Hvað svo?

Hæstiréttur hefur dæmt gengistryggðu bílalánin ógild, þ.e. aldrei var heimilt að tengja íslenskan höfuðstól við dagsgengi erlendra mynta. 

Þetta er stórmerkur tímamótadómur, en fréttir hafa ekki ennþá birst af forsendum dómsins, t.d. hvort upphaflegur höfuðstóll og vextir skulu þá uppreiknast óverðtryggt, eða hvort dómurinn hljóðar upp á að þessi aðferð við verðtryggingu sé ólögleg, en venjuleg verðtrygging miðuð við framfærsluvísitölu eigi þá að gilda í staðinn.

Fréttir næstu daga munu ekki snúast um annað en þennan dóm, enda stórmerkilegur.

Þjóðhátíðardagurinn og samþykkt ESB um að hefja aðildarviðræður við Íslendinga munu algerlega týnast í fréttaflóðinu af Hæstaréttardóminum.


mbl.is Gengistryggingin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

næsta skref hjá mér verður að setjast niður með lögmanni, reikna hvað ég hef greitt mikið umfram samning.   Vexti og skaðabætur og gera kröfu á lýsingu og Avant uppá þá fjárhæð.

Ég býst samt fastlega við að það verði til lítils þar sem þau verða bara sett í þrot.  Þá verður sá sem tekur við rekstri fyrirtækjana að taka við endurgreiðslum og skaðabótum líka sem gerir það að verkum að lánadróttnar fyrirtækjanna myndu ekki pissa utan í þrotabúin.

Afleyðingin af því yrði þá væntanlega að kröfurnar yrðu feldar niður og almenningur stæði uppi skuldlaus en það skýrist á næstu dögum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það mun allt loga í málaferlum í framhaldi af þessum dómi, því margir hafa misst bílana, sem keyptir voru á þessum lánum og jafnvel hafa einhverjir verið lýstir gjaldþrota vegna þessa.

Fari fjármögnunarfyrirtækin á hausinn, eiga menn væntanlega bara kröfu í þrotabúið, en ekki á þann sem tæki að sér að innheimta eftirstöðvar lánanna.

Ekki er ég nú trúaður á að eftirstöðvar skuldanna verði felldar niður, en eitt er þó alveg víst og það er að nóg verður að gera hjá dómstólunum á næstu mánuðum.

Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2010 kl. 16:37

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Málið er í sjalfum sér sára einfalt á hvern vegin sem dómur hefði fallið ríkistjórnin var búin að tryggja að bankarnir fengju lánin að fullu greidd.
Talsmaður ríkistjórnarinnar segir ríkisstjórnina hafa hugað að öllum möguleikum varðandi niðurstöðu Hæstaréttar, en hann segir undirbúningur, að bráðabirgðalög séu í vinnslu til undirritunar. „Það er ekki til neitt tilbúið lagafrumvarp en við teljum okkur vita að ef það þyrfti að koma til lagabreytingar hvernig hún þyrfti að verða,“ sagði talsmaðurinn."
Við munu ná öllum þessum lánum til okkar banka til þess er Skjaldbogin, Skjaldborg banka og fjármálseiganda.

Rauða Ljónið, 16.6.2010 kl. 16:37

4 identicon

Þá er að vona að ríkistjórnadraslið bjargi ekki þessum fyritækjum.Nú þarf ég að komast að því hvað fjármögnunarfyritækið hefur stokið frá mér og fá þýfið til baka.Enn ég svo sem reikna ekki með því í heimilisbókhaldinu

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:38

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurbjörn, það er ekki ráðlagt að eyða hugsanlegri endurgreiðslu fyrirfram, þ.e. ekki borgar sig að fara og slá lán út á hana.

Það er örugglega rétt ákvörðun að reikna ekki með þessu í heimilisbókhaldinu alveg strax.

Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2010 kl. 16:41

6 identicon

kröfurnar eru í þrotabúinu og það getur ekki verið löglegt að kaupa bara kröfurnar.  Ef ég á kröfu í þrotabúið sem jafngildir eða er jafnvel meiri en krafan sem þrotabúið á mig hvaða krafa er þá eftir til að kaupa ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:42

7 identicon

Hvaða æsingur er þetta eiginlega ? Ég treysti ríkisstjórninni fullkomlega til að setja snöruna aftur um hálsinn á skrílnum. Það gengur hreinlega ekki að dæma þetta ólöglegt ... ætla menn kannski að taka Ponzi og Pump and Dump svikin sem kúlulán eru sem ólögleg líka ? Ja sei sei.

Eins og allir aðrir landsmenn þá misskilur Rauða Ljónið þetta með skjaldborgina. Skjaldborg um heimili í vanda var slegið upp og ekkert kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Að það þýðir að heimili í vanda er föst með vandann inni í skjaldborginni er ekki vandamál ríkisstjórnarinnar. Hún stóð við sitt ... setti upp skjaldborg ... ekki hennar vandamál að fólk skldi ekki vera búið að koma sér úr vandamálasúpunni áður en skjaldborginni var slegið upp um hana.

hlynur (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:44

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vaxtaþáttur umræddra lánasamninga var ekki dæmdur ólöglegur, aðeins gengistryggingin. Þar með hafa fjármála(glæpa)fyrirtækin engan rétt til að skella verðtryggingu á þessi lán.

Um einmitt þetta atriði féll héraðsdómur (eða Hæstaréttardómur man það ekki) fyrir stuttu síðan um lán fyrirtækis nokkurs. Auk þess hafa margir dómar fallið um að þegar verðtrygging hefur verið dæmd ólögleg á lánum til skemmri tíma en fimm ára, að ekki megi breyta vaxtaþættinum einhliða af lánveitanda, hef ég heyrt.

Ef þú brýtur lögin er það engum öðrum en sjálfum þér að kenna. Það er aumt ef forráðamenn bankanna, sem eiga að þekkja lög um fjármál betur en aðrir, ætla að koma grenjandi heimtandi vertryggingu afturvirkt og segja "ég vissi þetta ekki."

Theódór Norðkvist, 16.6.2010 kl. 19:15

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Theódór, auðvitað ætti upphaflegi höfðuðstóllinn og vaxtakjörin að standa, fyrst gengistryggingin var dæmd ólögleg, en ætli lánafyrirtækin gefist alveg upp, fyrr en í fulla hnefana.

Landsbankinn, f.h. SP fjármögnunar, er byrjaður að væla um að dómurinn taki ekki á útreikningi lánanna og þess vegna þurfi að finna lausn á málinu í samvinnu við löggjafar- og framkvæmdavaldinu og málsaðilum, eins og þeir orða það.  Einnig segja þeir að útreikningarnir séu svo flóknir, af því að dómurinn segi ekkert um þá.

Ekki yrði ég hissa, þó þeir reyndu að bera því við, að lántakendurnir séu samsekir um lögbrot, því þeir hefðu átt að vita að þeir væru að taka ólögleg lán og ættu því að skipta sökinni með lánafyrirtækjunum.

Eitt er alveg víst, reynt verður að þvæla þessum málum áfram, jafnvel lengi enn.

Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2010 kl. 19:49

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi mál eru ekkert búin, því eins og við var að búast munu lánafyrirtækin setja allt á fullt núna, til að finna mótleik við þessum dómi.  Eins og ég hef nefnt áður, þá munu þau ekki sætta sig við höfuðstólinn berstrípaðann og munu því með öllum ráðum koma verðtryggingu á þau í staðinn, sjá fréttina hérna

Það verða engir uppreikningar, hvað þá endurgreiðslur, næstu mánuði á meðan þetta fer allt saman einn eða fleiri hringi í gegn um dómskerfið.

Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2010 kl. 21:03

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi mál eru ekkert búin, því eins og við var að búast munu lánafyrirtækin setja allt á fullt núna, til að finna mótleik við þessum dómi.  Eins og ég hef nefnt áður, þá munu þau ekki sætta sig við höfuðstólinn berstrípaðann og munu því með öllum ráðum koma verðtryggingu á þau í staðinn, sjá fréttina hérna

Það verða engir uppreikningar, hvað þá endurgreiðslur, næstu mánuði á meðan þetta fer allt saman einn eða fleiri hringi í gegn um dómskerfið.

Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2010 kl. 21:04

12 identicon

Sæll Axel, skoðaðu blogg Marinós, mariniogn.blog.is, hæstiréttur virðist hafa kveðið upp dóm í dag varðandi vextina.

Lárus (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 21:24

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Menn ættu að fagna þessum dómi hljóðlega. Lánafyrirtækin munu leita möguleika til að lágmarka tap sitt.

Annars er ég hissa á þessum dómi, þótt ég geti glaðst með skuldurum. Orðalag 14. greinar er óljóst en Hæstiréttur leitaði skýringa í athugasemdir með lögunum sem ekki er hægt að ætlast til að lánveitandi eða lántakandi geri.

14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði.

Þarna er ekkert bann og notað orðið "sé", en ekki "ef" sem ég hefði talið eðlilegra. Einnig vísar Hæstiréttur til 2. greinar, sem ekki fjallar um VI. kafla, þar sem greinar 13 og 14 er að finna.

2. gr. Ákvæði II. og IV. kafla laga þessara gilda því aðeins að ekki leiði annað af samningum, venju eða lögum. Einnig verður vikið frá öðrum ákvæðum laganna að því marki sem þar er kveðið á um. Þó er ávallt heimilt að víkja frá ákvæðum laganna til hagsbóta fyrir skuldara.

Ég tek fram að ég hef ekki sett mig nákvæmlega inn í málið, en við fyrstu sýn hef ég framangreindar efasemdir.

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.6.2010 kl. 23:21

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hér er setningin í athugasemdum með lögum 38/2001, sem Hæstiréttur virðist fara eftir:

Heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla eru felldar niður.

Hvers vegna var þessari hugsun ekki komið skýrar til skila í lögunum ? Voru höfundar laganna mál-sóðar ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.6.2010 kl. 23:33

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég var búinn að skrifa nýtt blogg, sem ég kallaði "Á Hæstiréttur að leggjast í útreikninga á bílalánum" og þar hefur orðið heilmikil umræða um þessa dóma.

Elle Ericson vísar í blogg Marinós og vísar einnig í dóm Hæstaréttar nr. 217/210 og svo var ég með hugleiðingar í framhaldi af því.

Þessar umræður má sjá hérna

Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2010 kl. 23:52

16 identicon

Axel, þótt landsbankinn væli eitthvað þá gæti niðurstaða dómsins ekki verið skýrari.  Gengistryggingin er með öllu óheimil.  Það þýðir einfaldlega að lánin reiknast aftur í upprunalegu töluna sem lánið var þegar það var tekið.  Greiðsluáætlunin sem fylgdi með öllum lánum stendur því.  Allt sem fólk hefur greitt umfram þá greiðsluáætlun á fólk rétt á að fá endurgreitt með vöxtum og jafnvel skaðabótum.

Önnur atriði samningsins eru eins og áður segir ekki ólögleg og bankarnir verða að standa við lofaða vexti og hafa enga heimild til að bæta verðtryggingu inn í samninginn.   Þeir geta reynt að rukka fólk þannig en þá hreinlega neita ég að greiða af láninu og upp hefst annað málaferli.

Mér er alveg slétt sama um eitthvað væl í einhverjum köllum þetta klúður er alfarið á ábyrgð bankanna.  Hversu harkalega hefur verið gengið fram í innheimtu sérstaklega í ljósi þess að fólk hefur verið borið út úr húsum sínum og gert gjaldþrota útá þessar kröfur er glæpsamlegt og næsta mál hjá mér verður m.a. að stefna vörslusviptingum ehf og lýsingu fyrir ólögmætar aðfarir og hótanir.

Hæstiréttur á ekkert að standa í einhverjum útreikningum um þetta.  Hinsvegar eiga dómstólar eftir að fara yfir hundruð ef ekki þúsund mála þar sem farið er yfir tjón sem hlotist hefur sökum hækkandi lána.  Stökkbreytt rekstarskilyrði og fleira sem veldur gjaldþroti kemur þar efst í huga og fólk sem hefur lennt í því á rétt á bótum fyrir reksturinn sem gæti hæglega verið dæmd sem árleg velta síðasta starfsár fleiri ár framm í tímann.   Það er því ljóst að lánafyrirtækinn Lýsing, SP og Avant eigi eftir að standa uppi skuldugri að skaðabótakröfum en þau eiga inni fyrir í útlánum.

Ég veðja á að þessi fyrirtæki sæki öll um gjaldþrotaskipti á föstudaginn eða mánudaginn kemur.   Það er kannski önnur saga um bankana.  En þar sem fyrirtækin fara í gjaldþrot þá fær enginn neinar bætur.  Menn eins og Sturla vörubílstjóri og mótmælandi sem misstu allt sitt í hendurnar á þeim eiga því hugsanlega eftir að sitja uppi skuldlausir en allslausir þar sem ekkert verður eftir til að bæta þeim eignatjónið sem hlýst af þessu.   Það er megin ástæða þess að ég sá mér þann kost vænastan í stöðunni að borga ekki af lánunum þar sem það er engin hætta á að fyrirtækin geti endurgreitt þetta.

Hvað varðar ráðherraábyrgð sem rætt hefur verið svo mikið um í kjölfar rannsóknarskýrslu Alþingis og hvort ráðherrar síðustu ríkisstjórnar eigi að vera ábyrgir eða skaðabótaskyldir þá má deila um það hvort að Árni Páll félagsmálaráðherra sé ekki kominn með soldið stórann ábyrgðarhluta og skaðabótaskyldu sjálfur.

Hann hefur alla tíð unnið út frá því að þessi lán væru lögleg og lagt fram aðgerðir um að breyta þessu yfir í verðtryggð íslensk lán.  Þessar aðgerðir hans eru megin forsenda þess að lánafyrirtækin gáfu sér að þau gætu haldið áfram þar sem opinberlega var búið að rétta fólki hjálpartæki og myndi fólk ekki þyggja þetta átti það bara að verða innheimt.  Með þessu tekur hann afstöðu með lánafyrirtækjum gegn almenningi og gerist sekur um landráð í leiðinni.  Jafnframt gæti komið upp sú staða að þeir sem breytt hafi samningum sínum yfir í íslenska samninga séu þá búnir að fyrirfara sér rétt á leiðréttingu og þar hefur hann skapað sér skaðabótaskyldu.

Ábyrgð félagsmálaráðherra er því mikil í þessu máli og alls ekki síðri en ábyrgð eigenda og stjórnenda lánafyrirtækjana sem tóku ákvarðanir um að ganga svona hart fram í innheimtu án dóms og laga þrátt fyrir að lög hreinlega bönnuðu þeim það og að fólk hafi margsinnis bent þeim á það.

Í kjölfarið á þessu er kominn tími til að handtaka menn sem hafa gerst brotlegir og fangelsa þá sem bera mestu ábyrgð á þessu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:31

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Arnar, það er alveg borðleggjandi að eftir þessa dóma Hæstaréttar á landið eftir að loga í málaferlum, því eins og þú segir, þá hafa menn misst bíla, íbúðir og fyrirtæki vegna þessara gengistrygginga og þar af leiðandi munu hundruð eða þúsundir fara í skaðabótamál við lánafyrirtækin og bankana á næstu vikum og mánuðum.

Ekki skal ég fullyrða um ráðherraábyrgð í þessu efni, en hins vegar er spurning um ábyrgð Fjármálaeftirlitsins, sem aldrei hefur gert athugasemd við þessi lán svo vitað sé.  Maður hefði nú haldið, að sú stofnun hefði átt að gera athugasemdir við þessi lán, strax og byrjað var að lána á þessum kjörum, þ.e. að tilgreina höfuðstólinn í íslenskum krónum, en gengistryggja hann í stað þess að verðtryggja.

Hvað varðar lán, þar sem höfuðstóllinn er tilgreindur í erlendum myntum, þá hafa þau tíðkast hérlendis í áratugi og aldrei verið gerð athugasemd við þau, hvað þá kært út af þeim, svo ég viti til, þannig að það er líklegra en hitt, að þau yrðu dæmd lögleg, þó ekki væri nema út á hefðina.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum málum á næstunni, því ballið er varla byrjað ennþá.

Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2010 kl. 08:23

18 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Forsendur eru brostnar fyrir gengistryggingu lána í Krónum, það má vera ljóst. Það merkir að einhvert annað form verður að koma í staðinn. Dómstólar hljóta að skera úr um það, en líklegasta formið er verðtrygging miðuð við neytsluverð. Á endanum er því hugsanlegt að lántakendur þurfi að greiða meira en með gengistryggingunni !

Þessi niðurstaða væri sannarlega bjarnargreiði, en eru vel hugsanlega lok málsins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.6.2010 kl. 08:59

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það gæti vel átt við um gengistryggð húsnæðislán til fjörutíu ára.  Ef þeim verður breytt yfir í verðtryggð lán, er líklegt að lántakandinn tapi á því, þegar til alls lánstímans er litið.

Hins vegar hefur maður heyrt, að a.m.k. flest erlendu húsnæðislán bankanna séu þannig frágengin, að höfuðstóllinn sé tilgreindur í erlendum myntum, en ekki íslenskum krónum með gengistryggingu.  Um "raunveruleg" erlend lán gildir því allt annað en gengistryggðu lánin, enda hafa erlendu lánin tíðkast í áratugi og enginn kært þau ennþá, svo vitað sé.

Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2010 kl. 09:10

20 identicon

Loftur það þekktist varla að bílalán væru tekin með verðtryggingu.  Ég hef verið með 4 slík og 2 skuldabréf í banka og ekkert þeirra samninga voru verðtryggðir.

Það er því ósköp óeðlilegt framkvæmd að ætla að þetta verði verðtryggt.  Lánveitendur brutu lög til að hagnast meira á þessum lánum heldur en hefðbundnum og slíkt ber ekki að verðlauna eða bjarga.  Þeir eiga að bera ábyrgð, sektum og jafnvel fangelsis fyrir efnahags og auðgunarbrot.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 17:47

21 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Arnar, fólki stóðu vissulega til boða verðtryggð bílalán í íslenskum krónum.  Sjálfur tók ég eitt slíkt árið 2006 og lét ekki einu sinni hvarfla að mér að taka erlent lán, eða með gengistryggingu.  Ég hef lengi verið þeirrar skoðurnar, að það væri algert glapræði að taka lán í erlendum myntum, ef maður er með allar sínar tekjur í íslenskum krónum.

Vegna þeirrar fyrirhyggju hafa ekki verið nein vandræði með þetta bílalán.

Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2010 kl. 18:37

22 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er þekkt að forsendubrestur getur orðið á lánasamningum og þá er ávallt leitað sanngjarnrar lausnar. Verðtrygging með vísitölu neytsluverðs liggur beinast við, en aðrir kostir eru einnig mögulegir. Eitt er víst, að niðurstaðan verður ekki sú sem sumir láta. Leitað verður að sanngirni og samræmis við aðra lánasamninga.

Með þessum orðum er ég ekki að taka þátt í augljósum áróðri þeirra sem hagsmuni hafa að gæta í málinu. Mér sýnist að við Axel séum sammála í mati okkar á stöðunni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.6.2010 kl. 18:55

23 identicon

Hvar er sanngirnin í því Loftur að glæðamenn eigi ekki að gjalda fyrir brot sín heldur fái kröfuna bara uppreiknaða til að halda áfram ?

Til hamingju Axel með að vera einn af fáum sem ekki treysti starfsmönnum lánafyrirtækjanna til að ráðleggja þér hvað væri hagkvæmast.

Gengistryggðu lánin voru hreinlega seld og markaðssett þannig að þau væru nánast skotheld, max 10-15% frávik sem myndi svo lagast skjótt aftur.  Sem enn og aftur sýnir að þar var einbeittur vilji til að selja þessi lán umfram önnur þar sem þeir græddu meira á því.

Og í ljósi þess að þessi lán eru ekki lögleg þá er um að ræða efnahags og auðgunarbrot af hálfu lánafyrirtækjanna.  Réttast væri því að stjórnendur þeirra sæti refsingum og fangelsisvistum samkvæmt sínum brotum.

Þótt dæmi séu um að verðtrygging hafi verið á bílalánum þá var það ekki það sem eðlilegast og algengast var þar sem oftast voru íslensku  lánin óverðtryggð á bílum það er því ekki hægt að segja að slíkt sé einhver viðtekin venja og sjálfsögð breyting.

Helstu tilfelli þess að lánin væru verðtryggð var ef lánin voru til langs tíma s.s. 5 ára eða lengur eða voru á mjög dýra bíla. En almennt tíðkaðist það hreinlega ekki.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 19:39

24 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Arnar, ég hef ekkert talað um sanngirni !

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.6.2010 kl. 19:59

25 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki get ég séð að Loftur sé að verja eina eða neina sérstaka hagsmuni í þessu deilumáli og það er ég alls ekki að gera heldur.

Við erum að velta upp ýmsum hliðum á þessum málum og reyna að skilgreina þá möguleika, sem uppi eru í stöðunni.  Það er afar óraunsætt að halda að lánin standi með upphaflegan höfuðstól, óverðtryggðan, á þeim lágu vöxtum sem gert var ráð fyrir, miðað við gengistryggingu lánanna.

Fólk er oft of fljótt á sér að stökkva á lausnir, sem henta því sjálfu best, en hugsa ekki hvort það sé alveg rökrétt niðurstaða.

Þetta eru flókin mál og þeim er langt frá því lokið.

Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2010 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband