5.6.2010 | 15:14
Ríkisstjórnin hlýtur að stöðva málið strax
Ríkisstjórnin hefur barist af öllu sínu afli gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu í landinu, framlengingu kreppunnar og auknu atvinnuleysi.
Sérstaklega hefur henni verið uppsigað við allar mannaflsfrekar framkvæmdir og því meir, ef hætta hefur verið á að erlendir aðilar hafi verið tilbúnir til að fjárfesta hérlendis, með tilkomu innstreymis gjaldeyris, sem er það sem þjóðarbúið skortir einna mest um þessar mundir.
Rio Tinto er nú tilbúið til að auka afköst álversins í Straumsvík, með fjárfestingu upp á 250 milljónir dollara, að sjálfsögðu með ákveðnu rekstraröryggi til framtíðar í huga og setur því þau skilyrði, að Búðarhálsvirkjun verði kláruð og að orkuskattar verði ekki hækkaðir úr hófi, en þeir nema nú um einni milljón króna á dag hjá fyrirtækinu.
Ólafur Teitur, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir í viðtali mið Mbl, að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi litið svo á að samkomulag væri í gildi um það hvernig skattamálum yrði háttað á næstu árum, í rekstrarumhverfi álversins.
Það er meira en einkennilegt að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi látið sér detta í hug að ríkisstjórn Samfylkingar og VG myndi standa við gerða samninga.
Það hefur hún aldrei gert og fer varla að byrja á því núna.
Rio Tinto vill straumhækkunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er einfaldlega rangt hjá þér að ríkisstjórnin sé eða hafi verið að bregða færi fyrir atvinnuuppbyggingu. Það eina, sem gert hefur verið er að gera sjálfsagða kröfu um að eðlilegum leikrglum sé fylgt þar með talið að gert sé faglegt umhverfismat og að farið sé eftir lögum við skipulagsvinnu. Það er aldrei mikilvægara en í kreppu að passa vel upp á faglega vinnu og þá sérstaklega varðandi umhverfismat og standast allan þrýsting um að gefa afslátt frá því. Kreppur koma og fara en framkvæmdir, sem valda óásættanlegum óafturkræfum umhverfisspjöllum eru ekki teknar til baka. Það er einfaldlega ekki sanngjarnt gagnvarft komandi kynslóðum að láta þær sitja uppi með óafturkræf umhverfsspjöll fyrir það eitt að stytta eina tímabundna kreppu.
Sigurður M Grétarsson, 5.6.2010 kl. 15:34
Það er enginn að tala um að virkja hvaða á sem er, bara til að virkja. Fram eru komin drög að lista yfir ásættanlega virkjanakosti og hægt væri að fara í þá, sem efstir eru á blaði þar, t.d. Búðarhálsvirkjun.
Svo eru það gufuaflsvirkjanirnar, bæði fyrir sunnan og norðan, en eins og sagði hér að ofan, hefur ríkisstjórnin barist með offorsi gegn öllum þeim kostum, sem til greina hafa komið til aukinnar atvinnu í landinu.
Það eina sem stjórnin eflir er aukning atvinnuleysisins.
Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2010 kl. 17:50
Fyrir utan einhver átök til atvinnusköpunnar, sem mestu leyti eru fjármögnuð með tryggingargjaldi atvinnuvegana ( Atvinnuleysistryggingarsjóður) og skapa engin verðmæti ásamt lögum um strandveiði, er í rauninni aðeins eitt atvinnusköpunnarverkefni sem stjórnvöld hafa beitt sér í. Það er gagnaverið á Reykjanesi. Innstu koppar í því verkefni, eru eins og velflestir vita, Björgólfur Thor og eins og enn færri vita, Vilhjálmur Þorsteinsson, viðskiptafélagi Björgólfs til nokkurra ára í t.d. CCP. Það vita líklega enn færri, enda umræður um slíkt barðar niður af hörku, að Vilhjálmur þessi er varaþingmaður Samfylkingar í Reykjavík og formaður stýrihóps Iðnaðarráðherra um orkunýtingu.
Þau lög um gagnaverið í Reykjanesbæ, sem nú bíða þriðju umræðu og atkvæðagreiðslu, ef ég man rétt, eru "sérlög", þ.e. lög sem gilda eingöngu, um þessa einu framkvæmd. Sérlög þessi eru hins vegar byggð á frumvarpi að almennum lögum um erlenda fjárfestinu, sem legið hefur mánuðum saman í Fjármálaráðuneytinu, og beðið þess að þeim Steingrími J. og Indriða H. , Þóknist að gefa sér tima til þess að "útfæra skattaþátt frumvarpsins", eins og það er kallað.
Það að einn fjárfestingar kostur af rúmlega tíu sem nú bíða almennu lagana sé tekinn út, orkar vissulega tvímælis og þá sérstaklega, þegar litið er til þess, hverjir standa á bakvið þann fjárfestingarkost.
Það mál lyktar því mjög svo af því sem að leiðtogar núverandi ríkisstjórnar hafa fordæmt fyrri ríkisstjórnir fyrir og kallað einkavinavæðingu.
Kristinn Karl Brynjarsson, 5.6.2010 kl. 18:26
Kristinn Karl, þú gleymir því atvinnuátaki sem Steingrímur J. hefur gortað mest af undanfarið, en það er að útvega gróðursetningarverkefni o.fl. til að hægt sé að útvíkka unglingavinnuna í sumar, svo hægt verði að hækka aldursviðmiðið upp í 25 ár.
Slíka sumarvinnu, sem fjármagnast aðallega af Atvinnuleysistryggingasjóði kalla stjórnarherrarnir stórkostlegt átak í atvinnumálum.
Ég hef hinsvegar ekki haft spurnir af neinum, sem er sammála því að þetta sé mikið afrek.
Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2010 kl. 18:35
Axel - sýndi sanngirni - það er ekki svo langt síðan Steingrímur mærði bjórverksmiðju fyrir norðan.
Dálítið langt fyrir Suðurnesjamenn að sækja vinnu fyrir norðan - en hvað um það - hann var hlyntur verksmiðjunni.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.6.2010 kl. 03:52
Það má vel vera að ríkisstjórnin gæti gert meira en hún hefur gert til að auka atvinnu. Það er hins vegar kjaftæði að ríkisstjórnin hafi unnið gegn atvinnuuppbyggingu. Það að gera kröfu um eðlilega rannókn á unhverfisáhrifum framkvæmda áður en tekin er afstaða til þess hvort það eigi að heimila þær er einfaldlega dæmi um fagleg vinnubrögð en ekki um að verið sé að bregða fæti fyrir uppbyggingu. Greinin hér í upphafi er því kjaftæði frá upphafi til enda.
Sigurður M Grétarsson, 6.6.2010 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.