Þaulskipulögð svikaflétta

Samkvæmt úrdrætti úr símtali milli tveggja starfsmanna Kaupþings, þeirra Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar á fyrirtækjasviði og Lilju Steinþórsdóttur í innri endurskoðun, kemur fram að starfsmenn bankans stunduðu skipulögð svik, algerlega vísvitandi, vegna "viðskipta" með hlutabréf í bankanum, sem bankinn lánaði sjálfur fyrir, gegn engum öðrum veðum en í bréfunum sjálfum.

Eftirfarandi brot úr símtalinu sýnir þetta glögglega:

LS: Ok, af hverju var Choice stofnað, eða hvers konar félag var það?
HBL: Þetta var enn eitt BVI félagið sko.
LS: Já er þetta bara til að flækja slóðina eða af hverju er þetta gert svona?
HBL: Já þetta er raunverulega til þess að fela það að Óli átti helminginn í þessu sko.
LS: Já ok.

Innri endurskoðun bankans átti að fylgjast með því, að öll útlán og önnur starfsemi bankans uppfyllti ströngustu lög og kröfur um bankastarfsemi, en af þessu samtali sést, að innri endurskoðendur bankans vissu um svikaflétturnar og tóku virkan þátt í að "flækja slóðina".

Vandséð er hvernig Fjármálaeftirlitið hefði haft einhverja raunhæfa möguleika á að koma í veg fyrir þetta meinta "innra bankarán".

 


mbl.is DV: Slóð Ólafs í Al-Tahini fléttunni falin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þetta er nú því miður ekki eina dæmið þar sem reynt var að leyna FME upplýsingum, eða leggja stein í götu þess.

 Ég minnist þess að á kveldi þess dags sem að Skýrslan "góða" kom loksins út, þá hafi verið, að mig minnir, tveggja og hálfs tíma þáttur í RÚV um efni skýrslunnar.  Í þeim þætti kom fram, er rætt var við Jónas Fr. Jónsson fyrrv. forstjóra FME, að umboðsmaður Alþingis, eða sá sem gengdi því embætti, fyrir hrun og sat í Rannsóknarnefndinni, hafi á fundi með fulltrúum Félags Banka og fjárfestingafyrirtækja, hvatt menn til að "kvarta", eða láta umboðsmann Alþingis vita, ef að FME, væri með einhver "leiðindi".  (Þess má reyndar geta að nefndur nefndarmaður, er sagður hafa vikið sæti, þegar málefni FME voru rædd í vinnu nefndarinnar, vegna tengsla sinna við starfsmann FME)

 Þrátt fyrir að áðurnefdur nefndarmaður, Tryggvi Gunnarsson, hafi einnig setið í sjónvarpssal, á meðan viðtalið við Jónas fór fram, þá brugðust fréttamenn RÚV  algjörlega þarna, með því að láta það hjá líða, að spyrja Tryggva útí orð Jónasar.  Má alveg í ljósi þess spyrja, hvort nefndarmenn hafi, setið í sjónvarpssal, kvöldlangt, til þess eins að svara, áður ákveðnum spurningum, en neitað "tilfallandi" spurningum, sem gætu "poppað" upp í framvindu þáttarins?

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.6.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband