Íslendingar eiga að standa með Íslandi

Það hefur verið alveg makalaust að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar reyna að réttlæta það fyrir þjóðinni, að þeir skuli ætla að selja hana í skattalega ánauð Breta og Hollendinga til næstu áratuga, vegna skuldar einkabanka við viðskiptavini sína í löndum kúgaranna.  Jafnvel þó skýrt komi fram í tilskipun ESB um innistæðutryggingar, að ekki skuli og ekki megi vera ríkisábyrgð á bankainnistæðum og það hafi verið staðfest af höfundum tilskipananna og nú síðast af fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB, þá er haldið áfram af hálfu ríkisstjórnarinnar með undirlægjuháttinn gagnvart fjárkúgurunum.

Enn aumara hefur verið að fylgjast með þeim stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar sem mikinn hafa farið í fjölmiðlum og ekki síður á blogginu, sem leynt og ljóst hafa barist gegn íslenskum hagsmunum í málinu og vilja ólmir ganga að fjárkúgunarkröfum Breta og Hollendinga, að því er virðist helst í þeim tilgangi að styggja ekki húsbændurna hjá ESB, sem fram til þessa hafa staðið dyggilega við bakið á kúgurunum, ásamt AGS.  Virðist þessi undirlægjuháttur helst stjórnast af vilja þessa fólks til að selja fullveldi Íslands í hendur yfirþjóðlegs valds, en sé það raunin, er málsstaðurinn þeim mun fyrirlitlegri.

Um þessi mál hefur oft verið bloggað á þessa síðu og má t.d. sjá frekari rökstuðning hérna

Það getur varla verið til of mikils mælst, að ætlast til þess að Íslendingar standi með Íslandi og þá auðvitað ekki síst íslensk stjórnvöld.


mbl.is Segja stjórnvöld eiga að standa með Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband