Eru Skagamenn að komast á skrið?

Gamla góða ÍA liðið hefur ekki verið að gera stóra hluti í fótboltanum undanfarin ár og spilað í 1. deild án þess að ná þar sérstaklega góðum árangri.  Liðið hefur að mestu verið skipað heimamönnum og verið að byggja upp alveg nýtt lið frá grunni og voru vonir bundnar við að félaginu myndi ganga vel í sumar og jafvel komast upp í úrvalsdeildina, en annarsstaðar en þar kunna Skagamenn ekki vel við sig.

Liðið hefur ekki farið vel af stað það sem af er vertíðinni, það hefur spilað fjóra leiki og aðeins gert eitt jafntefli, en tapað þrem leikjum.  Þó sagt sé að fall sé fararheill, er þessi byrjun á mótinu ekki ásættanlegt fyrir þetta fyrrum stórveldi í knattspyrnunni.

Í dag komst liðið í 16. liða úrslit Visa-bikarsins eftir sigur á úrvalsdeildarliði Selfoss og hlýtur sá sigur að vera mikil vítamínssprauta fyrir liðið og er það nú vonandi komið á beinu brautina og nýtir sér þessa velgengni til stærri og meiri afreka í sumar.

ÍA á hvergi heima nema í úrvalsdeild og þessi úrslit hljóta að vekja upp þann sigurvilja í liðinu, sem til þarf.


mbl.is Skagamenn og Fjölnir komust áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  I.A. er alltaf best,   mannað heima- leikmönnum. Sú var tíðin að áhangendur liðsims voru jafnmargir á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2010 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband