9.8.2010 | 13:23
Aðildarbeiðnina að ESB ber að draga til baka STRAX
Framkvæmdastjórn ESB hefur margoft sýnt sitt rétta andlit, þ.e. andlit kúgarans og yfirgangsseggsins, gagnvart Íslendingum og nægir þar að nefna Icesave, innflutningsbann á makríl frá Íslandi og nú síðast hótun um útilokun íslenskra fiskiskipa frá veiðum innan lögsögu ESB, en bandalagið og Íslendingar hafa skipst á fiskveiðiréttindum um háa herrans tíð.
Íslendingar eiga að draga úr öllum samskiptum við ESB, eins og mögulegt er, því ekki er hægt að stunda viðskipti eða önnur samskipti við aðila, sem sífellt sveifla þrælasvipunni að viðsemjendum sínum og hafa ekki bara í hótunum við þá, heldur skirrast ekki við að beita ofbeldi og kúgunum gegn smáríkjum.
Íslenskir skattgreiðendur, sem undanfarið hafa verið sérstaklega áhugavert herfang fyrir ESB og ríki innan sambandsins, hljóta nú að rísa upp, allir sem einn og krefjast þess að beiðnin um aðild að þessu ofbeldissambandi verði dregin til baka, ekki á næstu vikum heldur núna STRAX.
Ríkisstjórninni ber að grípa til þeirrar aðgerðar án nokkurra tafa og taka síðan öll samskipti við stórríkið væntanlega til gagngerrar endurskoðunar.
ESB hótar aðgerðum vegna makríls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er ég þér hjartanlega sammála Axel, ESB er að sína sitt rétta andlit hér og því löngu komin tími til að þessi umsókn sé dregin til baka því hún er ekki runnin undan rifjum almennings og ekki að hans vilja. Nú þarf VG að sína tennurnar í þessari ríkisstjórn og stöðva þessa óheilla för sem þeir álpuðust út í til að þóknast SF.
Rafn Gíslason, 9.8.2010 kl. 13:56
Komandi haustþing, mun skera úr um, hvort órólega deildin í Vg sé skipuð fólki sem þykir vænt um hugsjónir sínar og sé tilbúið að fylgja þeim eftir, eða hvort að þessi órólega deild, sé eins og hver annar "saumaklúbbur", sem tuðar einn og sér út í horni, án þess að gera nokkurn skapaðan hlut.
Kristinn Karl Brynjarsson, 9.8.2010 kl. 14:13
Ríkisstjórninni og forseta þingsins mun örugglega takast að tefja og þvæla tillögunni um að draga aðildarbeiðnina til baka, fram eftir öllum vetri og jafnvel koma því svo fyrir, að hún dagi endanlega uppi.
Axel Jóhann Axelsson, 9.8.2010 kl. 14:22
Sama gamla Íslenska hugsunin 'á meðan við fáum allt og hinir ekkert þá er allt í lagi', ekkert hefur breyst! Auðvita eigum við að draga til baka umsóknina í ESB en ekki á þessum forsendum heldur á þeirri forsendu að við erum óhæf í hverskonar samstarf við aðrar þjóðir nema að við fáum allt og gefum ekkert. Við eigum það skilið að vera einangruð þjóð norður í rassgati með klósetpappir sem gjaldmiðil og alla á móti okkur.
Geir (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 14:34
Eins og málin standa í dag, þá er ESBumsóknin, ekki eina stóra málið, sem óumflýjanlegt verður að ræða um og taka ákvarðanir um á komandi haustþingi.
Magmamálið og önnur auðlindamál, viðbrögð við væntanlegum dómi Hæstaréttar, vegna gengistryggðra lána, auk þess sem að Icesavemálið mun eflaust rata enn eina ferðina inn í þingsali.
Í öllum þessum málum er órólega deildin á öndverðum meiði við ríkisstjórnina.
Atkvæði frá órólegu deildinni, gegn stefnu ríkisstjórnarinnar, jafngildir vantrausti á ríkisstjórn. Atkvæði með ríkisstjórninni, jafngildir því hins vegar að órólega deildin axli ábyrgðina með ríkisstjórninni í þessum málum og setjist á bekk með þingmönnum Samfylkingar og þeirra þingmanna Vg, sem styðja ríkisstjórnina í gegnum þykkt og þunnt, hvað sem á gengur.
Kristinn Karl Brynjarsson, 9.8.2010 kl. 14:39
Geir, finnst þér Íslendingar vera núna mjög einangruð og afskipt þjóð, sem býr norður í rassgati og býr við meiri örbirgð en aðrar þjóðir í heiminum?
Kristinn Karl, það er auðvitað rétt, að þetta nýjasta frekjukast ESB er smámál hjá hinum málunum, sem þú nefndir, og koma fyrir þingið í haust, t.d. Icesave, en sagt er að viðræður um það mál eigi að hefjast að nýju í september. Órólega deildin í VG mun þurfa að standa fyrir málum sínum á haustþinginu og fróðlegt verður að sjá hvort þetta sé allt saman bara í nösunum á þeim, eins og Magma.
Axel Jóhann Axelsson, 9.8.2010 kl. 15:02
Axel VG setti ESB aðildina í málefna þing nú í haust og hafa margir innan VG litið svo á að forustan hafi einungis keipt sér gálgafrest þar en ég tek undir með Kristni að nú reynir á órólegu deildina og ekki síst á grasrót flokksins, því ég tel að enn ein frestunin á að takast á við ESB málið sem er vægast sagt mjög umdeilt innan raða VG hvernig forustan hefur haldið á því máli muni einungis dýpka andstöðuna við þessa ríkistjórn og gera VG að óstarfhæfum flokki. Hótanir um klofning ef ekki er hlustað á kröfu grasrótarinnar er staðreynd sem ekki verður horft framhjá og þá einungis spurning um hvenær flokkurinn klofnar endanlega en ekki hvort.
Rafn Gíslason, 9.8.2010 kl. 17:21
Og hvert á að selja fiskinn ef ekki til Evrópu? Þaðan koma útflutningstekjur landsins...
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 17:54
Evrópubúar eru ekki að kaupa fisinn af greiðasemi við Íslendinga. Þeir kaupa hann af því að þeir þurfa á honum að halda og svo mun verða áfram.
Axel Jóhann Axelsson, 9.8.2010 kl. 18:41
Allt að því 80% af þeim fiski sem fer um fiskimarkaðinn í Hull. Nóg hefur enskur fiskiðnaður þurft að þola við inngöngu í ESB. Enginn íslenskur fiskur, myndi eflaust ganga frá því í þeim iðnaði sem að ESB-aðildin hefur ekki gengið frá.
Kristinn Karl Brynjarsson, 9.8.2010 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.