Hvort segir satt um evruna?

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ætlar að beita sér fyrir hertu eftirliti með fjármálamörkuðum, því víðar en hérlendis hafa banka- og fjármálafyrirtæki valdið miklu tjóni með framferði sínu undanfarin ár, þó ekki sé útlit fyrir að þar hafi verið stunduð skipulögð glæpastarfsemi eins og allt bendir til að hafi verið raunin hér á landi.  Einnig skorar hún á önnur ríki að styðja sérstaka skattlagningu á fjármálamarkaði heimsins, til þess að forða ríkissjóðum frá því að þurfa að taka á sig töp þessara fyrirtækja í framtíðinni.

Annað atriði og stórmerkilegt kom fram í ræðu sem Merkel hélt á þýska þinginu í gær þegar hún varði þá ákvörðun sína að taka þátt í aðstoð ESB við Grikkland, en hún sagði að evran væri í hættu og ESB stæði frammi fyrir mestu eldraun sinni í áratugi.  Efnahagsráðherra Frakklands, Christine Lagarde, sagði hins vegar í útvarpsviðtali:   „Evran er sterkur og trúverðugur gjaldmiðill. Ég tel alls ekki að evran sé í hættu.“

Hvort skyldi nú vera meira að marka það sem kanslari Þýskalands segir um evruna og ESB, eða efnahagsráðherra Frakklands, en Þýskaland er ótvírætt forysturíki sambandsins og ber aðalábyrgðina og þungann af kostnaðinum vegna evrunnar?

Svarið við þeirri spurningu liggur alveg í augum uppi.


mbl.is Vill skatt á fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ljúga ekki allir ?

Ásdís Sigurðardóttir, 20.5.2010 kl. 12:00

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef allir ljúga hlýtur evran að vera að minnsta kosti hálfslöpp, svona að meðaltali.

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband