Jón Gnarr treystir á skapandi hugsun borgarstarfsmanna, en ekki sína eigin.

Jón Gnarr er hrærður og þakklátur góðum viðtökum leikhúsgesta við nýjasta leikriti hans, sem er framboðið í Reykjavík, og hneigjir sig auðmjúklega, eins og góðum leikstjórna sæmir.  Leiksýningin gengur enn fyrir fullu húsi, en um súrrelíska stjórnleysissýningu er að ræða, sem áhorfendur skilja ekki fullkomlega, en skemmta sér konunglega yfir engu að síður.

Þegar leikstjórinn er spurður um málefni borgarinnar, segir hann jafnan að hjá borginni starfi gott og vinnusamt fólk og því verði treyst fyrir allri þeirri vinnu, sem vinna þarf og borgarfulltrúar leikhússins muni bara hirða nefndarlaunin sín og ekki þvælast fyrir vinnandi fólki hjá borginni.

Í viðtali við mbl.is segir Jón að brýnastu úrlausnarefnin á næstunni séu málefni Orkuveitu Reykjavíkur og hans launs á þeim vanda er þessi:  "Stærsta vandamálið sem við þurfum að takast á við eftir kosningar eru málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Það er alvarlegasta málið og við munum mæta því af mikilli festu og undirbúningi. Það er mál sem verður að leysa í mjög nánu samstari við starfsfólk Reykjavíkurborgar. Þar er reynsla og þar er kunnátta til að leysa þetta eins farsællega og hægt er."

Þetta er dæmigert svar við öllum erfiðum spurningum sem beint er til leikaranna í leikhúsi fáránleikans, enda var handritið að leikritinu aldrei skrifað til enda, heldur er leikið af fingrum fram jafnóðum og spurningum er beint að handritshöfindinum og öll svörin steypt í þetta sama mót.

Leikhúsrýnum fjölmiðlanna finnst ennþá gaman í leikhúsinu og sjá ekkert athugavert við gallana á handritinu og hvernig það þynnist út með hverjum deginum sem líður.

Það er ótrúlegt að stórum hópi kjósenda, sérstaklega yngsta fólkinu, skuli ekki vera farið að leiðast að láta draga sig svona á asnaeyrunum endalaust.


mbl.is „Fyllist von fyrir hönd borgarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða svekkelsi er þetta. Þú ættir að fagna þeim möguleika að hægt sé að hreinsa útbrunnið fólk útúr ráðhúsinu.

Talandi um 'stjórnleysissýningu', hvað kallar þú þessa hringavitleysu hjá sjöllunum með borgarstjórastólinn á yfirstandandi tímabili? Besti flokkurinn mun örugglega ekki toppa þær öfgar.

valdimar (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 18:08

2 identicon

Til í allt án Villa?

sigþór (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 18:52

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Valdimar og Sigþór, væri ekki nær að skoða hvernig hefur gengið í borgarstjórninni síðustu tvö ár, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og með Hönnu Birnu í borgarstjórastólnum.

Þið getið alveg eins vitnað í eitthvað sem gerðist fyrir fimmtíu árum, en kosningarnar núna snúast um framtíðina, ekki fortíðina.

Axel Jóhann Axelsson, 26.5.2010 kl. 19:48

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Tekur því nokkuð á að minnast 800 milljón króna kaup fyrir laugarveg 4 - 6 bara til að halda einum fúlum á móti góðum og að halda í völdin sem klikkaði fyrir rest en bjargaðist svo aftur með öðrum hrossakaupum ? já rétt hjá þér, kosningarnar núna snúast um framtíðina, ekki fortíðina en maður á líka að draga lærdóm af fortíðinni og hafa hana með sér inn í framtíðina.

Sævar Einarsson, 26.5.2010 kl. 22:40

5 identicon

Laukrétt Axel, hef ákveðið að leyfa flokkunum að ákveða sjálfir hvað maður á að vega og meta þegar maður gerir upp við sig hvernig þeir hafa staðið sig og ég vona að sem flestir geri það. Það er svo mikill hausverkur að þurfa að viða sjálfur að sér upplýsingum og ryfja upp hin og þessi mál - tóm tímasóun þegar flokkarnir sjálfir geta bara gert það fyrir mann. Að ryfja upp eitthvað sem gerðist í fyrri helming þessa kjörtímabils er álíka og að skoða mál sem gerðust fyrir 50 árum síðan þegar Geir Hallgrímsson var borgarstjóri og ég mun því passa mig á að spyrja ítarlega út í Geir og störf hans þegar ég kem við á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins næst. Fólk var að benda mér á að skoða síðuna lodamal.is þegar síðustu tvö árin eru gerð upp en ég fussa við því - Geir Hallgrímsson er minn maður í þessu!

sigþór (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 00:24

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er einmitt svona skapandi hugsun sem leikhús fáránleikans stólar á að virkja á næsta kjörtímabili.  Svona kátína og lífsgleði var ekki til, hvorki á síðasta kjörtímabili né nokkurn tíma áður.

Þessar kosningar munu slá alla farsa Darios Fo út og voru þeir þó skemmtilegir.

Axel Jóhann Axelsson, 27.5.2010 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband