Um að gera að láta Icesave fara fyrir EFTA dómstólinn

Alveg frá upphafi deilunnar um Icesave reikninga Landsbankans hafa Bretar og Hollendingar verið algerlega andvígir því, að láta málið fara fyrir dómstóla og hefur ESB staðið þétt að baki þeirra í þeirri afstöðu og allt verið gert til að neyða Íslendinga til að gangast undir ýtrustu fjárkúgunarkröfur ofbeldisþjóðanna.

Aldrei hefur verið neinn ágreiningur um að Tryggingasjóður innistæðieigenda og fjárfesta eigi að tryggja eigendum innistæðna á Icesavereikningum allt að 20.887 evrur á hvern reikning, en það er uppgjörsmál milli sjóðsins og Breta og Hollendinga í umboði þessara landa sinna.  Þetta mál kemur hins vegar skattgreiðendum á Íslandi ekkert við og hvorki íslenska ríkisstjórnin og hvað þá þær bresku og hollensku hafa nokkra heimild til að gera íslendinga að skattaþrælum erlendra þjóða til margra áratuga.

Sætti Bretar og Hollendingar sig ekki við það uppgjör, sem þeim stendur til boða frá tryggingasjóðnum, þá er um að gera að láta EFTAdómstólinn skera úr um kröfu þeirra á hendur honum.

Málið kemur íslenskum almenningi nákvæmlega ekkert við og hann er ekki aðili að málinu.


mbl.is Góð tíðindi ef málið fer fyrir EFTA-dómstólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

En þetta hlýtur samt að kalla á útkall í Bretavinnunni, hjá Steingrími og Indriða.  Reyndar vill "umboðslausi" ráðherrann Gylfi Magnússon, semja sem fyrst.  Réttast væri líklega að skila honum aftur upp í Háskóla, þar sem hann getur verið í "bullinu" þar með kollegum sínum í Viðskiptadeildinni, þeim Þorvaldi Gylfa og Þórólfi Matt.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 16:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þér er ekki vel við blessaðan manninn, fyrst þú vilt refsa honum svona harðlega.

Axel Jóhann Axelsson, 26.5.2010 kl. 16:25

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér er ekkert illa við hann persónulega.  En hann kom þaðan "að láni" úr Háskólanum og er það ekki gamall og góður siður að skila því sem maður fær "lánað" á þá staði, sem lánað er frá?   Hann getur svo ákveðið hvort hann vilji eitthvað annað.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 16:31

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg satt, að hann getur ráðið því sjálfur, hvort hann lætur bjóða þær píslir að fara aftur í fang þeirra félaga.

Axel Jóhann Axelsson, 26.5.2010 kl. 16:34

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Að þessu sögðu, þá er það reyndar borin von að Icesave-deilan fari fyrir dómstóla, á meðan "bjölluatið" í Brussel stendur sendur sem hæst.

 Þú getur lesið, Axel á síðunni minni, afhverju ég tel svo vera.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 16:48

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sjallar og Samfó eru búin að ná lendingu í þessu máli.

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 16:57

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þá verður almenningur að taka til varna á ný gegn hvers konar þrælasamningi við þessar kúgunarþjóðir.  Íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að bera kostnað vegna tryggingasjóðsins.  Eigi sjóðurinn ekki fyrir sínum skuldbindingum, verður hann að sækja féð til þrotabúa bankanna, eða láta Breta og Hollendinga stefna sjóðnum fyrir dómstól.  Það kemur íslensku þjóðinni bara ekkert við.

Axel Jóhann Axelsson, 26.5.2010 kl. 17:09

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt staðfest í álitinu sem eg var marg, margbúinn að útskýra og útlista fyrir ykkur í smáatriðum - enda hafði eg kynnt mér málið.

Ríki bera ábyrgð á lágmarkinu og ef sjóðurinn getur ekki greitt verða ríki að koma inní og sjá til að lagaleg skylda sé uppfyllt.

Auk þess kemur mismununarfaktorinn ofaná þetta.

EES samningur mölbrotinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2010 kl. 17:24

9 identicon

Ómar Bjarki,

Hvernig skýrir þú að Ríkisendurskoðun segir að Tryggingasjóðurinn komi Ríkissjóði ekki við sbr. eftirfarandi tekið af bloggvef Jóns Vals?

„Það hefur aldrei verið skylda ríkisins og þjóðarinnar að hlaupa undir bagga með einkabönkum og Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta (sem er sjálfseignarstofnun og haldið uppi með framlögum bankanna, jafnvel svo, að ríkið mátti ekki leggja honum til fé). Það kemur m.a. berum orðum fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2007, þar sem segir orðrétt á bls. 9:

„Fella ætti Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta úr D-hluta ríkissjóðs. Sjóðurinn getur með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans.““

Á bls. 57 í sama skjali segir:„Ríkisendurskoðun hefur áður lagt til að ríkisreikningsnefnd taki til skoðunar hvort fella beri Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta úr D-hluta ríkisreiknings. Að mati stofnunarinnar eru ekki lagalegar forsendur fyrir birtingu sjóðsins í ríkisreikningi enda getur hann með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans.“

Sjá: http://rikisend.is/fileadmin/media/skyrslur/Endurskodun_rikisreiknings_2007.pdf

Nonni (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 19:37

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Enda var þetta ekki tekið út.

Ábyrgðin er óbein og kemur til EF sjóður eigi uppfyllir skuldbindingar þær er ríkið hefur í lög leitt gegnum EES samninginn.  Margbúinn að segja fólki þetta.  Enda kemur það fram í aðfararorðum tilskipunarinnar.  (sem sumir sneru á haus og lásu afturábak eins og frægt er orðið.  Þeir útskýra það atriði í áliti ESA)

Ef sjóður uppfyllir skuldbindingar sinar samkv. lögum - þá kemur ríkisábyrgð eigi til tals.  Hún kemur til þegar brestur verður á að lagaleg skuldbinding sé uppfyllt, þ.e. greiðsla bóta samkv. þeim skilmálum sem kveðið er á um í direktífi. Ef bætur eru ekki greiddar innan ákv. tímaramma er direktíf tilgreinir = Ríkið ábyrgt.    Margbúið að fara yfir þetta,

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2010 kl. 20:52

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ómar Bjarki, það er búið að reka þessa speki þína svo oft til baka um alla bloggheima í svo langan tíma, en þú tekur aldrei sönsum í þinni lagatúlkun.  Því verður ekki einu sinni reynt að rökræða þetta frekar við þig, því það yrði bara endurtekið efni.

Hins vegar bendi ég þér á að lesa þessa frétt og fyrri greinaskrif prófessorsins, sem ég leyfi mér að álykta að kunni ekki minna fyrir sér í lögum og þjóðarétti en jafnvel þú.

Axel Jóhann Axelsson, 26.5.2010 kl. 21:12

12 identicon

Takk strákar. Verður fróðlegt að sjá hver endanleg niðurstaða verður.

Nonni (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 12:17

13 identicon

Þau sem voru fyrst til að vera á móti því að setja málið fyrir dómstóla voru Árni matt, Geir Haarde og Bjarni Ben. Þau töldu það ógerlegt, Bjarni skipti svo um skoðun þegar hann lenti í stjórnarandstöðu.

Bjöggi (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 12:38

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjöggi, ekki reyna svona sögufölsun.  Það hafa alla tíð verið Bretar og Hollendingar, sem alls ekki hafa viljað fá málið fyrir dómstóla og ekki hefur ESB viljað það heldur, því þeir vita auðvitað um gallana á regluverki ESB og reikna alls ekki með að geta unnið málið fyrir dómstólum.

Ef Bretarnir og Hollendingarnir hefðu viljað stefna málinu fyrir dóm, væru þeir búnir að því fyrir löngu.

Axel Jóhann Axelsson, 27.5.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband