12.5.2010 | 08:36
Skipulagt samsæri gegn íslensku þjóðarbúi
Nú er hart sótt að Jóni Ásgeiri í Bónusi og samstarfsfólki hans á öllum vígstöðvum vegna, að því er virðist, ótrúlega stórtækri og vel skipulagðri aðför að Glitni til þess að sölsa undir sig fjármuni bankans til eigin nota og í fyrirtæki eigenda og stjórnenda bankans.
Þegar hefur verið krafist kyrrsetningar eigna Jóns Ásgeirs hvar sem þær er að finna í veröldinni fyrir dómstóli í London og slitastjórn bankans hefur einnig höfðað mál í New York vegna meintra fjársvika að upphæð tæplega 260 milljarða króna. Þetta er talið hafa verið gert með skipulögðum hætti og í glæpsamlegum tilgangi til þess að sölsa eignir bankans undir "viðskiptaveldi" Jóns Ásgeirs, sem samkvæmt stefnunum virðist hreinlega hafa verið byggt á skipulagðri glæpastarfsemi, sem teygt hefur anga sína víða um lönd.
Samkvæmt tilkynningu frá slitastjórn Glitnis, er málið byggt m.a. á eftirfarandi málsástæðum:
"Hvernig klíka fésýslumanna, undir forystu Jóns Ásgeirs, tók sig saman um að hafa með skipulegum hætti fé af Glitni til að styðja við sín eigin fyrirtæki þegar þau riðuðu til falls. Hvernig Jón Ásgeir og samsærismenn hans brutust til valda í Glitni, losuðu sig við reynda starfsmenn bankans eða settu þá til hliðar og misnotuðu þessa valdastöðu til að tefla fjárhag bankans í bráðan voða.
Hvernig Jón Ásgeir, Lárus Welding og aðrir, sem stefnt er í málinu, sköpuðu sér aðstöðu til að ná fé út úr bankanum og halda gerðum sínum leyndum með því að taka völdin af fjárhagslegri áhættustýringu Glitnis, brjóta gegn íslenskum lögum um bankarekstur og setja á svið aragrúa flókinna viðskipta.
Hvernig hin stefndu höfðu, með hlutdeild PricewaterhouseCoopers, aflað milljarðs dala frá fjárfestum í New York án þess að láta hið sanna koma í ljós um hvílíkar áhættu bankinn hafði tekið á sig gagnvart Jóni Ásgeiri og samsærismönnum hans. Hvernig viðskipti hinna stefndu ollu Glitni meira en tveggja milljarða dala tjóni og áttu drjúgan þátt í falli bankans."
Þetta eru gífurlega alvarlegar ásakanir og athygli vekur að PricewaterhouseCoopers skuli ásakað um fulla þátttöku í þessum svikum og er gífurlegur álitshnekkir fyrir endurskoðunarfyrirtækið.
Meint svik Jóns Ásgeirs og félaga eru talin hafa valdið gjaldþroti Glitnis, sem síðan dró allt íslenska bankakerfið með sér í fallinu, enda hinir bankarnir ekki reknir á eðlilegan eða löglegan hátt, eftir því sem æ betur er að koma í ljós þessa dagana.
Óska kyrrsetningar eigna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.