Sverfur til stáls í Samfylkingunni

Á dögum kalda stríðsins var líka kalt á milli Sovétríkjanna og Kína, vegna mismunandi túlkunar á kenningum Max, Lenins og Stalins.  Bein samskipti milli ríkjanna voru lítil sem engin og þegar Sovétmenn skömmuðust úr í Kínverja beindu þeir spjótum sínum að Albaníu og hundskömmuðu ráðamenn þar, en Albanía var traustur bandamaður Kínverja á þeim tíma.  Síðan hefur verið haft að orðtæki, þegar menn beina spjótum sínum að ákveðnum aðila, en gagnrýnin beinis í raun að öðrum, að verið sé að skamma Albaníu í staðinn fyrir Kína.

Þetta rifjast upp núna, þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræðst með heift á Láru V. Júlíusdóttur, formann bankaráðs Seðlabankans, vegna launahækkunar sem enginn vill viðurkenna að hafa lofað seðlabankastjóranum.  Þórunn er greinilega að beina spjótum sínum að Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sem setti Þórunni út úr ríkisstjórna á sínum tíma og setti Svandísi Svavarsdóttur í stól umhverfisráðherra í hennar stað.

Þórunn setur árás sína á Láru upp sem falskan stuðning við Jóhönnu, þegar hún setur þá síðarnefndu gjörsamlega upp við vegg í málinu með þessum orðum:  „Hæstvirtur forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, svaraði því úr þessum stól hér í gær, að hún hefði ekki gefið nein loforð um sérstakar launahækkanir eða ívilnanir til handa nýjum seðlabankastjóra við ráðningu hans. Hæstvirtur forsætisráðherra svaraði í þrígang. Svar hennar liggur fyrir.

Komi í ljós að Jóhanna hafi lofað launahækkuninni, þrátt fyrir að þora ekki að kannast við það, þá er framtíð hennar í pólitík úti og hún yrði að yfirgefa formanns- og forsætisráðherrastólana rúin öllu trausti, sem þó var lítið fyrir.

Þá væri missis ráðherrastólsins fullhefnt af hálfu Þórunnar Sveinbjarnardóttur.


mbl.is Formaður bankaráðs krafinn svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta eru góðar fréttir, það verður erfitt fyrir þær flokksystur Jóhönnu og Láru, að láta þetta mál deyja út. Þegar þingmaður inn þeirra eigin flokks krefst svara á opinberum vettvangi neyðast þær til að útkljá málið. Það eina sem hugsanlega gæti bjargað þeim úr þessari klípu er kannski gos úr Kötlu.

Það er hinsvegar ótrúlegt hvað Össur hefur sloppið vel frá allri fjölmiðlaumræðu. Þó enginn taki mark á því skoffíni þá er honum haldið uppi af ríkissjóð. Því ætti að krefja hann svara við þeim ásökunum sem á hann eru bornar í hrunskýrslunni. Fréttamenn eru kannski búnir að fá sig fullsadda af ruglinu í honum og nenna ekki að eyða tíma í að hlusta á hann. 

Gunnar Heiðarsson, 7.5.2010 kl. 14:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt, Gunnar, að eftir þessa uppákomu Þórunnar í þinginu getur Samfylkingin ekki komist undna því að gera þetta mál upp opinberlega og ekki munu allir koma ósárir út úr því uppgjöri.

Það sem þú segir um Össur er reyndar stórmerkilegt.  Að ekkert skuli heyrast frá honum er að vísu hið besta mál, hann verður sér ekki til skammar á meðan, en hvar er hann þessa dagana og hvað er hann að gera?  Það hljóta að vera einhverjar skýringar á því, að svo athyglissjúkur maður skuli vera nánast í felum, því ekkert líkar honum betur en að gaspra einhverja vitleysu opinberlega.

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 15:26

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þær fréttir berast úr þeirri þingmannanefnd, sem kanna á og ákveða hvort að draga skuli fyrir dóm þrjá ráðherra "hrunstjórnarinnar" auk nokkurra embættismanna, vegna starfa þeirra í aðdraganda hrunsins, vill skoða ábyrgð allra ráðherra þeirrar stjórnar.

Það getur því ekki verið verjandi að þeir þrír ráðherrar núverandi stjórnar, sem sátu í hrunstjórninni, sitji lengur.

Við skulum muna að Jóhanna fagnaði því að Björgvin G. Sigurðsson fyrrv. viðskiptaráðherra, ákvað að hverfa af þing á meðan þessi mál yrðu könnuð, til þess að auðvelda nefndinni starfið.

Það hlýtur því að vera komið að Jóhönnu, Össuri og Kristjáni Möller, að stíga til hliðar, svo nefndin hafi þann frið sem hún til ákvörðunnartöku.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 15:35

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað hljóta störf fleiri ráðherra að verða skoðuð af nefndinni.  Jóhanna sat var í hópi þeirra ráðherra, sem fjallaði mest um efnahagsmálin, en það voru Geir Haarde, Árni Mathiesen, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir.  Þær stöllur héldu Björgvini G. Sigurðssyni utan við efnahagsmálin, þrátt fyrir að hann væri viðskiptaráðherra og beri því ábyrgð á t.d. bankamálunum, en um þau fjallaði aðallega Ingibjörg Sólrún f.h. Samfylkingarinnar.  Rannsóknarnefndin segir hana hins vegar ekki ábyrga fyrir málinu, þar sem hún var utanríkisráðherra og því ábyrgð málaflokksins ekki á hennar herðum.

Verk þeirra tveggja hljóta því að koma til skoðunar nefndarinnar og eins Össurar því hann sat ýmsa fundi á þessum tíma um bankamálin.  Kristján Möller, sem samgönguráðherra, var líklega algerlega utan við þennan hóp, en eins og þú segir, hann var ráðherra í "hrunstjórninni" og gæti þurft að sæta ábyrgð eins og hinir ráðherrarnir.

Þórunn Sveinbjarnardóttir hugsar sér gott til glóðarinnar, þegar kemur að skipan í ný embætti og stöður á vegum Samfylkingarinnar, hvort sem er innan flokksins, eða í ríkisstjórn.

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 15:51

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þórunn Sveinbjarnardóttir var umhverfisráðherra í "hrunstjórninni", þannig að varla er hún gjaldgeng til frekari vegsemda en hún hefur nú þegar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 16:03

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er rétt hjá þér Axel um Þórunni. En mjög líklega endar hún utan við alla titla.

Eggert Guðmundsson, 7.5.2010 kl. 16:06

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt að Þórunn var umhverfisráðherra í "hrunstjórninni" en kom líklega lítið að efnahagsmálunum, eins og Kristján Möller, og telur sig því ekki bera neina ábyrgð og er ekki sátt við að hafa misst ráðherrastólinn.  Þessi uppákoma hennar núna, með því að etja saman Jóhönnu og Láru V., er hefndarráðstöfun hennar í von um að komast til frekari metorða.  Hvort það tekst, er svo annað mál.

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 16:27

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Svo var Sigmundur Ernir var að segja í viðtali á Bylgjunni áðan að það væri ekki hægt að hafa kosningar í haust því það væru enn svo margir á Þinginu sem yrðu bendlaðir við eitthvað ólöglegt í tengslum við hrunið..?

Ætli þessir sem varða upptekknir við að bera af sér sakir eigi ekki heima einhvers staðar annars staðar en í sölum Alþingis?

Þó að menn séu jú saklausir uns sekt er sönnuð, þá ber mönnum að víkja af þingi á meðan rannsókn máls stendur.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband