Nektin vekur athygli

Í landkynningarmyndbandi við lag Emelíu Torrini, Jungle Drum, dansar fólk út um allt Ísland, í borg, þorpum, láglendi, hálendi og upp á jöklum, svo eitthvað sé nefnt.

Í einnar sekúndu bút í myndinni sést nakið par stökkva ofan í heita laug í óbyggðum, en að öðru leyti er fólk ekki mjög fáklætt við dansiðkunina.

Danir a.m.k. taka strax aðallega eftir þessu nakta pari og finna umsvifalaust út, að þægilegt sé að vera berrassaður út um allar trissur á Íslandi og gera ferðaátakinu góð og vinsamleg skil fyrir vikið.

Engum sögum fer hins vegar af landslaginu eða danslist mörlandans.


mbl.is Gott að vera berrassaður á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvar er askan og mistrið og gosið sem er viðvarandi hjá okkur í dag í myndbandinu?

Sigurður Haraldsson, 5.6.2010 kl. 00:53

2 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Er það ekki einmitt tilgangur myndbandsins, að sýna að það sé ekki bara aska og helvíti á Íslandi.

Þegar þú ert að reyna að BÆTA ýmind út á við, þá dregur þú ekki fram það neikvæða sem GÆTI gerst.

Ívar Jón Arnarson, 5.6.2010 kl. 00:59

3 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Ég persónulega hlakka bara til að sjá fullt af nöktum Dönum út um allar trissur :)

Ívar Jón Arnarson, 5.6.2010 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband