Sannleiksskylda eða sannleiksást

Birgir Ármannsson, þingmaður, hefur lagt fram fyrirspurn til forsætisráðherra um sannleiksskyldu ráðherra, ekki eingöngu vegna missagna Jóhönnu um laun seðlabankastjóra, heldur almennt, t.d. yfirlýsingar ráðherra um stöðu bankanna fyrir hrun, en fram undir það síðasta kepptust ráðherrar við að lýsa því yfir, að bankarnir væru við góða heilsu og ekkert væri að óttast um örlög þeirra.

Birgir segir m.a:  "Gefi ráðherra þinginu upplýsingar sem hann veit að eru rangar eða villandi kann það að varða við lög um ráðherraábyrgð.  Hins vegar hefur lítið sem ekkert reynt á þetta í framkvæmd, þannig að hér á landi hefur kannski fyrst og fremst verið um pólitíska ábyrgð að ræða. En einmitt af þeim sökum tel ég ástæðu til að vekja athygli á því að það kunni að vera tilefni til að skýra þessar reglur og herða þær.“

Í sambandi við þetta vaknar sú spurning, hvort ráðherra myndi ekki alltaf halda því fram, að hann hefði ekki vitað að hann væri að gefa rangar eða villandi upplýsingar.  Í sambandi við bankahrunið geta ráðherrarnir sagt að þeir hafi trúað þeim upplýsingum, sem komu frá bönkunum sjálfum, um að allt væri í himnalagi, þótt Davíð Oddsson hafi sagt annað.  Samfylkingarráðherrar a.m.k. vildu aldrei trúa einu orði sem hann sagði og geta því notað það sem afsökun fyrir því, að hafa ekki gripið til neinna sérstakra aðgerða í aðdraganda bankahrunsins.

Það gæti reynst þrautin þyngri, að sanna að ráðherrar gefi villandi og rangar upplýsingar.  Hvernig á að sanna að Jóhanna hafi vitað allt um launaplottið í seðlabankanum, þó hún harðneiti því og segist aldrei tala við nokkurn mann í ráðuneytinu og enn síður vinkonu sína Láru V. Júlíusdóttur.

Þegar allt kemur til alls, er það sannleiksástin, sem skiptir mestu máli.


mbl.is Spyr um sannleiksskyldu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband