Ráherrarnir vissu um lögleysu lánastofnananna

Í gær missti Gylfi Magnússon það út úr sér, að þegar gengistryggðu lánin hefðu verið flutt úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju, hefði verið reiknað með að gengistryggingin yrði dæmd ólögleg, en hins vegar hefði alltaf verið reiknað með að vextir Seðlabankans kæmu þá í staðinn fyrir samningsvextina.  Á þessu bloggi var því velt upp, að þessi yfirlýsing hans væri stórfrétt, sem fréttamenn hlytu að kafa nánar ofan í og krefjast nánari skýringa á ummælunum.  Það blogg má sjá hérna

Í dag tók Gylfi enn sterkar til orða í viðtali við fréttamenn, en ekki höfðu þeir samt rænu á að krefja hann um nánari skýringu á þessu máli, né hvers vegna harkan í innheimtu þessara ólöglegu lána var slík alveg fram að dómi Hæstaréttar.  Hvers vegna hafa ráðherrarnir aftekið allan þennan tíma, að hægt væri að leiðrétta höfuðstól þessara lána, fyrst þeir vissu að gengistryggingin væri ólögleg?  Fréttamenn, sem vilja vera starfi sínu vaxnir verða að ganga hart eftir skýringum á þessu.

Gylfi bætti um betur í dag og sagði algerlega fráleitt, að samningsvextir yrðu látnir gilda á þessum lánum, heldur ætti að miða við vexti Seðlabankans af óverðtryggðum lánum, enda hefði alltaf verið reiknað með að þeir kæmu í stað samningsvaxtanna.  Undir þetta hefur Steingrímur J. tekið, þannig að gera verður ráð fyrir að þetta sé orðin einhverskonar ákvörðun ríkisstjórnarinnar.

Líklega verður gefin út tilkynning um helgina, eða a.m.k. fyrir mánaðamót, að lánin verði endurreiknuð með vöxtum Seðlabankans og ef menn sætti sig ekki við það, þá verði þeir að stefna upp á nýtt.

Verði þetta niðurstaðan, án nýs dóms Hæstaréttar, verður mikið fjör í þjóðfélaginu í kjölfarið.


mbl.is „Engin bráðahætta á ferðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Nágrímur hefur aldrei heyrt þessa gullnu setningu"ef þú getur ekki sagt neitt af viti er betra að halda kjafti!"

Óskar Guðmundsson, 25.6.2010 kl. 16:25

2 identicon

Það er alveg sama hvað gerist, það verður aldrei fjör nema á bloggsíðum. Íslendingar eru svo vanir að láta taka sig í $%&%&%"#$ að þeir bara kingja og láta bera sig út. Þetta vita ráðherrar.

Margrét (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband