Verður Alterna símarisinn hérlendis?

Öll síma og fjarskiptafyrirtæki landsins eru komin að fótum fram vegna skulda og a.m.k. sum komin í hendur bankanna og í raun stjórna þeir örlögum þeirra allra.

Þetta á þó ekki við um nýjasta farsímafélagið, en það er Alterna, sem er að fullu og öllu í eigu bandarísks félags og hefur verið að hasla sér völl hér á landi að undanförnu.

Er nokkur líklegri en þetta félag til að kaupa upp gömlu símafélögin og ná því að verða ráðandi á íslenska markaðinum innan skamms tíma.  Líklega verður helsti kostur Alterna að teljast sá, að það er ekki í eigu neinna íslenskra "fjármálasnillinga", sem halda að slík snilld felist í því að koma sem mestu fé í eigin vasa á sem skemmstum tíma og með hvaða aðferðum sem er, löglegum og ólöglegum.

Alterna er líklegasti aðilinn til að kaupa Tal og hefja þar með sóknina inn á markaðinn af alvöru. 


mbl.is Tal auglýst til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alterna og Tal eru eins og Iceland Express, Alterna rekur ekki neitt fjarskiptanet og leigir aðgang að kerfi Símans sem þýðir að Síminn fær ákveðna prósentu af hverju samtali í sinn vasa. Alveg eins og Iceland Express rekur engar flugvélar.

Af Tal að segja þá var það stofnað af Vodafone og var í þeirra eigu og notar þeirra fjarskiptakerfi. Tilgangurinn var að safna viðskiptavinum og skuldum og setja svo fyrirtækið á hausinn og flytja alla viðskiptavinina yfir í Vodafone. Þessi gjörningur var hinsvegar stoppaður af samkenniseftirlitinu á sínum tíma þegar deilur blossuðu upp í stjórn fyrirtækisins. 

Hinsvegar væri  sniðugast hjá þeim að kaupa upp hin félögin, og fá þá hóp viðskiptavina með í kaupunum í staðin fyrir að þurfa að byrja frá byrjuninni. 

Ari (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 13:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ari, það má einmitt reikna með að Alterna sé að sverma fyrir því að ná undir sig annaðhvort Símanum eða Vodafone, enda vita þeir örugglega um fjárhagslega stöðu þeirra.  Líklegra þætti manni að þeir næðu Vodafone undir sig, enda er veldi Jóns Ásgeirs algerlega á brauðfótum, ekki síst þar sem erfitt er að flytja peninga inn í landið frá aflandsfyrirtækjum eða -bankareikningum.  Byrjunin gæti verið að sameinast Tali og halda svo áfram.

Alla vega má reikna með tíðindum af þessum markaði á næstu mánuðum.

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband