Í siđmenntuđum löndum er ţađ regla, ađ láta ekki undan kröfum fjárkúgara og handrukkara, ţví međ undanlátssemi viđ slíka kúgara ganga ţeir oftast á lagiđ og setja fram nýjar og nýjar kröfur, sem sífellt erfiđara verđur ađ uppfylla.
Gegn ţessari meginreglu gekk íslenska ríkisstjórnin strax, ţegar fyrstu fjárkúgunarkröfur Breta og Hollendinga litu dagsins ljós vegna Icessaveskuldar Landsbankans, enda gengu kúgararnir svo harkalega fram gegn íslenskum skattgreiđendum, ađ ţeir gerđu nánast uppreisn gegn sinni eigin ríkisstjórn og ţó ađallega gegn kúgurunum, sem ćtluđu ađ hneppa ţjóđina í áratuga skattaţrćldóm í sína ţágu.
Öllum samningaviđrćđum viđ fjárkúgarana var haldiđ vandlega leyndum, eins og venja er um viđrćđur viđ ofbeldisseggi, en í júnímánuđi 2009 skellti Steingrímur J. undirrituđum ógnarsamningi fyrir Alţingi og ćtlađist til ađ ţingiđ samţykkti afarkosti Breta og Hollendinga í málinu og ţađ án ţess ađ fá ađ sjá samninginn, eđa kynna sér innihald hans.
Samkvćmt uppgjafarsamningnum skyldu öll mál, sem rísa kynnu í framhaldinu vegna kúgunarinnar verđa rekin fyrir breskum dómstólum, enda vissu kúgararnir ađ engin lög á Íslandi myndu styđja kröfugerđ ţeirra og ţar ađ auki hélt ríkisstjórnin og handbendi hennar ţví fram, ađ máliđ vćri ţannig vaxiđ, ađ ekki vćri til sá dómstóll í veröldinni, sem gćti fjallađ um ţađ.
Á ţessu bloggi var ţessum málatilbúnađi strax mótmćlt ţann 22/06 2009 og ţá kom líklega í fyrsta skipti fram opinberlega ábending um ađ samkvćmt tilskipunum ESB vćri alls engin ríkisábyrgđ á Tryggingasjóđum innistćđueigenda og fjárfesta og ţví kćmi máliđ íslenskum skattgreiđendum ekkert viđ og strax bent á ađ vćri uppi ágreiningur um máliđ, bćri ađ vísa ţví til íslenskra dómstóla, eins og sjá má hérna í bloggi frá 23/06 2009, en ţá voru örfáir dagar liđnir frá uppgjöf Steingríms J. og félaga fyrir fjárkúgurunum.
Loksins núna, meira en ári síđar viđurkenna talsmenn ESB, ađ Icesavemáliđ sé í eđli sínu skađabótamál og slík mál á ađ sjálfsögđu ađ reka fyrir dómstólum í heimaríkinu. Sú viđurkenning af hálfu ESB er algert kjaftshögg fyrir Breta, Hollendinga, íslensku ríkisstjórnina og ţeirra handbenda hennar, sem tilbúnir voru til uppgjafar međ henni gegn ófyrirleitnum hótunum og kröfum ofbeldisseggjanna.
Bragđ er ađ ţá barniđ finnur og betra er seint en aldrei.
Icesave er skađabótamál | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Ja, miđađ viđ ţessa frétt og ekki er hún ítarleg - ţá er nákvćmlega ekkert nýtt ţessu! Allar götur veriđ vitađ ađ ríkiđ er skađabótaábyrgt í ţessu tilfelli og B&H hafa allar götur lagt ţađ ţannig upp. From the beginning.
Máliđ er, ađ ţađ hefur lítiđ, eđa bara ekkert, uppá sig, ađ vera snúa útúr og orđhenglast kringum kjarna máls. Í rauninni íslendingum sumum til stórskammar ađ orđhenglahátturinn skuli hafa gengiđ svo langt.
Bjarni formađur ykkar lýsti ţví yfir á ţingi á sínum tíma ađ fráleitt vćri ađ fara međ slíkt mál fyrir dómsstóla og tók sérstaklega fram ađ ţ.ađ gilti um dómsstóla inanlands líka! Svo ljótt taldi hann máliđ augljóslega. Ţađ sagđi hann eftir ađ Sjallar voru búnir ađ leggja grunn ađ samningi í ađalatriđum og í framhaldi voru ţeir búnir ađ semja um greiđslufyrirkomulag í ađalatriđum sem kunnugt er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2010 kl. 11:07
Ţú ert ađ halda fram sömu vitleysunni og ţú hefur gert frá upphafi ţessa máls og ekkert nýtt í ţví. Ég hef hins vegar haldiđ fram málstađ Íslendinga allan tímann og eins og kom fram í upphaflegu fćrslunni, var ég líklega sá fyrsti sem benti á ţađ opinberlega ađ tilskipun ESB gerđi ekki ráđ fyrir ríkisábyrgđ og bannađi hana reyndar, en ţú og fleiri taglhnýtingar ríkisstjórnarinnar veriđ óţreytandi í Bretavinnunni frá fyrsta degi.
Alveg er mér sama hvađ Bjarni formađur sagđi eđa segir um ţetta mál, hann hefur ekki mótađ mína skođun á ţví, ţađ hef ég gert sjálfur međ ţví ađ kynna mér tilskipunina sjálfa og ýmislegt henni tengt og séu menn sćmilega lćsir sjá ţeir ţetta sjálfir međ ţví ađ lesa tilskipunina eina og sér.
Meira ađ segja talsmenn ESB eru farnir ađ viđurkenna ţetta, en snúa ţá málinu á ţann veg ađ ţetta snúist um skađabćtur frá íslenskum skattgreiđendum vegna ţess ađ tilskipunin hafi ekki veriđ innleidd á réttan hátt á sínum tíma, sem stenst enga skođun, enda gerđu hvorki ESB eđa ESA athugasemdir viđ innleiđinguna á sínum tíma.
Vonandi fer ţetta mál í ţann farveg, ađ íslenskir dómstólar skeri úr um fjárkúgunarkröfuna og vinni Íslendingar máliđ, mun mér líđa vel, en vinni kúgararnir ţađ, ţá munt ţú kćtast ćrlega í sálinni.
Axel Jóhann Axelsson, 5.8.2010 kl. 11:45
Ţađ er ekki annađ hćgt en ađ taka undir međ ţér nafni ađ ţađ er sérkennilegt hvernig Ómar og hanns líkir virđast kćtast yfir ţví ađ stćrri ríkjum og öđrum handrukkurum gangi e-đ međ ađ rukka inn upplognar skuldir.
Axel Óli Ćgisson (IP-tala skráđ) 6.8.2010 kl. 00:08
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.