22.6.2010 | 15:06
Merkilegar yfirhylmingar með glæpnum
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, bendir á þá augljósu staðreynd, að alls ekki er hægt að setja nein ný lög um gengislánin, enda ekki hægt að setja afturvirk lög og því getur enginn skorið úr því, hvort hægt sé að setja verðtryggingu á þessi lán, eða breyta vaxtakjörum, nema dómstólar landsins, enda afar líklegt að á slíkt verði látið reyna.
Athyglisverð eru hins vegar upphafsorð fréttarinnar, sem er svona: "Þetta er alveg klárt, dómurinn stendur eins og hann er, gengistryggingin er ólögleg, er búin að vera það í níu ár síðan lögin voru sett 2001, og vextirnir standa eftir, segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og lögfræðingur, um dóm Hæstaréttar um gengistryggingu lána."
Valgerður Sverrisdóttir, sem var Viðskiptaráðherra þegar lögin voru sett, sagði í fjölmiðlum fyrir helgi að hún og ráðuneytið hefðu alltaf litið svo á, að gengistryggingin væri ólögleg, en hvorki henni né ráðuneytinu datt í hug að uppljóstra um þá vitneskju sína fyrr en núna og einnig kemur hver lögfræðingurinn fram á fætur öðrum og segir að þetta hafi alltaf verið algerlega augljóst og lögin algerlega skýr í þessu efni.
Á Alþingi sitja og hafa setið, fjölmargir lögfræðingar úr öllum flokkum, en ekki hefur þeim dottið í hug að benda á þessa lögleysu, sem allir þykjast vita núna að hafi viðgengist allan þennan tíma. Enginn lögfræðingur, sem sat á þingi 2001 og greiddi atkvæði um lögin, hefur nokkurn tíma komið fram síðan, til að útskýra þessa lögleysu, sem þessi skýra lagasetning átti að afstýra, enginn sem hefur setið á þingi síðan og reyndar ekki einn einasti lögspekingur í landinu, hefur svo mikið sem andað því út úr sér, að svona gegnistrygging gæti verið á móti "anda laganna".
Allir opinberir aðilar, sem handfjatlað hafa þessa pappíra, hafa einnig brugðist, t.d. sýslumenn sem þinglýst hafa þessum skjölum og síðan úrskurðað um vörslusviptingu og jafnvel gjaldþrot á grundvelli þessara ólögmætu gerninga. Fjármálaeftirlitið, sem annast eftirlit með bönkunum, hefur aldrei mótmælt þessum lánaskilmálum og ekki hefur háskólasamfélagið hámenntaða sagt stakt orð um málið.
Skuldararnir telja sig hafa verið blekkta til að skrifa undir lánasamningana af ótíndum glæpamönnum sem starfað hafi í hverri einustu lánastofnun landsins og líta nú svo á, að þeim komi þessi lán nánast ekkert við lengur, vegna þessara svika og pretta.
Það er alveg merkilegt að sjá núna, hvað margir lúrðu á vitneskju um þessa "glæpi", en hylmdu yfir þá allan þennan tíma.
Ólöglegt að setja lög um verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þess má geta í tilfelli Vigdísar að hún hefur ekki setið á þingi nema í rúmt ár.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.6.2010 kl. 15:43
Hjörtur, ég var í sjálfu sér ekkert að benda á Vigdísi sérstaklega, heldur tala ég um alla þá lögfræðinga sem sátu á þingi 2001 og reyndar síðan, en enginn þeirra virðist hafa skilið lögin sem samþykkt voru á Alþingi, frekar en nokkur annar lögspekingur í landinu, hvorki starfandi á stofum, stofnunum eða háskólum.
Hins vegar er yfirlýsing Valgerðar Sverrisdóttur mjög alvarleg játning um vanrækslu í ráðherrastarfi og yfirlýsing um algert sinnuleysi Viðskiptaráðuneytisins, sem hún segir að hafi vitað allan tímann að gengislánin væru ólögleg.
Eins bendi ég sérstaklega á sýslumannsembættin, sem þinglýstu þessum lánapappírum og blessuðu þannig lögmæti þeirra, því ætlast verður til að ekki sé verið að þinglýsa ólöglegum pappírum, hvað þá að úrskurða vörslusviptingar og gjaldþrot á grundvelli löglausra lánaskjala.
Þetta er allt saman með miklum ólíkindum og hreint ótrúlegt.
Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2010 kl. 15:54
Þetta sló mig líka þegar ég las það. Sýnir bara hvað stjórnsýslan er handónýt.
Af hverju voru þessi lög samþykkt á Alþingi á sínum tíma ef ekki átti að fara eftir þeim ?
Og fyrst ekki var farið eftir þeim af hverju var ekki gripið í taumana ?
Eru ekki stjórnvöld og stjórnsýslan til að gæta okkar hagsmuna ?
Sigrún Unnsteimsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 16:07
Þetta vissi Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri SFF Samtaka Fjármálafyrirtækja og sonur Sýslumannsins í Reykjavík árið 2001 þegar umrædd lög voru sett.
Jón Á Benediktsson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 16:11
Sigrún, það er alveg rétt að embættismannakerfið hér á landi er greinilega algerlega handónýtt og hefur alls ekki staðið í stykkinu í þessum málum, frekar en ótalmörgum öðrum.
Svo má ekki gleyma því, að þessir sömu embættismenn semja flest lagafrumvörpin, sem stjórnarmeirihlutar flytja á Alþingi hverju sinni. Embættismennirnir virðast svo ekki vera færir um að fylgjast með framkvæmd laga, sem þeir hafa í flestum tilfellum samið sjálfir.
Það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2010 kl. 16:13
Tek undir þetta allt. Það eru ótrúlega margir sem þurfa núna að byrja á að biðjast afsökunar og síðan athuga sinn gang.
Það getur ekki gengið lengur að tugir þúsunda íslenskra einstaklinga og heimila liggi í valnum eftir ámælisverð stjórnsýsluglöp þar sem blátt áfram allar varðstöður biluðu og enginn þurfi að stíga til hliðar.
Yfirlýsing Valgerðar er dæmi um - ég vil segja glæpsamlegt virðingarleysi fyrir ábyrgð stjórnvalda.
Skemmdir á bílum mynda skaðabótarétt en þeir sem rústa samfélaginu eru ósnertanlegir og aldrei sóttir til ábyrgðar.
Árni Gunnarsson, 22.6.2010 kl. 16:15
Já mér finnst allsvakalegt að fyrrum viðskiptaráðherra skuli koma með þessar yfirlýsingar, og að þetta hafi verið látið ganga svona í 9 ár.
Hvert er þetta samfélag okkar eiginlega komið
Er þvi viðbjargandi ?
Steinar Immanúel Sörensson, 22.6.2010 kl. 16:40
Það er einnig með ólíkindum, að enginn fjölmiðill skuli ganga eftir skýrum svörum frá Valgerði um það, hvers vegna hún og ráðuneytið leyfðu þessu að viðgangast, fyrst þau litu allan tímann svo á, að þetta væri ólöglegt.
Þarna eru fjölmiðlarnir algerlega að bregðast, eins og svo oft áður.
Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2010 kl. 16:47
Steinar og Axel því er ekki við bjargandi svo einfalt er það!
Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 17:15
Góðar ábendingar, Axel, hvar var Valgerður og margir fleiri stjórnmálamenn síðasta áratuginn?
Ég er farinn að hallast að því að stærsti hluti þingmanna í dag og fyrir tíu árum eigi heima á bak við lás og slá vegna glæpsamlegrar vanrækslu.
Kannski bara fljótlegast að breyta Alþingi í fangelsi (hleypa þó fyrst út Lilju Mósesdóttur, Þór Saari, Margréti Tryggva og fáeinum öðrum kannski.)
Theódór Norðkvist, 22.6.2010 kl. 17:52
Ótrúlegt að þegar bankar fremja lögbrot þá er aðaláhugamál viðskiptaráðherra og t.d. háttvirts þingmanns Marðar Árnasonarofl. að koma lögbrjótum til hjálpar og leita með öllum tiltækum ráðum leiða til þess. Enn og aftur á að traðka á hagsmunum almennings og verja lögbrjóta (glæpamenn öðru nafni ekki satt).
Valbjörn Steingrímsson, 22.6.2010 kl. 18:03
Það er alveg merkilegt hvað margir eru vitrir eftir á og koma núna fram og segjast hafa vitað af því í mörg ár að svona samningar væru ólöglegir. Hvernig væri að spyrja allt þetta sama fólk að því hvort það kannist við fleiri lögbrot sem séu að viðgangast en menn séu að líta undan og þykjast ekki taka eftir.
Jón Óskarsson, 22.6.2010 kl. 18:05
Ég segi nú fyrir mína parta að þessi umræða væri steindauð ef ekki væri fyrir Fésbókina og Bloggið, Fjölmiðlar hérna eru gjórsamlega handónýtir hér.
Steinar Immanúel Sörensson, 22.6.2010 kl. 18:10
Sú spurning hlýtur að vakna, fyrst nánast allt þjóðfélagið áleit þessi lán vera lögleg, en nú koma nokkrir aðilar fram í dagsljósið og segjast hafa vitað allan tímann að um brot á lögum hafi verið að ræða, en ekkert sag, hverjir eru þá hinir raunverulegu glæpamenn í þessu dæmi.
Eru það þeir, sem héldu að þeir væru að vinna löglega iðju, studdir af lögspekingum og sýslumönnum, eða þeir sem þögðu um þá vitneskju sína öll þessi ár, að þetta væru lögbrot?
Ef maður brýtur lög, án þess að vita af því, en einhver annar veit betur, en lætur brotið afskiptalaust, en hann þá ekki a.m.k. jafnsekur og hinn sem brotið framdi?
Yfirhylming hefur talist lögbrot hingað til.
Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2010 kl. 20:23
Nu er bleik brugðið þeir sem fengu stirkina eða muturnar eru nu að mæla til þess að verðtrigging verði sett a gjaldeyrislanin þvilikt samansafn af rusli samankomið a eynum stað Austurvelli R G
Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 21:54
Þetta styrkir bara þá staðreynd að það gengur aldrei að setja verðtryggingu á þessi lán og hvað þá að reikna þau aftur á bak.
Stjórnvöld verða að fara að átta sig á því að almenningur er að vakna upp við verri draum en okt 2008 og sjá það skýrar en nokkru sinnum áður hversu spillt lið hefur verið í "forsvari" fyrir þjóðina.
Ok kannski verða aldrei til peningar til að leiðrétta verðtryggðu lánin en stjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að leggja niður verðtrygginguna frá og með þessum mánuði.
A.L.F, 22.6.2010 kl. 23:08
Það er engin lausn, að leggja niður verðtrygginguna. Hún er bara hitamælirinn sem mælir hitann í verðbólgunni og aðlagar verðtryggðar skuldir og innistæður að raunvirði hverju sinni. Laun hafa hækkað meira en neysluverðsvísitalan undanfarna áratugi, þannig að t.d. þeir sem tóku verðtryggð lán fyrir 20-30 árum, greiða núna minni hluta mánaðarlauna sinna í afborganir af láninu, en þeir gerðu þegar þeir tóku það.
Axel Jóhann Axelsson, 23.6.2010 kl. 08:13
Eitthvað hefur þessi hitamælir mælt vitlaust seinni árin, hef heimildir um mín laun frá 1. júní 1995, þarf að margfalda launataxta með 2,58 til að ná þeim launum sem fylgja starfinu í dag. Lánskjaravísitölu þarf að margfalda með 2,12 til að ná lánskjaravísitölu dagsins í dag. aftur á móti ef skoðað er hlutfall frá 1. Jan 2001 þurfa launin að margfaldast með 1,31 til að ná launum dagsins í dag en aftur þarf að margfalda lánskjaravísitölu með 1,81 til að ná vísitölu dagsins í dag, þannig að hafi þetta hlutfall launahækkana og lána verið í lagi einhveltíma í fyrndinni, er það löngu liðin tíð.
Varðandi vitneskju um ólögmæti viðmiðunar við erlendan gjaldmiðil, finnst mér einna skrýtnast að eins og kom fram í fréttum stöðvar 2 um þetta mál í gærkvöldi var það á vitorði bankastofnanna eða alla vega SFF, en samt tóku lánastofnanir þessa áhættu. Það liggur við að maður segi þetta var þeim rétt mátulegt.
Kjartan Sigurgeirsson, 23.6.2010 kl. 11:05
Kjartan, kaupmáttur launa óx mikið áratugina fyrir hrun og eins og sést í töflunni hér á eftir, sést hvernig launavísita og neysluverðsvísitala hafa breyst frá árinu 1989:
Fram að hruni varð mikil kaupmáttaraukning, en síðan hefur sigið mikið á ógæfuhliðina og kaupmáttur hrapað, en vonandi verður breyting þar á á næstu árum. Taflan sýnir hins vegar glögglega, að hafi maður tekið húsnæðislán á árinu 1989 hefur miklu stærri hluti mánaðarlauna hans farið í að greiða afborganir af láninu, en þarf núna. Þannig hefur greiðslubyrðin lækkað á þessum tíma, þrátt fyrir verðtrygginguna, því launin hafa hækkað mun meira en neysluverðsvísitalan.
Auðvitað mælir launavísitalan meðatal kauphækkana, þannig að margir hafa fengið meiri hækkanir en hækkun vísitölunnar segir, en aðrir minna. Þar að auki hafa margir misst vinnuna eftir hrun, þannig að þessir útreikningar eiga auðvitað ekki við um þá. Svona töflur segja aldrei allan sannleikann um alla, en þær gefa þó góðar vísbendingar um heildarþróunina.
Axel Jóhann Axelsson, 23.6.2010 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.