Minnimáttarkennd Samfylkingar og Vinstri grænna

Undanfarin ár, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið landsfundi sína, hefur Samfylkingin alltaf boðað til síns landsfundar á sama tíma og alltaf beðið eftir að Sjálfstæðisflokkurinn greindi frá dagsetningum síns fundar og í kjölfarið auglýst sinn fund á sömu dögum.

Nú í endaðan júní heldur Sjálfstæðisflokkurinn aukalandsfund, aðallega til þess að kjósa nýjan varaformann, ásamt umræðu um þjóðfélagsmálin og þá rýkur Samfylkingin til og auglýsir flokksráðsfund á sömu dagsetningu og Sjálfstæðisflokkurinn heldur sinn fund.  Að þessu sinni tekur VG móðurflokk sinn, Samfylkinguna, til fyrirmyndar og boðar einnig til flokksráðsfundar.

Samfylkingin hefur haft þennan hátt á undanfarin ár, vegna öfundar út í þá athygli sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins vekur ávallt, enda mikill viðburður, þegar stærsti flokkur landsins heldur sína glæsilegu landsfundi.  Með þessu reynir Samfylkingin að draga úr athyglinni, sem beinist að Sjálfstæðismönnum og vill fá að vera með í umræðunni, sem skapast vegna landsfundar Sjálfstæðisflokksins.

Vinstri grænir grípa til sama ráðs að þessu sinni og lýsir þetta auðvitað engu öðru en mikilli minnimáttarkennd gagnvart alvöru stjórnmálafundi Sjálfstæðismanna.


mbl.is Boða til flokksráðsfunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Axel, þetta er hárrétt hjá þér, þetta er aðeins gert í þeim eina tilgangi að draga úr athygli sem Sjálfstæðisflokkurinn annars fengi, og í raun lái ég  þeim það ekki, þetta er ekkert annað en bissniss, (ef ég má sletta aðeins ) en þetta segir svo margt um pólítikina, hve rotin hún er í raun!!!

Guðmundur Júlíusson, 12.6.2010 kl. 22:26

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þá getur Rúv og Fréttablaðið fjallað um sína kæru Samfylkingu.

Ragnar Gunnlaugsson, 12.6.2010 kl. 22:54

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég verð að viðurkenna að ég soldið forvitinn að fá að vita, hvers "andi" er núna sestur í Samfylkinguna.  Eins og fólk kannski man, þá afsakaði Jóhanna þátttöku Samfylkingarinnar í "hrunstjórninni" að flokkurinn hafi, frá kosninganótt eftir kosningar 2007, til 1. feb 2009, verið "andsetinn" af Tony Blair. (Blairismi)

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.6.2010 kl. 22:59

4 identicon

Vinstra ruslið þarfð stóratburð eins og Landfund til að fela skattaránið sem þeir ákveða að segja frá þá helgi

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 03:27

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta er nú dálítið fyndið - VG er að elta Sf inn í Evrópusúpuna og eltir núna líka inn í kerfi Sf með fundartíma. Kanski halda flokkarnir að þetta sé eins og jólin - og ef XD haldi fund eigi aðrir að gera það líka.

Tek undir með Sigurbirni - þetta gæti verið til staðar - vona þó að ekki komi fram fleiri hryðjuverk í bili.

Ragnar - þessir fjölmiðlar hafa stundað það að afflytja mál XD  -  við eigum að hafa samband við fréttastofurnar í hvert skipti sem við sjáum slíkt enda er slíkur málflutningur villandi og gefur almenningi kolrangar myndir af málum.

Við eigum að krefja fréttastjórana um hlutlausar fréttir.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.6.2010 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband