16.6.2010 | 13:36
Viðbrögð við Kínasamningunum?
Það er siður margra þjóða, að senda hver annarri hamingjuóskir á þjóðhátíðardögum og slíkt hafa Bandaríkjamenn ávallt gert í tilefni af þjóðhátiðardegi Íslendinga, enda voru þeir þjóða fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Íslands árið 1944.
Nú bregður hins vegar svo við, að Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendir slíka kveðu á myndbandi, þar sem hún ávarpar þjóðina í eigin persónu og flytur henni kveðju þjóðar sinnar og er þetta nýmæli í samskiptum ríkja. Í ávarpi sínu minnir hún á núna vinni Ísland og Bandaríkin saman að því að stuðla að firði, framförum og velsæld um allan heim. Einnig tekur hún fram að á erfiðum tímum megi Íslendingar vita að Bandaríkin styðji við bakið á þeim.
Hvort þessi nýstárlega þjóðhátíðarkveðja er svar Bandaríkjamanna við fréttum af því, að Íslendingar séu nýbúnir að skrifa undir ýmsa viðskipta- og gjaldeyrissamninga við Kína, skal ósagt látið, en vissulega ýtir myndbandið undir slíkar hugrenningar. Eins er þess að minnast, að Bandaríkjamenn vildu ekki gera gjaldmiðlasamning við Íslendinga á árinu 2008, þegar slíkir samningar voru gerðir við öll hin norðurlöndin.
Ekki má heldur gleyma því, að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur gert það sem í hans valdi stendur undanfarin ár, til að spilla samskiptum Íslands við Bandaríkin til þess að nýta sér verri samskipti landanna til áróðurs fyrir inngöngu Íslands í ESB, með þeim rökstuðningi að Ísland þurfi að leita sér nýrra bandamanna.
Einn liður í því að spilla samskiptum þjóðanna var að móðga svo fráfarandi sendiherra Bandaríkjamanna, að hér á landi var ekki skipaður nýr fyrr en tæpum tveim árum eftir að sá niðurlægði yfirgaf landið.
Slíkar móðganir gagnvart sendiherrum eru túlkaðar sem móðgun við þjóð þeirra og það vissi Össur vel og var einmitt tilgangur hans með dónaskap sínum.
Clinton sendir Íslendingum kveðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já íslendingar hafa áður nýtt sér hernaðarlega "góða" staðsetningu landsins og fengið útúr því hin ágætis kjör. T.d fengum við Marshall aðstoðina þrátt fyrir að hafna lang flestu að því sem var grundvöllur þess að þjóð fengi hana.
Ég segji að við skulum reyna að nýta okkur þetta. Látum Kínverja og Bandaríkjamenn keppast um hvort sé meiri vinur okkar!
jakob (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 13:43
Allir eiga að vera vinir :)
Garðar Valur Hallfreðsson, 16.6.2010 kl. 14:11
Hver veit Axel ! en samt alltaf gott og yljar að fá góðar kveðjur frá gömlum vini, hver svosem ástæðan er.
Jakob segir "Látum Kínverja og Bandaríkjamenn keppast um hvort sé meiri vinur okkar!" eru þeir ekki einmitt að því núna ? :)
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 16.6.2010 kl. 14:21
Minnir á kaldastríðstímann ... nema nú eru það Kínverjar en ekki Rússar sem gott er að veifa til þegar okkar "gömlu vinir" eru ekki nægilega þægilegir og eru við það að gleyma okkur!
Steinn Hrútur, 16.6.2010 kl. 14:39
Strákar við íslendingar erum klárlega " langsætasta stelpan á ballinu"
Guðrún Sæmundsdóttir, 16.6.2010 kl. 14:59
Já, og ef maður nær ekki í "sætustu stelpuna á ballinu" þá verður maður að sætta sig við þá "næstsætustu".
Nú eru það ekki endilega hernaðarhagsmunir sem ráða, eins og í kalda stríðinu, heldur fjárhagslegir hagsmunir og ekki síður hnattrænir, þ.e. nálægðin við siglingaleiðina um norðurhöf. Þar munu liggja miklir hagsmunir í framtíðinni, enda ásælast allir að komast til áhrifa á þeim slóðum, ESB, Bandaríkjamenn, Kínverjar o.fl.
Íslendingar eiga að nýta sér þessa stöðu og alls ekki afsala sér þessum hagsmunum, hvorki til ESB eða annarra.
Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2010 kl. 15:07
Það er líklegt að tengsl séu þarna á milli.
Hið sérstaka samband Íslands og Bandaríkjanna, sem af öllum merkjum að dæma hefur verið dautt síðan herinn fór um árið, gæti vaknað aftur til lífsins.
Þá er bara spurningin, bjóða þeir nógu vel...
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 16:30
Ísland sem 51sta fylki Bandaríkjana. Það er búið að vera þjóðarsorg síðan McDonalds lagði upp laupana. Bandaríkinn skipta sér ekki af hvalveiðum hjá frumstæðum þjóðum. Þannig það er alveg rakið að reyna að vera ríki innan Banaríkjana. Kannski verður hægt að fá sér McWhale burger eða Kentucky Fried Puffin. McSour vörur væri hægt að hafa í boði á Þorranum. Kveðja, Ragnar
PS, flott hjá kannanum að styðja við okkur 1944 svo við lentum nú ekki í klærnar á sósialistana !
Ragnar (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:28
Tökum þetta í réttri röð.
Ekki var það Össur sem veitti Robert James Fischer pólitískt hæli hér á landi í óþökk Bandarískra stjórnvalda sem síðan ákváðu að hegna Íslendingum með því að gera ekki gjaldmiðlasamning milli landana.
Leibbi (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:34
Hmm.. Dreymdi draum í nótt og hnipraði niður á blað "Sjálfstæði Íslendinga fargað fyrir hagsmuni BNA". Þessu liði er ekki treystandi.
R (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 18:22
Af hverju er ekki hægt að skilja að alheims-sátt og friður er það eina sem dugar? Má alls ekki leggja gömlum og blóði drifnum græðgis-sverðum? Hverju hafa stríðs-sverðin skilað heiminum? Þjóðir drepa með annarri hendinni og hjálpa með hinni? Hræsni?
Er það siðmenntuðum þjóðum fyrirmunað að skilja að öðruvísi en með virðingu, mannúð, skynsemi og friði, gengur þetta ekki lengur í þessari heimsvöggu okkar allra? M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.6.2010 kl. 21:26
@Ragnar:
- ég er ennþá hlæjandi !! En að gríni slepptu þá er ég nú ögn hissa en líka eilítið upp með mér að hún skuli hafa ákveðið að heiðra Ísland í tilefni morgundagsins. Get ekki alveg gert upp við mig hvort þetta boði gott eða slæmt.Ragnar Kristján Gestsson, 16.6.2010 kl. 21:39
Lets face it.........Iceland is very important..........
()
Fair play (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.