Þrælsótti og undirgefni gagnvart útlendingum

Peningastefnunefnd seðlabankans hefur gefið út, að vaxtalækkunin í dag verði ekki nema hálft prósent, þannig að stýrivextir verði því 8,5%, sem er með því allra hæsta á byggðu bóli. 

Allir seðlabankar í vestrænum löndum hafa lækkað stýrivexti sína niður í nánast ekki neitt, eða frá 0% upp í c.a. 2,5%.  Í þeim löndum er áherslan lögð á að bankarnir beini fjármagni til atvinnulífsins, því til örvunar og þar með til minnkunar atvinnuleysis.

Hér á landi er stýrivöxtum beitt til þess að bankarnir beini öllum peningum, sem þeir komist yfir, frá atvinnulífinu og baráttunni gegn atvinnuleysinu og inn í seðlabankann, sem greiðir þeim offjár fyrir að fá að geyma fyrir þá peninga, sem annars væri hætta á að bankarnir nýttu til atvinnuuppbyggingar í landinu.

Eina skýringin sem virðist vera á þessu rugli er sú, að seðlabankinn sé að hygla krónubréfaeigendum, sem eru fastir hérlendis með peninga sína og þetta sé því gert til að þeir verði ánægðir með ávöxtun bréfanna, þangað til þeir komast með þá úr landi.  Á meðan er öllu öðru haldið í heljargreipum innanlands og mun hærri upphæðir fluttar úr landi í formi vaxta, en annars væri.

Undirgefnin og þrælsóttinn við útlendinga lætur ekki að sér hæða og sannast eftirminnilega bæði í þessu dekri við krónubréfaeigendur og fjárkúgarana vegna Icesave.


mbl.is Vextir lækka um 0,5 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband