10.5.2010 | 08:51
Skyldi Sigurður veita saksóknaranum áheyrn?
Samkvæmt fyrirsögn á frétt DV, sem mbl.is vitnar til, mun Ólafur Hauksson, Sérstakur saksóknari, hald til Bretlands í dag, þar sem hann mun freista þess að ná tali af Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings.
Hvers vegna saksóknarinn gerir sér ferð til útlanda til að freista þess að ná tali af aðila, sem hefur stöðu grunaðs manns í sakamáli, í stað þess að knýja viðkomandi til þess að mæta til yfirheyrslu á skrifstofu embættisins, eins og aðrir þurfa væntanlega að gera, er ekki alveg auðskilið mál.
Enska rannsóknardeild alvarlegra efnahagsbrota mun vera í samstarfi við embætti Sérstaks saksóknara við rannsóknir "bankaránanna", svo hugsast getur að bæði embættin ætli að vinna saman að yfirheyrslum yfir Sigurði, en sé það ekki raunin, verður það að teljast óvenjuleg ráðstöfun, að saksóknarinn sjálfur skuli skreppa yfir hafið til að spjalla við sakborning.
Vonandi veitir Sigurður saksóknaranum áheyrn og býður jafnvel ferðaþreyttum manninum upp á te.
VIÐBÓT:
Allt sem að ofan var skrifað er byggt á misskilningi, þar sem fréttin á DV, sem umsögnin var byggð á var tóm lygi, sem er svo sem ekki neitt einsdæmi um það sorprit. Ólafur Hauksson mun vera á leið til Svíþjóðar, til að sitja fund norrænna saksóknara. DV þóttist hafa staðfestingu Ólafs á því að hann væri að fara til Bretlands til að yfirheyra Sigurð Einarsson, en allt var þetta uppspuni blaðsins, samanber þessa frétt hérna
DV: Freistar þess að ræða við Sigurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað ætli saksóknari telji sig þurfa að hanga lengi á hurðahúninum hjá Sigga áður en til greina kemur að viðhafa sömu aðferð og við aðra glæpamenn, sem réttvísin þarf að ná tali af?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.5.2010 kl. 09:14
Nafni, það er ekki gott að segja, en ég reikna nú svona frekar með, að ef Ólafur hefði haft eitthvað við mig að tala, þá hefði hann bara sent menn eftir mér, hvort sem ég hefði verið í stuði til að spjalla við hann eða ekki.
Axel Jóhann Axelsson, 10.5.2010 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.