11.6.2010 | 08:38
Nú verður stjórnin að taka sig á í atvinnumálunum
Langtímaatvinnuleysi er orðið mikið böl, sem herjar sífellt á fleiri og fleiri fjölskyldur, en fólk missir atvinnuleysisbætur eftir að hafa verið á atvinnuleysisskrá í 1.200 daga og nú hefur margur náð þeim dagafjölda og mun sá fjöldi vaxa mikið á næstu mánuðum.
Þegar atvinnuleysisbótunum sleppir, er fólki vísað á sveitina, eins og það var kallað í gamla daga, þ.e. sveitarfélögin eiga þá að taka við að greiða framfærslustyrki, sem eru lægri en atvinnuleysisbæturnar og fást ekki, ef einhverjar aðrar tekjur eru fyrir hendi á heimilinu. Þannig kemur fram í Mogganum í morgun að kona í Reykjanesbæ, sem misst hefur atvinnuleysisbæturnar, á ekki rétt á framfærslustyrk sveitarfélagsins, vegna þess að eiginmaður hennar er ennþá á atvinnuleysisbótum.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Moggann: "Margt fólk hefur enn ekki fundið sér vinnu og segir Gissur greiðslu bóta þannig færast yfir á sveitarfélög að miklu leyti á næstu misserum ef ekki tekur að birta til í efnahagsmálum þjóðarinnar."
Það mun ekkert birta til í efnahagsmálum þjóðarinnar á meðan að ríkisstjórnin berst með kjafti og klóm gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu og sérstaklega verkefnum, sem eru mannaflsfrek og erlendir aðilar eru tilbúnir til að ráðast í.
Það er stjórninni til ævarandi skammar, að vísa vinnufúsu fólki á guð og gaddinn, í stað þess að grípa öll tækifæri til að skapa atvinnu fyrir fólkið.
Brátt hverfa bæturnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Væri ekki nær að láta Bankanna borga okkur sem erum búinn að vera án atvinnu í 3 ár og rúmlega bætur VMST .
Þeir komu okkur á kaldan klaka í hruninu .
Ég sé ekki að sveitarfélögin hafi ekki bolmagn til að greiða okkur bætur .
Er hægt að greiða lægra en Atvinnuleysisbætur VMST mér er bara spurn ????????????
Guðjón Ólafsson, 11.6.2010 kl. 10:06
Guðjón, auðvitað hafa sveitarfélögin ekkert bolmagn til að taka að sér að greiða þúsundum manna framfærslustyrki.
Eina lausnin á málinu er að koma atvinnulífinu í gang og búa til ný störf. Ríkisstjórnin virðist bara ekki hafa nokkurn einasta skilning á því, enda tefur hún og skemmir fyrir allri atvinnuuppbyggingu sem þó væri mögulegt að koma í gang.
Því miður er ekkert sem bendir til, að sá skilningur stjórnarinnar sé nokkuð að glæðast.
Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2010 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.