2.6.2010 | 23:34
Meirihlutaviðræður eða brandarakeppni?
Engum, sem hefur fylgst með ferli Dags B. Eggertssonar, hefur þótt hann fyndinn en hinsvegar hefur hann getið sér orð fyrir að tala mikið, án þess að segja nokkuð. Ekki síst þess vegna tapaði Samfylkingin miklu fylgi í Reykjavík og sá sem oftast var strikaður út af listanum í kosningunum var einmitt oddvitinn, Dagur B.
Núna, eftir að Samfylkingin er komin í meirihlutaviðræður við "Besta"flokkinn virðist Dagur B. vera kominn í samkeppni við Jón Gnarr um að reyna að vera fyndinn og er farinn að slá um sig með "bröndurum" Gnarrista, t.d. að tala um trúnaðarsamræður á leynifundum, þar sem hvorki er talað í trúnaði, né að fundirnir séu leynilegir, enda yfirleitt skýrt frá því fyrirfram hvar þeir skuli haldnir og hvenær.
Eftir að meirihlutaviðræðurnar byrjuðu hefur Jón Gnarr haldið sig frá fjölmiðlum, en teflt fram "aðstoðarkonu sinni", eins og sönnum stjórnmálamanni af stærri gerðinni sæmir, enda ekkert inni í málefnum Reykjavíkurborgar og rekstri hennar, eins og hann sýndi og sannaði margoft í kosningabaráttunni og stór hluti kjósenda í Reykjavík taldi mikinn kost á framtíðarleiðtoga sínum.
Þrátt fyrir að Dagur B. reyni að vera fyndinn, er hann alltaf sami gamli góði Dagu B., eins og lokamálsgreinin í fréttinni sýnir glögglega, en hún er svona:
"Þessi sami kraftur hefur orðið til þess að Dagur velti fyrir sér hvort hann geti skipt máli í sjálfu sér til þess að gera það sem við ætluðum en mistókst að sumu leyti; að vekja borgina. Að vekja borgarbúa og rífa samfélagið saman. Fram til nýrra átaka, til að takast á við kreppuna og koma okkur á næsta reit með meiri bjartsýni og von en samfélagið hefur einkennst af, skiljanlega."
Dagur B. þyrfti að hafa með sér "aðstoðarkonu" til að þýða það sem hann segir yfir á íslensku.
Trúnaðarsamtöl á leynifundum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líttu á björtu hliðarnar. Það er a.m.k. léttir að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í viðræðum við þetta lið, ekki satt?
Brandur (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 23:48
Það er léttir að Sjálfstæðisflokkurinn verður að öllum líkindum ekki við stjórnvölin í Reykjavík næstu 4 ári
Guðmundur Freyr (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 00:26
nákvæmlega... mér er mjööööög létt
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 01:13
Ég held það skipti engu máli hvað Dagur eða samfylkingin gera í borgarmálum..
Það mun aldrei neitt toppa fíflalæti Sjálfstæðismanna í Ólafsmálinu á síðasta kjörtímabili
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 02:00
...það kom skýrt fram eftir einn leynifundinn að Reykjavík verður fyrsta borgin sem leyfir ættleiðingu á Sjálfstæðismönnum og öðrum andfélagslegum rónum...ég var að spá í að ættleiða tvær sjálfstæðiskonur úr stjórnmálalífinnu og kenna þeim uppvask og að þvo þvott. það getur komið sér vel í framtíðinni að kunna svona og mér líður vel af góðverkum...
Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 02:01
Athugasemdir nr. 2-5 eru fullar af gríni og glensi í anda vinstri manna, því varla eru Gnarristar svona mislukkaðir brandarakallar. Þeir eru svo miklu þróaðri í gríninu og eftirhermurnar komast ekki ennþá með tærnar þar sem Grarristar eru með hælana.
Axel Jóhann Axelsson, 3.6.2010 kl. 08:15
Sæll Axel og takk fyrir stuðninginn, þú ert snillingur og ég persónulega er þakklátur fyrir hvert orð sem þú skrifar um okkur í Besta flokknum.
Takk vinur og eigðu yndislegann dag
Kv Ágúst Már Garðarsson
Og þó leiðtogi viss flokks vinni við eitthvað ákveðið þá er ekki endilega víst að allir í flokknum geri nákvæmlega það sama?
Einhver Ágúst, 3.6.2010 kl. 08:42
Sæll Ágúst og takk fyrir kveðjuna og þakktæti þitt í minn garð er alveg yfirþyrmandi og fyllir hjarta mitt af gleði og hlýju.
Reyndar hefur hvergi verið gefið í skyn að allt Bestaflokksfólk væri grínistar að atvinnu, heldur bara af guðs náð, enda er það oft ekkert síður skemmtilegt fólk en það, sem hefur gamanmál að atvinnu. Þetta sannast t.d. á þér Ágúst minn, sem ert alltaf fyndinn og skemmtilegur, að ekki sé minnst á elskulegheitin a.m.k. í minn garð.
Takk enn og aftur vinur og leiki lífið við þig í dag og alla daga.
Axel Jóhann Axelsson, 3.6.2010 kl. 08:50
Þetta er allt að koma hjá okkur er það ekki? Jú ég held það bara.
Það gleður mig enn meira.
Einhver Ágúst, 3.6.2010 kl. 08:54
Gnarr-istarnir hafa lýst sig vanhæfa til stjórnmála starfs í borginni.
Þeir skynja ekki hvar brandara-mörkin liggja - það er ekki aðeins vanhæfi fyrir stjórnmálamenn - ekki síður er það vanhæfi fyrir - uppistandarann - að þekkja ekki og virða ekki - brandara-mörkin.
Brandari verður misheppnaður og hallærislegur - þegar hann er notaður þar sem brandari á ekki við.
Benedikta E, 3.6.2010 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.