Davíð Oddsson alltaf samur við Jón Ásgeir í Bónus

Enn ofsækir Davíð Oddsson sakleysingjann Jón Ásgeir í Bónus, en nýjasta útspilið af hans hálfu er að láta Héraðsdóm dæma 365 miðla til að borga þrotabúi Íslenskrar afþreyingar 160 milljónir króna, með dráttarvöxtum, eingöngu vegna þess að Jón Ásgeir gaf sjálfum sér afslátt, sem þessari upphæð nam, þegar hann keypti fjölmiðlana af sjálfum sér og skildi þrotabúið eftir með fimm milljarða skuldir, en engar eignir á móti.

Ekki er nóg með að Davíð láti Héraðsdóm kveða upp svona ósanngjarnan dóm, en allir vita að Davíð stjórnar öllu í þessu landi, nema Jóhönnu Sigurðardóttur, heldur birtir hann líka frétt af þessum gjörningi fyrir alþjóð á mbl.is, en allir vita líka, að það jafngildir einelti að segja fréttir, eins og Jóhanna Sigurðardóttir hefur útskýrt vandlega fyrir þjóðinni.

Hins vegar flokkast það ekki undir þjónkun við Jón Ásgeir, þegar fréttastofa Stöðvar 2 skýrir vandlega fyrir áheyrendum, að fyrrum fyrirtæki Jóns Ásgeirs, Iceland, mali nú gull fyrir Landsbankann og muni fara langt með að greiða Icesave.  Ekki dettur fréttastofunni í hug, að ef um hagnað af verslunarkeðjunni er að ræða núna, þá mun hann ganga til að greiða eitthvað af þeim hundruðum milljarða skuldum, sem Jón Ásgeir skildi sjálfur eftir í ýmsum þrotabúum, þegar loftbóluviðskipaveldi hans sprakk í loft upp.

Já, Jón Ásgeir í Bónus getur borið höfuðið hátt, en Davíð Oddsson ætti að skammast sín.

Það segir Bubbi Mortens að minnsta kosti og hann veit sko alveg hvað hann syngur.


mbl.is Gert að greiða 160 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha?  Bíddu er ég að skilja þetta rétt, ertu að tala um þennan Jón sem var einn af aðal áhrifavöldunum að fjármálakerfi landsins fór í rúst?  Á hann að bera höfuðið hátt?

Jóhannes (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 21:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svo segja Bubbi Mortens og Ólafur Arnarsson.

Axel Jóhann Axelsson, 8.6.2010 kl. 22:43

3 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Þessi færsla hjá þér, Axel, hlýtur að vera brandari. :)

Margeir Örn Óskarsson, 9.6.2010 kl. 08:13

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Margeir, færslan er skrifuð í anda Besta flokksins.  Bara kaldhæðni og grín, sem er ekkert fyndið þegar upp er staðið.

Skrif Bubba Mortens og Ólafs Arnarssonar á Pressunni gáfu innblásturinn, en þeir eru tryggir Baugspennar.

Axel Jóhann Axelsson, 9.6.2010 kl. 08:26

5 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Tókstu ekki eftir broskallinum hehe.... jú mér fannst þetta fyndið. Ég hef einhverra hluta vegna fulla trú á Besta flokknum. Þar verða að öllum líkindum teknar heiðarlegar ákvarðanir en ekki ákvarðanir í þágu flokksins. Vonum allavegana það besta.

Margeir Örn Óskarsson, 9.6.2010 kl. 09:27

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Takk fyrir að taka þessu eins og til var ætlast.  Ég tek undir með þér og vona það besta með Besta.

Axel Jóhann Axelsson, 9.6.2010 kl. 10:44

7 identicon

Ólafur Arnarsson er einn sá alómerkilegasti af slorpennunum á Pressunni. Um fjármál hans má lesa í nýföllnum dómi Hæstaréttar þar sem staðfestur er dómur Héraðsdóms um að hafna beiðni Ólafs um greiðsluaðlögun. Ástæða höfnunarinnar er sú að fjármál mannsins eru tómt svínarí. Svo þykist þessi maður geta lagt öðrum línurnar á netinu og í sjónvarpi, hvílíkt rusl af manni.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 10:54

8 identicon

"Og poppstjarnan er blind", söng Bubbi einu sinni fyrir löngu.  Spurning hvort þetta eigi ekki vel við hann sjálfan síðustu árin. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband