Launamisrétti kynjanna innan Kaupþings yfirgengilegt

Héraðsdómur Reykjavíkur tók launakröfur nokkurra yfirmanna Kaupþings á hendur þrotabúinu fyrir í morgun og er nokkuð hart fyrir þetta fólk, að þurfa að leita til dómstóla til að fá sanngjarnar launakröfur sínar samþykktar, því verður er verkamaðurinn launa sinna, eins og þar stendur.

Steingrímur P. Kárasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings, gerir kröfu um vangoldin laun að upphæð 81 milljónar króna, Ingólfur Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, gerir kröfu um 25 milljónir og Guðný Arna Sveinsdótti, fyrrv. framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs bankans, gerir aðeins kröfu um vangreidd laun að upphæð rúmlega 12 milljóna.

Ekki verður annað séð af þessum kröfum, en að hrópandi launamisrétti milli kynjanna hafi viðgengist innan Kaupþings, þar sem Guðný Arna, sem var framkvæmdastjóri, rétt eins og Steingrímur P., er ekki hálfdrættingur á við Ingólf í launakröfu sinni og ekki nema 12% af kröfu kollega síns, Steingríms.

Að vísu báru þeir félagar Steingrímur og Ingólfur svo gríðarlega mikla ábyrgð, að Sérstakur saksóknari sá ástæðu til að setja þá í tugthúsið í nokkra daga, en Guðný Arna hefur bara sofið heima hjá sér, eftir því sem best er vitað. 

Eftir sem áður verða laun hennar að teljast hafa verið smánarleg í samanburði við félaga hennar, því einkennilegt er ef ábyrgð hennar sem yfirmanns fjármála- og rekstrar er svona lítils virði í samanburði við áhættustýringuna, sem Steingrímur sá um og sinnti raunar af einstakri varkárni, eins og fram hefur komið.

Þetta er ekki fallegt til afspurnar um það jafnrétti kynjanna, sem ríkt hefur innan Kaupþings.


mbl.is Launakröfur Kaupþingsstjóra fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband