"Besti"brandarinn er orðinn leiðigjarn og fylgið dalar hratt

Með hverri skoðanakönnunni sem birtist kemur í ljós að fylgi "Besta"brandarans dalar stöðugt, enda brandarinn orðinn leiðigjarn og hreinlega leiðinlegur, enda ekkert leiðinlegra en langdreginn og síendurtekinn skrítla.

Því miður er samt útlit fyrir að ekki verði allir orðnir nógu leiðir á fíflaganginum, til þess að þessi nýjasti stjórnmálaflokkur landsins, sem byggður er upp í kringum rugl og fíflagang, fái ekki svona 4 borgarfulltrúa.  Það eru alltof margir borgarfulltrúar, en þó ekki fleiri en svo, að þeir verði til teljandi skaða á næstu fjórum árum, því ábyrgðin á rekstri borgarinnar mun þá hvíla á 10-11 ábyrgum alvöruborgarfulltrúum, sem taka hlutverk sitt alvarlega.

Það er mikið gleðiefni að æ fleiri skuli sjá í gegn um vitleysuna og ætli ekki að vanhelga kosningarétt sinn á morgun.


mbl.is Besti flokkurinn með 6 fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Brostu Axel, vertu kátur :) maður vanhelgar kosningarréttinn sinn með því að kjósa sama flokkinn svo áratugum skiptir, það er ekki lýðræði, það er flokksræði.

Sævar Einarsson, 28.5.2010 kl. 18:57

2 Smámynd: TómasHa

Besta flokksmenn ættu sjálfir að brosa. Fólk er að átta sig á að grínið verður ekkert mjög fyndið lengi og því hefur fylgi flokksins dalað. Á sama tíma virðist gleðin vera að fjara út hjá Besta flokknum.

TómasHa, 28.5.2010 kl. 19:05

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekkert flokksræði, því enginn flokkur er viðstaddur í kjörklefanum, þegar kosið er.  Það er hins vegar helgur réttur í lýðræðisþjóðfélagi að hafa kosningarétt og nýta hann til að kjósa skynsamlegan kost til stjórnunar lands og sveitar.

Kosningaréttur er ekki til að hafa í flimtingum og atkvæði á ekki að eyða í vitleysu.

Axel Jóhann Axelsson, 28.5.2010 kl. 19:06

4 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Atkvæði greitt með Besta Flokknum hefur 10x meira gildi en atkvæði greitt með gömlu stöðnuðu flokkunum, þvi er engin spurning hvað fólk á að kjósa vilji það sjá atkvæði sitt verða að einhverju !

Steinar Immanúel Sörensson, 28.5.2010 kl. 19:55

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Steinar, þarf ekki þetta reikningsgrín frekari skýringa við?  Ég verð að minnsta kosti að viðurkenna að minn húmor nær þessu ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 28.5.2010 kl. 20:13

6 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

það er nú lítið mál að útskýra þetta, lygar, svikin loforð og valdagræðgi og sérhagsmuna pot hafa einkennt stjórnmál síðan ég man eftir mér tæp 40 ár, Fyrir þetta standa stöðnuðu flokkarnir, og slá um sig með úreltum frösum.

Besti flokkurinn er hvort tveggja áróður gegn þessu ríkjandi valdi sem hefur komið okkur á hausinn, og nýjar hugmyndir, hann er bylting án blóðsúthellinga .

Steinar Immanúel Sörensson, 28.5.2010 kl. 20:35

7 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Hvað geta reykvíkingar kosið um í þessum kosningum? Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn, Vinstri grænir, Frjálslyndir, Ólaf F og Besta flokkinn. Fjórflokkarnir hafa hreinlega glatað virðingu fólksins eftir hamaganginn í hruninu, eftir hrunið og svo nú sem stjórnarmeirihluti. Ólafur F er ekki kostur sem margir sjá og svo er það Besti flokkurinn, framboð með fólk sem hefur já skemmt Íslendingum undanfarna áratugi á sviði eða fyrir framan sjónvarspskjáinn. Ætla hér með að segja að þeir einstaklingar sem bjóða sig fram undir merkjum Besta flokksins geta varla gert meiri skandal en hinir sem sitja á þessum listum. Meira segja ættu að hafa meiri innsýn inn á hvað þarf að gera en einhverjar stjórnmálastefnur sem hinir fara eftir eins og um bíblíu væri að ræða. Veistu, ég mundi kjósa þá ef ég hefði ekki flutt lögheimili mitt norður á Akureyri fyrir um ári síðan.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 28.5.2010 kl. 20:41

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvaða nýjar hugmyndir hefur "Besti"brandarinn komið fram með?  Ekki hef ég heyrt eina einustu af viti, helst á þeim nótum að reisa hvítflibbafangelsi og ókeypis í sund og frí handklæði fyrir sundgesti.  Hvar eru alvöruhugmyndir um rekstur borgarinnar?

Þessi bylting, sem þú talar um, er "besti" brandarinn sem hefur heyrst lengi í þessari kosningabaráttu.

Axel Jóhann Axelsson, 28.5.2010 kl. 20:43

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekkert yrði Reykvíkingum meiri fengur en forysta skapandi listamanna. Það fólk hefur orðið að nýta sér eigin verðleika til að komast áfram, því listamaður sem hefur ekki sköpunargáfu, sköpunarþörf og sköpunarkraft koðnar niður áður en hann kemst í hóp viðurkenndra listamanna.

Frambjóðendur Besta flokksins hafa því forskot á alla aðra frambjóðendur í öllu því sem máli skiptir fyrir borgarbúa.

Árni Gunnarsson, 28.5.2010 kl. 21:39

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kosningarnar snúast ekki um besta leikritið, leikinn, skáldsöguna, ljóðið, höggmyndina eða málverkið.  Þær snúast um að velja hæfa fulltrúa til að stjórna höfuðborginni næstu fjögur ár og gera það af ábyrgð og festu.

Það þarf ekkert að vera samasemmerki á milli góðs listamanns og góðs stjórnanda.

Axel Jóhann Axelsson, 28.5.2010 kl. 21:51

11 identicon

Axel, kallar þú Gísla Martein hæfan fulltrúa, maðurinn sem stundaði nám í boði borgarbúa í Edinborg og styrkjakóngur? Ó nei Axel minn. Þetta skaðar Sjálfstæðisflokkinn og ekkert annað.

Doddi (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 21:56

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef fólk er ósátt við einstaka frambjóðendur, þá er bara um að gera að strika viðkomandi út.  Það eru alvarleg skilaboð til frambjóandans og fellir hann jafnvel um sæti, eða alveg af listanum, ef nógu margir gera það sama.

Það er alveg ástæðulaust að skipta um flokk vegna eins einstaklings á listanum.

Axel Jóhann Axelsson, 28.5.2010 kl. 22:31

13 identicon

Þetta er ekki rétt hjá þér Axel, og þú ert búinn að kjósa of oft til þess að ná þessu. Þetta snýst ekki um frasa og fleira bull eins og "af ábyrgð og festu, til lands og sveitar, hæfir fulltrúar, vanhelga kosningarétt", heldur að opna sig fyrir nýjum gildum og hugmyndum. Þetta sem þú telur upp í svörum þínum og í greininni er lýsandi fyrir pólitík fortíðar. Hún hefur aldrei gengið fullkomlega upp, heldur hefur verið lituð spillingu og efnishyggju. Margir eru orðnir leiðir á því.

Hvenær heldur þú að bylting (ekki síst hugarfarsleg bylting) hefjist? Heldur þú að þeir sem eru hvað íhaldssamastir sjái hana koma? Skilji hana? Getur verið að sumir kjósendur skilji ekki hvað átt er við þegar aðrir ræða um að efnishyggja ætti kannski ekki að vera það mikilvægasta í samfélaginu? Þegar sumir vilja minni efnishyggju, þá er ekki hægt að svara því með því að ræða atvinnumál!

Þegar þú ætlar að rökstyðja málflutning þinn, sem beinist t.d. að ungu fólki (mesta fylgi besta-flokksins er þar), þá verður það að vera á réttu plani; annars fellur hann um sjálfan sig. Þú getur ekki afgreitt eitthvað sem rugl og fíflagang þó það klæðist ekki jakkafötum.

Benedikt (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 00:08

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Benedikt, þú segir á einum stað:  "Þegar sumir vilja minni efnishyggju, þá er ekki hægt að svara því með því að ræða atvinnumál!"  Hvað meinar þú nákvæmlega með þessu?  Er það ekki grundvallaratriði að fólk hafi vinnu til að framfleyta sér? 

Telur þú að Jón Gnarr og félagar séu þeir byltingarforingjar, sem þú ert að bíða eftir að breyti þjóðfélaginu í minna efnishyggjuþjóðfélag?  Svo er það spurningin, hvað kallar þú efnishyggju, sem þú álítur greinilega það versta hugsanlega?  Er það að geta veitt sér eitthvað umfram nauðþurftir, þ.e. eitthvað umfram mat, fatnað og húsaskjól?

Í hverju á byltingin annars að vera fólgin og hvernig mun Reykjavík verða eftir byltingardaginn 29. maí 2010?

Allt þetta verður þú að útskýra, þannig að unga fólkið skilji það, en ekki bara við, þessir úreltu gamlingjar.

Axel Jóhann Axelsson, 29.5.2010 kl. 00:18

15 identicon

Axel, kannski ert þú gamall, það er ekkert að því og ég sagði ekki (og finnst ekki) að þú sért úreltur.

Bylting getur t.d. verið hugarfarsleg, samfélagið breytist jú með hverri sekúndunni, ef við viljum vera nákvæm, en þegar samfélag breytist mikið þá getum við orðað það þannig, já eða talað um bytlingu. Kúvendingu. Framför. Talað mál, eignarréttur, jarðyrkja, rómarveldi, iðnbylting, bara til að nefna eitthvað.

Mannkyn tekur breytingum - svo við leikum okkur aðeins áfram í "djúpum" pælingum - og kannski er ekki vitlaust að álykta að næsta stóra breyting okkar verði á "andlegu" sviði, en ekki t.d. í formi vængja eða tálkna.

Slík drastísk breyting gæti kannski orðið eftir mörg hundruð ár, eða þúsund! Kannski fyrr. Hvað gæti breyst, hvernig höfum við verið hingað til, hvernig erum við? Jú, eignarréttur (og efnishyggja) er eitt það elsta og sterkasta sem við höfum og eigum og ræktum með okkur; þó alls ekki það eina auðvitað, sbr. t.d. ýmis trúmál. Þetta gæti auðvitað breyst einhver tíma. Kannski viljum við breyta um áherslur einhver tíma, kannski finnum við hamingjuna samt sem áður?! Sjá t.d. kenningar Búdda, Lao Tze, Pýþagorasar, og seinna Jesú :) Amk. eins og sumir túlka hann.

Jón og Einar Örn eru ekkert endilega bestu menn til þess að breyta, en með því að kjósa þá er samt verið að kjósa breytingu. Bara einhverja breytingu, það er jú eitthvað. Eitthvað nýtt gerist kannski, við viljum ekki staðna, við munum ekki staðna! Það liggur fyrir, er það ekki, að mannkynið breytist smátt og smátt. Getum við ekki bætt okkur? Getur ekki verið að við getum bætt okkur á einhvern annan hátt en að skapa bara fleiri störf? Byggja fleiri tómar blokkir? Byggja sífellt á því að efnishyggja, peningahyggja, frjáls markaður, eignarréttur - og þar með mismunun - sé nauðsynleg í okkar samfélagi, að þessu verði aldrei breytt?

Börn eiga stundum auðveldara með að hugsa út fyrir kassann; sjá þau ekki allt sem ævintýri? Auðvitað batnar rökhugsun okkar eftir því sem líður á, og við öðlumst reynslu, en um leið steypumst við í ákveðið mót sem okkur finnst erfitt að sjá út fyrir.

Kveðja

Benedikt (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband