Það vantar ekki skemmtikrafta í borgarstjórn

Reykjavíkurborg hefur verið vel stjórnað undanfarin tvö ár og Hanna Birna Kristjánsdóttir staðið sig einstaklega vel við að leiða borgarstjórnina til góðra verka og í fysta sinn í manna minnum hefur verið góð samvinna milli meiri- og minnihluta.

Fjárhagur borgarinnar er í þokkalega góðu lagi, þrátt fyrir bankaránshrunið og þá erfiðleika sem við er að glíma í efnahagsmálum borgarinnar, en ekkert má slaka á fjármálastjórn borgarinnar næstu árin og því áríðandi að styrk stjórn haldi áfram um taumana í borginni.

"Besti" flokkurinn var góður brandari í upphafi, en er nú orðinn þvældur, langdreginn og hreinlega leiðinlegur, en listann skipa hinir ágætustu listamenn, sem allir eru góðir á sínu sviði, en stjórn borgarinnar og ekki síst fjármálin mega ekki við neinum "skemmtilegheitum" og fæst af frambjóðendum listans hafa nokkra innsýn í borgarmálin og hika heldur ekkert við að viðurkenna það.  Efsti maður listans telur það sér alveg sérstaklega til tekna að hafa ekki "hundsvit" á málefnum borgarinnar og segist hvort sem er ekki ætla að gera eitt eða neitt sjálfur, en láta bara starfsmenn borgarinnar sjá um vinnuna.

Það sem Reykvíkingar þurfa síst á að halda núna eru trúðslæti í borgarstjórn.


mbl.is Besti flokkurinn kynnir lista sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Akkúrat kæri vinur, það þarf fleiri með þessar skoðanir okkar nú um stundir, sem stendur virðist sem alger histería sé komin í landsmenn (eða  kannski það sé bara hér á moggablogginu? ) um að kjósa þennann flokk, ég held að það lýsi best gáfnarfari fólks frekar en annað!

Guðmundur Júlíusson, 7.5.2010 kl. 23:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki held ég að þessi della hafi nokkuð með gáfafar að gera.  Þetta er bara hluti af þessari ótrúlegu hjarðhegðun, sem tröllríður allri umræðu á þessum "síðustu og verstu tímum".

Öll umræða gengur út á það, að stjórnmálamenn séu upp til hópa fífl, aumingjar og glæpamenn og það á að vera svo sniðugt að sýna þeim í tvo heimana með því að kjósa grínframboð.  Fólk virðist halda að það komi stjórnmálamönnunum illa, en vill ekki skilja að það er að gera sjálfu sér mest ógagn með því að valda algerri upplausn í stjórn borgarinnar og landsins.

Það væri óskandi að fólk færi að hugsa meira sjálfstætt og hætti að láta berast stefnulaust með hjörðinni út í fenið.

Axel Jóhann Axelsson, 8.5.2010 kl. 00:10

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það má líka vel vera, að einhver hluti þess fylgis, sem Besti flokkurinn er að fá í skoðanakönnunum, sé nokkurs konar viðvörun, til þeirra flokka sem fyrir eru.

Það er nú samt spurning hvor toppar bullið, Jón Gnarr eða lokkaprúði læknirinn sem að þarf að segja svo mikið að hann grípur frammí fyrir sjálfum sér.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.5.2010 kl. 00:14

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég skora á ykkur kæru vinir að kynna ykkur fólkið á listanum okkar, þar fer allskyns fólk sem berst fyrir allskonar. Vissulega er formaðurinn okkar gamansamur en er það nú glæpur? Við erum allskonar fólk úr allskyns stéttum sem vill þjóna þessari borg með sjálfbærni og skynsemi að leiðarljósi jafnt í fjármálum sem öðrum málum.

Á listanum eru meðal annars arkitekt, tómstundafræðingur, framkvæmdastjóri, leikarar, tónlistamenn, kennarar, íþróttamaður, matreiðslumaður(ég), framleiðendur hjá sprotafyrirtækjum, sérfræðingar, vöruþróunarstjóri, verkamaður og meira að segja hárgreiðslu og förðunarfræðingur.

Að telja okkur til foráttu að vera skemmtileg að einhverra mati er nú soldið harkalegt og jafnvel ómálefnalegt, fólkið vill Beza flokkinn og Bezti flokkurinn hlýðir kallinu.

Beztu kveðjur. Einhver Ágúst 13 sæti Bezta flokksins.

Hér eftir verður gaman og gott að búa í Reykjavík.

Einhver Ágúst, 8.5.2010 kl. 00:48

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allt er þetta hið ágætasta fólk á listanum og gott í því sem það er að gera.  Greinilegt er að aðstandendur listans hafa ofmetnast af undirtektum grínsins og vilja nú fara að láta taka sig alvarlega síðustu dagana fyrir kosningar.  Greinilega orðnir leiðir á brandaranum sjálfir.  Það er nú ekki þar með sagt að fólk fari að taka grínið sem alvöru, þó grínararnir skipti um prógram í miðri sýningu og minnki fíflaganginn.

Axel Jóhann Axelsson, 8.5.2010 kl. 01:12

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég held allavega að fáir kaupi þá rökleysu lengur að Sjálfstæðisflokkurinn sé nauðsynlegur fyrir festu í stjórn- eða fjármálum. Það hljómar eins og góður brandari eitt og sér. En þú ætlaðir ekki að vera fyndinn Axel? Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.5.2010 kl. 01:13

7 Smámynd: Magnús Jónsson

Neiðarlegt í besta og ekkert fyndið að lesa athugasemd þína, er þó sammála að Hanna er að standa sig nokkuð vel, enn þar sem þú telur að kjósendur í Árborg hafi valið afburðavel í níliðnu prófkjöri, þrátt fyrir grjótkast mitt, þá tel ég heillavænlegast fyrir flokkinn okkar að þú grjóthaldir kjafti um frambjóðendur annarra framboða Sjálfstæðisflokksins.

Magnús Jónsson, 8.5.2010 kl. 01:18

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnlaugur, hefur ekki verið festa í stjórn- og fjármálum borgarinnar undanfarið?  Það er mín skoðun og það er fúlasta alvara. 

Ert þú einn úr hjörðinni sem jarmar um að allir stjórnmálamenn séu fífl, aumingjar og glæpamenn?  Ég læt ekki reka mig eins og rollu í safni, eins og fólk virðist láta sér nægja, hvort sem er á "gróðæristímum", eða þegar finna á blóraböggla fyrir eigin mistök.  Og þetta er ekki sagt í neinu gríni heldur.

Axel Jóhann Axelsson, 8.5.2010 kl. 01:23

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Magnús, ekki veit ég hvort þessari athugasemd þinni er beint til mín eða Gunnlaugs, en alla vega veit ég ekkert um hvað þú ert að tala.

Axel Jóhann Axelsson, 8.5.2010 kl. 01:27

10 Smámynd: Magnús Jónsson

Athugasemd mín er til þín Axel, skil vel að þú viljir ekkert við hana kannast, til upprifunnar fyrir þig og aðra þá gagnrýndi ég  það að íbúar árborgar veldu sér til forystu afbrota-mann, þú og aðrir kusu að skilja athugasemd mín á þann  hátt að ég hefði vegið að manninum, en gagnrýnin var að velja afbrotamann í embætti, val kjósenda var að velja mann með afbrot á bakinu til að fara með fjármál árborgar, það virtust þú og 6 aðrir ekki skilja, svo í gufanabænum hættu að skaða flokkin okkar með heimskulegum og lítt ígrunduðum skrifum , hér á blogginu, kveðja Magnús.  

Magnús Jónsson, 8.5.2010 kl. 01:43

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Magnús, þú er bara alveg bráðskemmtilegur og verðugur málsvari lang besta flokksins.

Axel Jóhann Axelsson, 8.5.2010 kl. 06:30

12 Smámynd: Magnús Jónsson

Axel: og þú ert einn alversti talsmaður fyrir þan flokk sem þú heldur að þú sért að vinna, þú og menn af þínu sauðahúsi eru það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að losna við til að eiga sér einhverja von um afturbata, því að það sem þú ekki sérð er það sem  almenningur vil ekki, sem málsvari er ég ekki nothæfur að þínu mati vegna þess að ég vil geta sagt sat frá, þú gerðir flokknum stórgreiða með því að hætta öllum afskiptum af hans málum, vegna þess að þú telur að dæmdir menn eigi rétt til að hafa brautargengi innan flokksins, ég segi nei, það er engin skortur á bófum á Íslandi, og þeir eiga ekkert erindi í opinbera stjórnsýslu, frekar en þú í opinbera umræðu.

Magnús Jónsson, 14.5.2010 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband