Prestur sem misskildi illilega hlutverk sitt

Rúandíski presturinn Francois Bazaramba hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi í Finnlandi fyrir þátttöku sína í fjöldamorðum í heimalandi sínu árið 1994, þegar Hútúar drápu a.m.k. 800.000 Tútsaí hundrað daga blóðbaði.

Fram kemur í dómnum að Bazaramba hafi ætlað sér að eyða öllum tútsum í Rúanda.  Eitthvað hefur þessi prestur misskilið hlutverk sitt í embætti, því náð og miskunn gagnvart óvinum sínum hefur ekki legið þungt á honum þessa blóði drifnu daga.

Eitt af verkefnum presta er vissulega að jarða látna, en þá venjulega einn og einn í einu og biðja þá fyrir sálu viðkomandi og óska honum vistar í sjálfu himnaríki.

Varla hefur presturinn verið að hugsa um að koma þessum samborgurum sínum til eilífrar sæluvistar á himnum með þátttöku sinni í drápi þeirra Rúandabúa, sem voru svo óheppnir að fæðast ekki innan sama ættflokks og guðsmaðurinn sjálfur.

Þetta framferði prestsins er svo ógeðslegt, að hroll setur að öllu venjulegu fólki, enda er svona brjálæði algerlega ótrúlegt, en því miður ekki einsdæmi. 


mbl.is Prestur sekur um fjöldamorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Voru það ekki prestar sem gengu harðast fram í seinni heimstyrjöldinni, sbr Ustasha króata. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Fram fram kristnir menn...

Árni Þór Björnsson, 12.6.2010 kl. 16:32

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Nú er ég stollt af Finnum.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 12.6.2010 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband