Lofaði ríkisstjórnin aðeins atvinnuleysi á almennum vinnumarkaði?

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Árni Stefán Jónsson, formannur Starfsmannafélags Reykjavíkur (SFR), eru komnir í hár saman vegna ágreinings um hvort ríkisstjórnin hafi lofað opinberum starfsmönnum því, við gerð stöðugleikasáttmálans, að starfsfólk á almennum vinnumarkaði yrði látið finna fyrir aulagangi stjórnarinnar í atvinnumálum, en opinberum starfsmönnum yrði algerlega hlíft við afleiðingum kreppunnar.

Árni Stefán segir m.a. í leiðara SFR-blaðsins:  "SFR telur sig hafa loforð ríkisstjórnarinnar um að uppsögn starfsmanna verði síðasta úrræðið og það verði ekki gert nema í algjörri neyð.“  Þessu mótmæir Gylfi algjörlega og segir ríkisstjórnina einmitt hafa lofað, að ríkisstarfsmenn yrðu látnir finna fyrir kreppunni, eins og aðrir, frá og með árinu 2011.

Opinberir starfsmenn eru ekki vanir því, að sveiflur í efnahagslífinu hefðu hin minnstu áhrif á starfsöryggi þeirra né kaup og kjör og því varla nema von, að þeir bregðist ókvæða við öllum hugmyndum um að þurfa að taka á sig skerðingar og jafnvel uppsagnir, núna þegar einhver versta kreppa á lýðveldistímanum skekur þjóðlífið.

Fréttirnar af því, að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um 16.000 frá 2008, eru með öllu óskiljanlegar og óútskýrt til hvaða starfa allt þetta fólk hefur verið ráðið, eftir að verkefnum í þjóðfélaginu snarfækkaði og hlýtur það að eiga við opinber störf jafnt og störf á almennum markaði.

Það gæti nú varla talist harkalegur niðurskurður, þó fjöldi opinberra starfsmanna yrði færður í sama horf og var árið 2008.


mbl.is ASÍ og SFR greinir á um loforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tortola Gylfi stendur enn og aftur með sínu fólki. Ekki að spyrja að helsta bakhjarli þessarar hryllilegu ríkisstjórnar. Það færi best á því að Gylfi myndi bara taka sæti í ríkisstjórninni fyrir hönd samfylkingar. Hann lét jú ASÍ álykta um að Íslendingar ættu að ganga í ESB og taka up evruna. Þarf að segja meira?

joi (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 20:43

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Engu skiptir hverju ríkisstjórnin lofar, hún stendur ekki við neitt hvort eð er. Hvort einhverjir forsvsarsmenn stétarfélaga eru að rífast sín á milli skiptir litlu máli líka, það hlustar enginn á þá.

Gylfi Arnbjörnsson er lítill kall, nú þegar allt er komið ti andsk..... hjá launafólki stendur hann loks upp og þykist vera að verja kjör þeirra. Hvar var þessi mannleysa meðan eitthvað var hægt að gera fyrir launafólk? Því er fljótt svarað, hann hékk í pilsfaldi Ingibjargar Sólrúnar með ofbyrtu í augunum af aðdáun á snilli hennar.

Það hvort væringar verða á vinnumaraði í haust verður Gylfi ekki spurður að. Ef ekkert verður farið að gera af viti fyrir fólkið í landinu, fólk sem þráir það eitt að fá vinnu svo það geti staðið við sínar skuldbindingar, má búast við hinu versta. Gylfi Arnbjörnsson hefur ekkert um það mál að segja né nokkuð annað er snýr að launafólki!!

Ef rétt er að fjölgað hafi opinberum starfsmönnum um 16.000 frá 2008 eru það enn ein staðfestingin á að hér eigi að koma á kommonísku stjórnkerfi í anda Sovét, Kína og Norður Kóreu.

Gunnar Heiðarsson, 10.6.2010 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband