9.8.2010 | 10:19
Brýnt að útrýma kjarnorkuvopnum
Um þessar mundir er þess minnst að 65 ár eru liðin síðan kjarnorkusprengjum var beitt í seinni heimstyrjöldinni, þegar slíkum sprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki, með þeim afleiðingum að yfir tvöhundruðþúsund manns fórst og milljónir hafa glímt við afleiðingar sprenginganna fram á þennan dag.
Sem betur fer hefur slíkum sprengjum ekki verið beitt í stríðsátökum síðan þetta gerðist, en æ fleiri ríki hafa þó verið að koma sér upp slíkum ógnarvopnum í nafni varnarviðbúnaðar, en því fleiri ríki sem koma sér upp kjarnavopnum, því meiri hætta er á að þau verði notuð, eða komist í hendur hryðjuverkamanna, sem tilbúnir eru til þess að drepa sjálfa sig og aðra í nafni "málstaðarins".
Það ætti að vera algert forgangsverkefni í viðræðum þjóða á milli, hvernig útrýma megi þessum vopnum algerlega og samningar gerðir um að enginn kæmi sér upp þvílíkum búnaði, né öðrum sem valdið getur viðlíka hörmungum.
Eins og ástandið er í heiminum, er líklega óraunhæft að reikna með að um algera afvopnun þjóða verði að ræða á næstunni, en auðvitað væri það óskaniðurstaða allra.
Minnast fórnarlamba árása á Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður verður það seint að þessum vopnum verði útrýmt, nafni. Ég hygg að margar þjóðir eigi erfitt með að kyngja því, sér í lagi þær sem telja sig hafa meiri rétt til þessara vopna en aðrar þjóðir.
Mér brá þegar ég las það um daginn að Bandaríkjamenn eru í fyrsta sinn núna að senda opinberan fulltrúa til að vera við árlega minningarathöfn þessara hræðilegu atburða í Nagasaki og Hiroshima. Mér er spurn hvaða smásálarhugsun hafi hindrað þá í að gera það fyrr og hvaða skilaboð þeir hafi verið að senda með fjarveru sinni?
Það er mín skoðun að notkun kjarnorkuvopnanna 1945 og sá hryllingur sem þeim fylgdi hafi beinlínis komið í veg fyrir að til þeirra hafi verið gripið síðar í ýmsum krísum, þegar fleiri þjóðir höfðu eignast sprengjurnar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.8.2010 kl. 11:15
Já, nafni, því miður eru ekki líkur til að þessum hræðilegu vopnum verði útrýmt á næstunni og lítið þokast í að gera veröldina friðvænlega.
Að það skuli taka 65 ár fyrir Bandaríkjamenn að taka þátt í minningarathöfn þá sem létu lífið og hafa þurft að þjást vegna þessara sprengja, sýnir líklega að þeir hafi talið það einhverskonar merki um iðrun, eða eftirsjá, vegna notkunar sprengjanna. Slíkan "veikleika" má stórveldi auðvitað ekki sýna út á við.
Eins er ég algveg sammála því, að þessi atburður 1945 hefur haft þann fælingarmátt að þessi hryllilegu vopn hafa ekki verið notuð í hernaði síðan, en einhvern veginn finnst manni hættan hafi aukist í seinni tíð, eftir því sem fleiri ríki koma sér um þessum sprengjum og ekki síst eftir fall Sovétríkjanna hafi umgengni um þetta dót hafi versnað og aukið hættu á að hryðjuverkamenn komist yfir kjarnakleif efni og sumir þeirra eru svo ofstækisfullir, að þeim væri trúandi til að nota þau, jafnvel í sjálfsmorðárásum.
Axel Jóhann Axelsson, 9.8.2010 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.