26.5.2010 | 09:18
Leiksýningin gengur vel
Leiksýning "Besta"brandarans nýtur ennþá gífulegrar hylli áhorfenda og allt útlit fyrir að hún gangi í full fjögur ár, en ef að líkum lætur verða vinsældir sýningarinnar farnar að dala verulega í lok sýningartímabilsins og brandararnir farnir að þynnast mikið út.
Fyrirmynd framboðsins, Silvía Nótt, naut mikilla vinsælda í tvö ár, en gekk þá gjörsamlega fram af fólki vegna ofmetnaðar aðstenda þeirrar leiksýningar, vegna þeirrar hylli sem sýningin naut og á endanum var gengið svo hraustlega fram af fólki í vitleysunni, að nú vill enginn kannast við að hafa nokkurn tíma verið aðdáandi farsans.
Mogginn bendir á það í leiðara í dag, að sú refsing sem Álftnesingar veittu sitjandi meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi orðið sveitarfélaginu svo dýrkeypt, að erfitt sé að koma auga á hvernig Álftanes nær sér aftur fjárhagslega eftir "refsiaðgerðirnar".
Samkvæmt skoðanakönnun fyrir Moggann fær "Besti" brandarinn lang mest fylgi meðal yngsta aldurhópsins, 18 til 24 ára, eða 68,2% svarenda, en það er sá hópur, sem er að kjósa í fyrsta eða annað sinn og í mörgum tilfellum ekki farinn að gera sér grein fyrir þeirri alvöru, sem felst í kosningaréttinum og þeirri ábyrgð sem honum fylgir.
Vonandi verður þetta leikhús fáránleikans Reykvíkingum ekki jafn dýrkeypt og refsing kjósenda á Álftanesi gagnvart sínum stjórnvöldum.
Mikið forskot Besta flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er enginn fyrirmynd af framboði besta flokksins, hvað þá Silvía Nótt! Þú gætir ekki haft meira rangt fyrir þér því hún var ótrú, yfirborðskennd og mjög óheiðarleg.
Hins vegar er Besti flokkurinn heiðarlegur og hreinskilinn, hann segir það sem hann meinar, ef jón gnarr fær spurningu sem hann getur ekki svarað, þá talar hann ekki í hringi heldur segir einfaldlega að hann hafi ekki þekkinguna í að svara henni, og hann þurfi að kynna sér málið betur með fólki sem veit meira um það. Svona hreinskilni er ekki til lengur neins staðar annarstaðar, og það er þessvegna flokknum gengur svona vel
Kári (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 11:12
Kári, í kjánalegu viðtali við tímaritið Grapevine lýsti Jón Gnarr nokkuð vel stjórnmálastefnu, eða réttara sagt stjórnleysisstefnu framboðs síns, en varla er hægt að kalla það heiðarlega afstöðu, að segja að ekki borgi sig að kynna stefnuna á íslensku í sjónvarpi, því það myndi fæla kjósendur frá. Svona er ein "perlan" úr viðtalinu:
"Ég hef sagt að Besti flokkurinn sé stjórnleysingja- og súrrealistaflokkur, og sameini það besta úr anarkismanum og súrrealismanum. Og þetta hefur alltaf verið mín pólitíska sannfæring, stjórnleysissúrrealismi. En ef ég færi nú og segði það á Stöð 2, að við værum anarkistaflokkur, þá myndi fólk líta öðruvísi á okkur. "Þetta er ekki Jón Gnarr, þetta er einhver brjálaður anarkistaflokkur," myndi fólk segja. Kannski stendur flokkurinn bara fyrir Gnarrisma?"
Axel Jóhann Axelsson, 26.5.2010 kl. 12:00
Það er rétt að framboð grínara eru ekki af hinu góða. Tökum dæmi af Davið Oddssyni sem byrjaði sem grínari í útvarpi ásamt tveimur félögum sínum, varð síðan borgarstjóri eftir grínframboð og grínaðist síðan inn í forsætisráðuneytið og síðar Seðlabankann. Allt logaði í spillingu og endaði með að allt fór til fjandans vegna óstjórnar og eftirlitsleysis með fjármálastofnunum, allt í nafni grínsins. Því er ég sammála Axeli að við ættum að læra af reynslunni og varast að kjósa grínflokka.
Bjarki (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 13:56
Davíð Oddson fór aldrei leynt með pólitískar skoðanir sínar og hann var afar farsæll borgarstjóri og forsætisráðherra. Á þeim árum dýrkaði þjóðin hann og dáði, það kom fram í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri og stuðningur við hann sem forsætisráðherra náði langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokksins.
Það sem þú segir um stjórnartíma hans er allt saman eftirásamdar lygasögur, eftir að Baugsfeðgum tókst að snúa almenningsálitinu gegn honum með milljarða tilkostnaði. Þá lét þjóðin spila með sig, eins og hún hefur oft gert, bæði fyrr og síðar. Rannsóknarnefnd Alþingis komst t.d. að þeirri niðurstöðu að þeir sem bæru ábyrgð á hruninu væru auðvitað fyrst og síðast eigendur og stjórnendur bankanna, en alls ekki Davíð Oddsson. Hefur sú niðurstaða nokkuð breytt umræðunni um þátt Davíðs?
Kveikir nafnið Ragnar Reykás nokkur ljós?
Axel Jóhann Axelsson, 26.5.2010 kl. 14:03
Davíð var náttúrulega sagður vanhæfur út af einhverju allt öðru þá, heldur en að vera einn af orsakavöldum hrunsins?
Ótrúleg blindni!
Besti flokkurinn er til út af því að fólk er orðið þreytt á þessari blindni og að benda á annan þegar mistök eru rædd.
Vildi óska þess að Besti flokkurinn væri í mínu bæjarfélagi.
Ævar (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 14:31
Þegar betur er að gáð, þá eru þessar "vanrækslusakir" Davíð, frekar hæpnar. Það stendur t.d. hvergi í lögum að Seðlabankinn og eða Seðlabankastjóri, geti vísað banka eða hluta starfssemi hans úr landi. (Icesave).
Það að hafa ekki fylgt ýtrustu formsatriðum, varðandi yfirtökuna á Glitni, er stíf túlkun. Eitthvað "hik" í Glitnisatburðarásinni, hefði eflaust kostað það að staða bankans hefði verið enn verri hún varð, við yfirtöku.
Svo má alveg geta þess í framhjáhlaupi, að sú tilskipun EES samningsins, sem tryggði eigendum bankana, þetta athafnafrelsi, til sinna glæpa, var samþykkt athugasemdalaust á Alþingi af m.a. Steingrími J. og Jóhönnu, Davíð var fjarverandi og greiddi ekki atkvæði.
Reyndar voru flestar EES tilskipanir samþykktar á Alþingi nær athugasemdalaust og skiptir þá engu hvar í flokki menn stóðu.
Reyndar athyglisvert, fyrst að menn eru velta hér upp skýrslunni, að benda á það, að einn þeirra í nefndinni sem sakar Alþingi um að hafa ekki sett með lagasetningum, útrásinni nægar skorður, var einmitt í aðdraganda hrunsins í starfi "eftirlitsaðila" með lagasetningum Alþingis. Tryggvi, sá sem grét sig í svefn, við gerð skýrslunnar, var umboðsmaður Alþingis á þessum tíma og ein af skildum þess embættis er að hafa eftirlit með því að lög Alþingis, valdi ekki þjóðinni tjóni.
Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 14:46
Ævar, hvar í rannsóknarskýrslunni er Davíð sagður vanhæfur og þá til hvers? Getur þú bent á blaðsíðutalið, eða kaflann í skýrslunni, þar sem þetta kemur fram?
Axel Jóhann Axelsson, 26.5.2010 kl. 14:58
Það getur vel verið að Jón Gnarr verði afar farsæll og vinsæll borgarstjóri og jafnvel forsætisráðherra síðar meir. Einnig getur vel farið svo að þjóðin dýrki hann og dái, og að það muni koma fram í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri og stuðningur við hann muni ná langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokksins. En grínið á eftir að verða grátt, eins og hjá grínaranum á undan, kannski með því að Jón Gnarr verði Seðlabankastjóri og komi þeim ágæta banka á hausinn (aftur). Eða að hann ákveði að Ísland samþykki árásir á önnur ríki og taki þátt í að drepa annað fólk. Síðan er spurning hvort Baugsfeðgar eyði milljörðum til að breyta farsælum ferli hans í lygasögur.
Bjarki (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 16:06
Bjarki, á meðan þú hangir í bullinu og hártogununum er lítið hægt að svara þér. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir sögufölsuninni, sem þú ert hér að lepja upp eftir þeim lygamörðum, sem staðið hafa fyrir árásunum á Davíð, en það eru akkúrat þeir sömu og dásömuðu útrásarvíkingana sem mest á sínum tíma. Kannski varst þú einn af þeim, því erfitt er að ráða í hvort þú ert að skrifa hér undir réttu nafni, eða ekki.
Axel Jóhann Axelsson, 26.5.2010 kl. 16:30
Ég hef ekki gert árás á einn né neinn, heldur aðeins velt fyrir mér hvernig ferill Jóns Gnarrs yrði sem glæstastur sem grín-stjórnmálamanns. Að bera saman Jón og Davíð er ekki úr vegi því báðir hófu sinn feril í gríninu og þjóðin dýrkaði Davíð vegna þess að hann var svo fyndinn. Þessi röksemd þín er því algerlega ad-hominem.
Hvers vegna ætti ég að rita undir dulnefni, ef ég þyrfti að nota slíkt myndi ég þá ekki velja mér eitthvað frumlegra, t.d. "Staksteina"?
Bjarki (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.