Össur viðurkennir getuleysi ríkisstjórnarinnar

Í viðtali við Fréttablaðið viðurkennir Össur Skarphéðinsson að ríkisstjórnin sé í raun sprungin og ráði ekki við þau vandamál, sem við er að fást í þjóðfélaginu.  Það var kominn tími til, að ráðherrarnir viðurkenndu þetta, því ástandið er orðið svo skelfilegt í atvinnu- og efnahagsmálunum, að hver dagur sem þjóðin situr uppi með þessa óhæfu ríkisstjórn er of dýr, til að unað verði við það lengur.

Hver höndin er upp á móti annarri innan ríkisstjórnarinnar og ekki síður innan flokkanna og á milli þeirra og engar ýkjur að segja að allt logi þar stafnanna á milli.  Nú er fjárlagavinnan fyrir næsta ár komin í fullan gang og löngu fyrirséð, að stjórnarflokkarnir myndu aldrei ná neinni samstöðu um þær aðgerðir sem grípa þarf til vegna niðurskurðar og sparnaðar í opinbera kerfinu.  Óánægja VG eykst dag frá degi með algert getuleysi Jóhönnu Sigurðardóttur á stóli forsætisráðherra og ekki bætti úr skák tillaga hennar um að koma Jóni Bjarnasynir út úr ríkisstjórninni bakdyramengin.

Það er nánast sama í hvaða máli það er, samstaða stjórnarflokkanna er engin orðin og í stað þess að viðurkenna staðreyndir og boða til kosninga, er reynt að halda feluleiknum áfram, en farið að ræða um að kippa stjórnarandstöðunni inn í ríkisstjórnina til að bjarga málunum.

Haft er eftir Össuri:  „Ég er þingræðissinni og vil efla veg þingsins. Ég er æ meira að verða þeirrar skoðunar að mál eigi að leiða til lykta í samráði stjórnar og stjórnarandstöðu."

Hugmyndir Hönnu Birnu laða greinilega að sér æ fleiri fylgismenn.


mbl.is Össur hlynntur þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var það ekki Davíð Oddsson sem kom með hugmynd að þjóðstjórn fyrir tæpum tveimur árum, hefði ekki verið rétt að hlusta og bregðast við á þeim tíma og spara okkur íslendingum 2 ár af rugli.

Ólafur (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 08:34

2 identicon

Auðvita nennir hann ekki þessu ruggli lengur, nú veit hann að umsóknin er i höfn um aðild ESB og þá getur han farið að leggja sig i þá stöðu að komast þar i Evropuþingið og fá út 2-3 miljónir í mánaðarlaun og hafa það gott og sleppa við þrasið hérna heima. Það var alltaf hanns hugsun. Hann var alldrei að hugsa um hagsmuni þjóðarinnar.

Ingolf (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 09:05

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í hugum sumra er ekki sama, hvaðan góð hugmynd kemur.  Svo eru sumir líka lengur að hugsa en aðrir.  Reyndar er líka til fólk, sem alls ekki getur hugsað, a.m.k. ekki rökrétt.

Axel Jóhann Axelsson, 19.6.2010 kl. 09:06

4 identicon

Ef ég man rétt þá var haft á orði að Davíð væri að reyna að gera stjórnarbyltingu þegar hann stakk upp á þessu fyrir 2. árum. Það hefði betur verið gert þá, í stað þess að hafa láta þessa aumingjastjórn rembast eins og rjúpan við staurinn í tvö ár og komast að  lokum að þeirri niðurstöðu að Hr, Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 09:22

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Axel Jóhann og fyrirgefðu framhleypinna.

Össur er sín sjúkur moðhaus og um hann þarf varla fleiri orð.  Það hefur verið ljóst, að verða í tvö ár að þingið átti að standa saman að því að vernda hagsmuni okkar.  Skríll Steingrímsliðsins og Samfylkingarinnar kom í veg fyrir það.  

Rétt hjá þér Ólafur það hefði getað sparað okkur 2 ár í rugli. Rétt hjá þér Ingolf hann er að reina að smíða sér vinnu. Rétt hjá þér  Axel að góð ráð fást ekki viðurkennd nema að fífl segi þau og sumir virðast vera eð heilasellurnar í síropsbaði í blönduðu með hænsnaskít svo hugsun þeirra verður því verulega sljó.  Rétt hjá þér Rafn .

Hrólfur Þ Hraundal, 19.6.2010 kl. 10:59

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Axel, ég tel ekki að Össur hafi verið að viðurkenna vonleysi stjórnarinnar, hann hefur einfaldlega ekki skynsemi til að sjá ruglið sem er í gangi á þeim bænum. Það er líklegra að hann sé að reyna að hræða Skattagrím.

Fyrir aðeins tveim dögum sagði Össur að stjórnin væri sterk, síðan þá hefur ekkert gerst annað en að Skattagrímur sagði í fréttaviðtali í gær að hann væri yfirlýstur andstæðingur inngöngu í ESB (samt kaus hann með aðildarumsókn!). Össur er, eins og hvert mannsbarn veit, illa haldinn af ESB sýkinni og líklega hefur honum þótt yfirlýsing Skattagríms móðgandi við sig.

Það er erfitt að geta í ummæli sem út úr bullukollinum og moðhausnum Össur kemur, svo vel getur verið að ég hafi rangt fyrir mér. Hann er kannski bara búinn að átta sig. Vonandi fer hann að átta sig á ruglinu í ESB umsókninni líka!

Gunnar Heiðarsson, 19.6.2010 kl. 20:30

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Er Össur ekki bara að biðla til Vinstri grænna, um að þeir álykti ekki einhverja "vitleysu" á flokksráðsfundinum um næstu helgi?

 Það gæti verið þung undiralda í Vg, á þessum fundi.  Á síðasta flokkráðsfundi, í janúar sl, þegar Icesaveatkvæðagreiðslan og allur sá hasar var í algleymi, þá sleppti fundurinn, fyrir kurteisissakir, að álykta eitthvað um það mál.  Fundurinn ályktaði hins vegar þá, svona aðeins til þess að sýna "fölan" lit, að ekkert lægi á stjórnarráðsfrumvarpi Jóhönnu, sem að hún reyndar frekjaði inn á þingið, síðasta dag þess.

 Síðan þá hafa þrír þingmenn Vg, lýst sig andvíga frumvarpi Jóhönnu og ætla að greiða atkvæði gegn því og þá líklega fella það. Svo er einn þingmaður Vg meðal þeirra sem standa að þingsalyktunnartillögu um að draga ESB-umsóknina til baka.

 Síðast þegar Össur heyrði orðið "þjóðstjórn", þá hrökk hann í kút og bauð í kaffi til sín, gömlum félaga úr Alþýðubandalaginu, Ögmund Jónasson svo þeir gætu rætt stjórnarmyndun, án þátttöku Sjálfstæðisflokksins, í miðju kaosinu eftir hrun.  Svo hátt rísa nú heillindi Össurar, þegar á reynir.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.6.2010 kl. 20:58

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Heillindi hafa aldrei verið í háum metum hjá Össur, efast reyndar um að hann viti merkingu þess orðs.

Gunnar Heiðarsson, 20.6.2010 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband