tengingu við erlenda mynt", sem eru lögleg, þá eru miklar efasemdir settar fram um "gengistryggðu lánin", þó sagt sé að um gildi þeirra verði dómstólar að úrskurða.  Með þetta álit í vasanum er furðulegt að ráðherrann skyldi koma sér hjá því, að svara spurningum um "gengislán" og segist alltaf hafa verið að tala um "erlend lán", sem eru allt annar hlutur.

Axel Jóhann Axelsson, 12.8.2010 kl. 15:50

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því má bæta við, að þetta sannar enn og aftur, að ráðuneytið vissi um líklegt ólögmæti "gengislánanna" við samningsgerðina um flutning þeirra frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju, enda sagði Gylfi þann 24/06 s.l. að reiknað hefði verið með þeim eins og hverjum öðrum lánum í íslenskum krónum með Seðlabankavöxtum, sem giltu fyrir óverðtryggð lán.

Gylfi er orðinn svo margsaga í málinu, að hann á sér ekki viðreisnar von, en einhver fjölmiðill þyrfti að fara almennilega ofan í saumana á því sem hann hefur sagt, ekki síst ummælin frá 24/06.

Axel Jóhann Axelsson, 12.8.2010 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband