Það þarf að kyngreina hagrænu áfrifin

Allir í heiminum vita, að hagrænar greinar hafa mikil áhrif á efnahagslífið, en hinsvegar er verra að ekki nokkur maður veit hvaða, né hve mikil, áhrif skapandi greinarnar hafa og því hefur nú verið ráðist í það stórvirki, að "greina og meta hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi á heildstæðan hátt".  Sem betur fer, verður rannsóknin heildstæð, en ekki neitt hálfkák, eins og aðrar rannsóknir hljóta að vera, samkvæmt þessu.

Katrín Jakobsdóttir, ráðherra mennta-og menningarmála, sagði af þessu merka tilefni, vart mælandi af hrifningu: „Sú þekking sem þetta verkefni elur af sér verður ómetanleg þegar kemur að því að taka mikilvægar og stefnumarkandi ákvarðanir um hvernig staðið verður að endurmótun og uppbyggingu íslensks samfélags, m.a. varðandi áherslur í atvinnuuppbyggingu.“ 

Það eru engir venjulegir Jónar, sem þessa rannsókn munu framkvæma, en hún verður undir stjórn Colin Mercer, sem er brautryðjandi í rannsóknum og skrifum á kortlagningu hagrænna áhrifa skapandi greina, og honum til liðssinnis verður Tómas Young, sem nýlega lauk MS ritgerð sinni í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og Margrét Sigrún Sigurðardóttir lektor við Háskóla Íslands veitir faglega ráðgjöf.

Þegar allar forsendur fyrir frekari atvinnuuppbyggingu í landinu liggja ljósar fyrir, hlýtur ríkisstjórnin að ráða kynjafræðing, til að kyngreina rannsóknina og niðurstöður hennar, því annars mun þjóðin aldrei komast að hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi, skipt eftir kyni, aldri og búsetu.

Verði þetta ekki kyngreint, veður niðurstaðan aldrei heildræn.


mbl.is Hagræn áhrif skapandi greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég greini nú einhverja hæðni í þessu hjá þér.

Sérðu eitthvað að því að greina hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi, það hefur verið gert með flesta alla aðra geira, afhverju ekki skapandi greina. Hagkerfi S-kóreu og Californíu byggjast til að mynda að stórum hluta á skapandi greinum. Skapandi greinar eru líka mikilvægar stoðgreinar fyrir ferðaþjónustu sem er að verða ein mikilvægasta atvinnugreinin á Íslandi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 18:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjöggi, það er gott og blessað að greina hagræn áhrif skapandi greina, en það er engin forsenda til þess að hægt sé að taka ákvarðanir varðandi atvinnuuppbyggingu á næstu árum.

Það eru fimmtánþúsund manns á atvinnuleysisskrá og tíu þúsund hafa flutt úr landi eftir hrun.  Þetta er menntafólk, iðnlært fólk, ófaglært fólk og fólk úr verslunar- og þjónustugreinum.   Svokallaðar skapandi greinar munu ekki taka við nema örlitlu broti af þessu fólki á næstu árum og þarf enga sérstaka rannsókn til að sjá það.

Það sem þarf að gera í atvinnumálunum er, að koma af stað vinnu við uppbyggingu í orku- og stóriðju og það mun veita þúsundir starfa strax.  Nokkur þúsund til viðbótar munu fá vinnu við afleidd störf.  Með þessu móti mætti fækka á atvinnuleysisskrá um helming á einu ári og ná atvinnuleysinu niður í viðunandi tölu á tveim árum.

Nú er spáð, að atvinnuleysi verði viðvarandi um 9% næstu tvö ár og að það verði komið niður í 5-6% árið 2015.  Í þessari spá er ekki gert ráð fyrir stóriðjuframkvæmdum, eða annarri almennri atvinnusköpun, enda gerir ríkisstjórnin allt sem í hennar valdi stendur til að viðhalda atvinnuleysinu og drepa allt niður.

Axel Jóhann Axelsson, 28.6.2010 kl. 19:34

3 identicon

Skapandi greinar eru þær greinar sem eru að vaxa hvað hraðast á Íslandi í dag, þær geta skapað mörg störf á stuttum tíma án mikilla fjárfestinga í orkumannvirkjum, það þarf engar rannsóknir til þess að vita það. Skapandi greinar virðast vera hvað vinsælastar hjá þeim fjárfestum sem enn eiga peninga og eru tilbúnir að nota þá á Íslandi (t.d. nýlegar fjárfestingar í fyrirtækjum eins og gogoyoko ofl gefa til kynna). Skapandi greinar skapa mörg afleidd störf og eru margfaldaraáhrif þeirra í flestum tilvikum meiri en hjá frumframleiðslugreinum eins og í álvinnslu. Það sem hagkerfi í kreppu þurfa er að ýta undir frumkvöðlaandann og nýsköpun og nýsköpun snýst ekki öll í kringum ál. Ég er líka viss um að hagræn áhrif skapandi greina nýtist fleirri atvinnugreinum en þau litlu hagrænu (ekki hagfræðilegu) áhrif sem verða til í kringum álvinnslu og stórar framkvæmdir sem henni fylgir.

Ég gæti til dæmis séð hönnun og framleiðslu á tölvuleikjum og hugbúnaði skapa nokkurhundruð störf á færri árum en það tæki að byggja álver, það þyrfti ekki jafnstórar og miklar fjárfestingar til að skapa þessi störf og við álframleiðslu, íslendingar hafa einnig búið til mörg forrit, t.d. bókunarforrit sem eru notuð hjá ferðaþjónustuaðillum út um allan heim og hugbúnað sem fólks- og vöruflutningafyrirtæki nota út um allan heim .

Hönnun og framleiðsla í kringum hana væri annað sem gæti skapað tugi ef ekki hundruð starfa á stuttum tíma án stórra fjárfestinga, viðburðir líkt og airwaves og listahátíð gætu fært okkur mörg þúsund ferðamenn, gjaldeyri og störf í kringum þá. Íslensk tónlist og kvikmyndir eru sífellt að verða vinsælli erlendis, ísland vinsæll tökustaður fyrir auglýsingar og kvikmyndir og erlendir tónlistamenn sem nýta sér í auknum mæli stúdíó a íslandi . Einnig hjálpar íslensk tónlist og kvikmyndir sem teknar eru á íslandi til við að kynna ísland sem ferðamannastað og eykur forvitni fólks að prufa vöru og þjónustu frá Íslandi.

Allt eru þetta hlutir sem skapa mörg störf (og mikil hagræn áhrif) og geta gert það á mjög stuttum tíma án fjárfrekra fjárfestinga.

Mér finnst þetta akkúrat tíminn til a skoða þessa hluti.

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 20:57

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað á að ýta undir allar þessar greinar, en þú tekur það fram sjálfur að þau munu ekki skapa öll þau þúsundir starfa, sem vantar til atvinnuuppbyggingar fyrir alla.  Í flestum tilfellum krefjast þessi störf langskólamenntunar og menntafólki þarf að skapa störf, en það eru miklu fleiri á atvinnuleysisskrá, sem ekki eru langskólagengnir og það eru, eins og sagði hér að ofan, iðnlært fólk, ófaglært fólk, verslunar- og skrifstofufólk og reyndar fólk úr öllum geirum atvinnulifsins.

Það sem hefur verið gallinn við umræðu vinstri gáfumanna um atvinnumál, er að þeir sjá aldrei nauðsynina á atvinnusköpun fyrir almenning í landinu, heldur er alltaf einblínt á störf fyrir menntafólk, listamenn, handverksfólk og ferðaiðnað, sem allt er gott og gilt, en dugar bara ekki til að halda þjóðfélaginu gangandi.

Það koma um þrjúþúsund manns út á vinnumarkaðinn árlega og skapa þarf störf fyrir þann hóp til viðbótar við alla þá, sem eru atvinnulausir nú þegar, eða fluttir úr landi.

Málið er miklu stærra en vinstri elítan mun nokkurn tíma skilja.

Axel Jóhann Axelsson, 28.6.2010 kl. 21:12

5 identicon

Ég vill nú benda á að stöf við ferðaþjónstu eru mjög fjölbreytt, krefjast mikið af mentuðu sem ómenntuðu vinnuafli af öllu tagi. Fáar greinar sem krefast jafn fjölbreytt vinnuafls úr öllum stigum þjóðfélagsins og ferðaþjónustan.

Skapandi greinar eru líka fjölbreyttar, krefast bæði mikið af sérmenntuðu vinnuafli sem og ómenntuðum. Atvinnulausum listaspírum gæti líka fækkað í kjölfarið :)

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 21:30

6 identicon

Já er svo ekki gallinn með þess vinstri elítu af svipuðu meiði og gallinn við gallharða nýfrjáslbubba sem sjá bara álver og virkjanir, eru ekki tilbúnir að skoða aðra hluti, gera ráð fyrir því að allir vilji vinna í álveri eða við að byggja þau og gleima stórum hluta þjóðarinnar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 21:35

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki veit ég um vilja gallharðra nýfrjálsbubba, en ég veit bara að lang stærsti hluti þjóðarinnar vinnur í alls kyns þjónustustörfum og öðrum afleiddum störfum, sem framleiðsluatvinnugreinarnar skapa. 

Ég hef tekið fram í öllum innleggjunum hérna, að það þurfi að ýta undir nýjar hugmyndir og atvinnugreinar, en það muni ekki leysa þann bráðavanda, sem við erum í núna. 

Það er marg fleira, sem kemur til greina í orkufrekum iðnaði, annað en álver, en hins vegar skapa þau einnig geysilega fjölbreytt og tiltölulega fjölbreytt störf og mikla þjónustu í nágrenni sínu.  Akranes er skýrt dæmi um það, því þar snýst atvinnulífið orðið meira og minna um þjónustu við stóriðjuna á Grundartanga.

Vinstraliðið virðist engan veginn skilja, að það er við mikinn bráðavanda að etja, akkúrat núna og það vantar fjölda starfa, ekki seinna en strax.  Það er ekki hægt að bíða í mörg ár á meðan að verið er að byggja upp þúsundir smáfyrirtækja, sem hvert um sig á að skila 3-10 störfum.

Axel Jóhann Axelsson, 28.6.2010 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband