Vissi ríkisstjórnin um lögbrot lánastofnana og þagði um þau?

Gylfi Magnússon, lausráðinn starfsmaður Viðskiptaráðuneytisins, flutti skýrslu á Alþingi í dag um áhrif dóma Hæstaréttar vegna "gengislánanna" og hafði uppi a.m.k. tvennar skoðanir á málinu, þ.e. að dómarnir væru fagnaðarefni fyrir skuldarana, en svo gífurlegt áfall fyrir lánastofnanirnar, að samningsvextirnir yrðu ekki látnir standa á þessum lánum, hvernig sem hann ætlar sér að fara að því að breyta lánsskjölunum.

Eitt stórmerkilegt og afar athyglisvert atriði datt upp úr Gylfa, sem krefst nánari skýringa af hans hálfu og fjölmiðlar hljóta að ganga eftir, strax í dag, en það var eftirfarandi, samkvæmt mbl.is:

"En fjármálakerfið var ekki undir það búið að fyrir utan að gengistryggingin sem slík væri dæmd ólögmæt, þá væru lögin túlkuð þannig að hinir erlendu vextir skyldu standa á þessum lánum.

Eðlilegir innlendir vextir, sem eins og flestir vita eru talsvert hærri, væru þau kjör sem gert hefði verið ráð fyrir í þessu samhengi, þegar nýja bankakerfið var sett á fót. Sagði hann að það væri eitthvað sem ekki væri hægt að stinga höfðinu í sandinn vegna eða horfa framhjá."

Þarna virðist Gylfi vera að viðurkenna það, að ríkisstjórnin hafi vitað það við endurreisn bankanna, að gengistryggingin yrði dæmd af lánunum og að innlendir vextir kæmu í stað samningsvaxtanna.  Miðað við þessa yfirlýsingu hafa lánin verið færð úr gömlu bönkunum á nafnverði í íslenskum krónum, en miðað við vexti óverðtryggðra lána í stað "erlendu vaxtanna".

Þessar upplýsingar sem þarna detta væntanlega óvart út úr Gylfa, er algerlega ótrúleg í raun og veru, því hún sýnir að ríkisstjórnin hefur verið að fara á bak við lántakendur þessara lána í a.m.k. heilt ár og hreinlega logið að þjóðinni um þessi mál.

Sé þetta rétt, þá hafa ríkisstjórnir þurft að segja af sér af minna tilefni.


mbl.is Samningsvextir haldist ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Axel það er alveg stórmerkilegt að ríkisstjórnin skuli enn vera að þvaðra þarna inni á alþingi!

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 15:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, í þessu tilfelli er ekki hægt að afgreiða það sem Gylfi sagði, sem venjulegt þvaður.  Þetta er stórmerkileg yfirlýsing, sem hlýtur að verða aðalfréttaefni sjónvarpsstöðvanna í kvöld og á forsíðum blaðanna á morgun.  Ef það gerist ekki, þá eru fréttamenn að bregðast illilega, enn einu sinni.

Axel Jóhann Axelsson, 24.6.2010 kl. 16:05

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Miðað við yfirlýsingar Valgerðar Sverrisdóttur fyrrv. viðskiptaráðherra, þá var það vitað í Viðskiptaráðuneytinu, að gengistryggin, væri á "gráu svæði".  Slík vitneskja hverfur ekki úr ráðuneytinu, þó svo það verði ráðherraskipti.

 Þrátt fyrir yfirlýsingar Arionbanka og Íslandsbanka um að bankarnir lifi af þó svo að gengistrygging íbúðalánana verði einnig dæmd ólögleg, heldur Gylfi áfram að tala um skaða ríkisins.  Þá eru bara tveir mörguleikar í stöðunni.  Ríkisvæðing Landsbankans er byggð á einhverjum loftbólum og Landsbankinn þoli ekki dóm Hæstaréttar og reynt sé að hylma yfir það, með því að draga hina bankana inn í dæmið.  Hinn möguleikinn, sem er í rauninni, enn ljótari er sá, að við einkavæðingu bankana tveggja, hafi ríkið gert baksamning við kröfuhafa bankana um það, að ef bankarnir yrðu fyrir skaða vegna þess að gengistryggðu lánin yrðu dæmd ólögleg, þá tæki ríkið á sig skaðann.  Sé það svo, þá hefur ríkisstjórnin upp á sitt einsdæmi, ákveðið að veita bönkunum tveimur ríkisábyrgð.  Samkvæmt lögum, um fjárreiður ríkisins, er framkvæmdavaldinu óheimilt að veita ríkisábyrgðir, án undangenginnar efnislegrar umræðu í Alþingi og samþykkis þess í kjölfarið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.6.2010 kl. 16:10

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kristinn ef svo er þá erum við í vondum málum!

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 17:56

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Athugasemd Kristins hér að ofan er allar athylgi verðar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.6.2010 kl. 20:21

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta var nú bara svona tækifærisræða og ekki byggð á neinum gögnum.

Einar Guðjónsson, 24.6.2010 kl. 22:09

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gylfi talar tungum tveim. Í hádegisfréttum ríkisútvarpsins heyrði ég hann beinlínis ljúga! Hvern starfar þessi maður fyrir eiginlega?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2010 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband