4.8.2010 | 08:53
Áhangendur vörðu ranghermið
Oft gerist það, að fréttamenn hafa ýmislegt rangt eftir viðmælendum sínum, jafnvel svo ranglega, að meining viðmælandans og hugmyndir koma algerlega öfugsnúnir frá fjölmiðli viðkomandi fréttamanns. Fyrsta frétt vekur jafnan miklu meiri athygli en þær leiðréttingar, sem fórnarlömb ranghermisins reyna að koma á framfæri og því lifa vitleysurnar oftast sem sannleikur um langa hríð og jafnvel týnast leiðréttingarnar algerlega vegna fjaðrafoks, sem ranghermið hefur orsakað.
Þegar rangt er haft eftir vinsælum listamönnum leggjast aðdáendur þeirra oft í vörn fyrir átrúnaðargoð sitt og reyna að verja þær skoðanir sem eftir þeim eru hafðar í fjölmiðlum, jafnvel þó skoðun listamannsins sé algerlega öndverð við það, sem hann var sagður hafa látið frá sér fara.
Svo fór í gær, að ýmsir lögðust í vörn fyrir Björk Guðmundsdóttur vegna ummæla sem eftir henni voru höfð um að Magma væri í nánu samstarfi við AGS og hirti á spottprís hverja auðlindina á eftir annarri í þeim löndum sem AGS hefði afskipti af og eins að Magma sæktist eftir að kaupa upp allar orkuauðlindir Íslands. Björk hefur nú sent frá sér leiðréttingu vegna þessa og segir fréttamanninn algerlega hafa misskilið hvað hún sagði og gjörsamlega brenglað svör hennar við fyrirspurnum um Magma og starfsemi þess fyrirtækis.
Væntanlega þurfa þeir aðdáendur stjörnunnar, sem vörðu ranghermið í bloggfærslum gærdagsins, að draga allt í land afutur í dag.
Ranglega haft eftir Björk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Axel, ég sá þessa frétt í gær þar sem var sýnt frá þessu viðtali við hana og hún Björk fer með rétt mál. Mér finnst þessi hjálp frá henni vera mikið innlegg fyrir okkur hin sem viljum ekki að Auðlindir okkar fari í hendur á þessum mönnum. Mikið og gott innlegg frá henni.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.8.2010 kl. 09:06
Við Íslendingar erum gæfusamir að hafa rödd eins og Bjarkar. Hún hefur hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og á þakkir fyrir.
smg, 4.8.2010 kl. 09:10
tek undir með síðasta mælanda hér
Jón Snæbjörnsson, 4.8.2010 kl. 09:11
Varla er það nú gott, sem henni er eignað, ef hún hefur alls ekki látið viðkomandi skoðun í ljós sjálf, heldur sé hún tilbúningur eða ranghermi fjölmiðlamanna.
Axel Jóhann Axelsson, 4.8.2010 kl. 09:21
Það var kannski haft rangt eftir Björk en þegar saga Magma og AGS er skoðuð þá eru ansi margar "tilviljanir" (tengingar) hjá þessum tvemur stofnunum. Auðvitað væri aldrei hægt að sanna tengsl þarna á milli og Björk veit það. Hinsvegar vita það allir að flugur sækja í skít. AGS skítur og Magma kemur í kjölfarið.
En það er bara fyrir þá sem hafa skoðað söguna út fyrir okkar litla land að skilja.
Már (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 10:09
Er það ekki undarleg tilviljun að tugir fréttamanna skyldu allir heyra Björku segja það sama, en núna segir kjáninn þá ljúga ?
Í gær var hún og stuðningsmenn hennar ánægðir með eftirfarandi beinar tilvitnanir, sem birtust um allan heim. Getur verið að spunameistarar VG hafi komið að málinu ? Er þetta tussumál númer tvö, en stráklingar Steingríms stóðu fyrir því fyrsta ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.8.2010 kl. 10:26
Það eru ekki stórvægilegar leiðréttingar sem Björk gerir við fréttina, nema helst hvað varðar "fimm staði" í stað "fimm orkufyrirtækja," sem greinilega var villa fréttamanns en ekki Bjarkar.
En sem mikill stuðningsmaður sjálfstæðis og framgöngu lands og þjóðar þá vil ég þakka Björk og þeim öðrum, jafnvel Vinstri Grænum, fyrir að berjast gegn Magmasölunni. Þetta eru hræðileg viðskipti á alla kanta, sérstaklega varðandi lengd samningsins, verð og fjármögnun og eru Íslendingum til lítillægingar ef af verða.
Blóðið ætti að renna sérhverjum Sjálfstæðismanni til skyldunnar að berjast með kjafti og klóm gegn þessum þjóðsvikasamningi. Pétur Blöndal þarf að biðja þjóðina afsökunar að hafa barist fyrir 90 ára samningstíma, sem leiddi til 65 ára málamiðlunar. Orkubloggarinn Ketill hefur bent á að Norðmenn leigja orkulindir sínar til 15 ára í senn. Þar fara sjálfstæðismenn til eftirbreytni.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 19:38
Kristján, er ekki eðlilegt að eigandi þess sem leigt er ráði leigutímanum ? Vinstri-Grænir eru að tala um að þjóðnýta HS Orku, ekki að koma henni aftur í eigu Suðurnesjamanna. Auk þess að róta upp pólitísku moldviðri, eru VG samkvæmir sinni kommúnistisku stefnu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.8.2010 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.