3.5.2010 | 19:38
Mismunandi túlkun á launum seðlabankastjórans
Fultrúi Samfylkingarinnar í stjórn seðlabankans hefur lagt til að laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund krónur á mánuði, en Kjararáð hafði áður úrskurðað að mánaðarlaun hans skyldu vera um 1.300 þúsund á mánuði, með fastri yfirvinnu, en dagvinnulaunin skyldu vera rétt tæplega milljón.
Þetta myndu flestir túlka sem launahækkun, en það gerir seðlabakastjóri alls ekki, því hann snýr dæminu algerlega við og segir að þetta snúist um hvað launin eigi að lækka mikið, frá því sem honum var lofað við ráðningu. Hann segist líklegast ekki taka við launahækkun upp á 400 þúsund og virðist blaðamaður mbl.is hafa skilið það svo, að hann ætlaði ekki að þiggja þá launabreytingu, sem Lára V. Júlíusdóttir, stjórnarmaður Samfylkingarinnar í seðlabankanum, leggur til.
Már ætlar að sjálfsögðu að taka við þessari hækkun, sem hann kallar minni lækkun en Kjararáð ætlaði honum, en samkvæmt stefnu forsætisráðherra Samfylkingarinnar má enginn embættismaður hafa hærri dagvinnulaun en hún.
Svona getur launahækkun orðið að hreinni launaskerðingu.
Már myndi ekki þiggja launahækkunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki bara hægt að segja honum upp og ráða hann til baka á 60% starfshlutfalli. En að segjast líklega ekki samþykkja 400 þúsund króna launahækkun eftir að það kemur í fjölmiðlum er nú meira bullið, eins og gaurinn viti ekki upp á hár hvað samverkafólk hans. eða öllu heldur undirmenn, eru að braska á fundum sínum. Hann segir þetta "líklegast" bara vegna þess að upp komst um gjörninginn áður en hann fór í gegn.
Tómas Waagfjörð, 3.5.2010 kl. 19:50
Málið er að hann ætlar að þiggja þessa 400 þúsund króna hækkun, en hann kallar þetta bara ekki hækkun, heldur valdi þetta minni lækkun frá þeim launum, sem hann réði sig á upphaflega.
Þannig reynir hann að snúa umræðunni við og segir að þetta snúist bara um hvað launin hans eigi að lækka mikið og því sé ekki rétt að kalla þetta hækkun.
Einu sinni var svona snúningur á umræðunni einfaldlega kallaður útúrsnúningur.
Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2010 kl. 19:57
Maðurinn vogar sér ekki að hugleiða hækkun launa á meðan fjöldi fólks flýr land vegna lækkunar launa og svika -tvöföldun lána í svika-bönkum landsins!
Er hann búinn að gleyma að hann er á Íslandi? Ég held það! M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2010 kl. 20:09
Það samt eitt athyglisvert í þessu. Ríkisstjórnin setur lög um Kjararáð og laun svokallaðra "ríkisforstjóra" og þar með talið, laun Seðlabankastjóra og lýðurinn klappar og fagnar þessu gríðarlega þjóðþrifamáli á leið íslensks almúga til "norrænnar velferðar".
Svo setur þessi sama ríkisstjórn lög um Seðlabanka Íslands og hefur í þeim lögum ákvæði um bankaráð Seðlabankans geti breytt niðurstöðu Kjararáðs, hvað laun Seðlabankastjóra varðar.
Það má því alveg spyrja, hvort að Kjararáð sé ekki óþörf stofnun? Stjórnir hinna ríkisfyrirtækjana hljóta að geta ákveðið laun sinna forstjóra eins og bankaráð (stjórn) Seðlabankans.
Kristinn Karl Brynjarsson, 3.5.2010 kl. 20:26
Væri þetta ekki bráðfyndið ef þetta gerðist í útlöndunum?
Agla (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 20:38
Kristinn, það má ekki einfalda kerfið of mikið. Ríkisapparatið þrífst á að vera nógu flókið til að skapa fleiri forstjóra, deildarstjóra, skrifstofustjóra og aðstoðar- hitt og þetta. Þetta býr til mörg störf við áætlanir, skýrslugerðir, eftirlit og fundi, fyrir utan flækjuna við að raða öllum í launaflokka, ákveða fasta yfirvinnu fyrir hvern og einn, skammta bifreiðastyrki og dagpeninga o.s.frv.
Hjá ríkinu gildir það mottó, að ef hægt er að hafa hlutina flókna, þá er ásæðulaust að leggja vinnu í að einfalda þá. Með því að einfalda kerfið, væri hætta á að starfsmönnum myndi fækka og það skal aldrei verða.
Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2010 kl. 20:40
Já það leysir kannski málið að skrifa "siðareglur" fyrir bankaráðið?
Svo væri líka gráupplagt fyrir bankaráðið, fyrst það telur Má ekki geta lifað af þessum 1300 þúsundum, sem að Kjararáð skammtar honum í mánaðarlaun, að veita Má frí á launum einn dag í viku svo hann geti mætt í biðröðina niður í Fjölskylduhjálp Íslands.
Kristinn Karl Brynjarsson, 3.5.2010 kl. 20:47
Ef þetta myndi gerast í Suður-Ameríku (til dæmis) yrði Seðlabankastjóri skotinn.
Bjartur (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 21:14
Milið er leiðinlegt að heyra hvað þið eruð miklir bullarar og það algerlega án húmors. Þessi síðasti er örugglega að hugsa um að stytta sér aldur.
Gísli Ingvarsson, 3.5.2010 kl. 22:49
Gísli, endilega útskýrðu brandarann fyrir þeim húmorslausu. Þú verður að leyfa fleirum að hlægja með þér.
Axel Jóhann Axelsson, 4.5.2010 kl. 00:32
Ótrúlegt subbumál - ég man reyndar ekki hvenær það var ákveðið að fröken Jóhanna yrði að hafa "hæstu launin" innan ríkisapparatsins, var það áður en eða eftir að maðurinn var ráðinn í stól Yfiraurapúka?
Annars skiptir það í raun ekki máli, eitt ætti yfir alla að ganga og ég sé ekkert sérstakt mæla með því að þessi tiltekni ríkisstarfsmaður fái einhverja sérmeðferð umfram aðra. Hafi aurapúkinn "þurft" að taka á sig launalækkun (miðað við fyrra starf) þegar hann réði sig til þessara starfa þá er það bara hans vandamál.
Annars fannst mér "viðtalið" í Kastljósi í kvöld eitthvert það aulalegasta sem ég hef séð í langan tíma. Spyrjandinn virtist ákaflega illa undirbúinn, hafði hvorki sjálfstæða né gagnrýna hugsun á svör viðmælandans heldur lét hann aurapúkann snúa á sig hvað eftir annað.
Í stað þess að grípa á lofti ákveðin atriði sem fram komu í máli aurapúkans ítrekaði spyrjandinn sömu spurningarnar (kannski þær einu sem stóðu á blaðinu hans?) og uppskar að sjálfsögðu meira og minna sömu svörin! Óttalegt þrátefli sem hefði mátt klippa niður í á að giska fimmtunginn af því sem sent var út.
Að lokum; hversu trúverðugt er það þegar aurapúkinn segist ekki hugsa mikið um launin sín en getur samt sem áður skýrt frá hlutfallstölu breytingarinnar (sem hann að eigin sögn veit þó ekkert um) - með aukastaf! Nei, hann hefur áreiðanlega ekkert spáð í þessa smáaura...
Þórarinn (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 02:23
Þetta var svolítið dæmigert viðtal ljósvakafréttamanna, en þeir virðast einmitt oft vera með tvær þrjár spurningar í farteskinu og hafa svo hvorki þekkingu á málefninu né hugmyndaflug til að móta nýjar spurningar í framhaldi af þeim svörum sem þeir fá frá viðmælandanum.
Þegar eitthvað bitastætt eða fréttnæmt dettur upp úr þeim sem er verið að spyrja, þá fer það oftar en ekki algerlega framhjá fréttamanninum og áhorfandinn situr eftir í forundran yfir aulaganginum.
Viðtalið við Má var dæmigert að þessu leyti.
Axel Jóhann Axelsson, 4.5.2010 kl. 06:58
Þarna er verið að spila sama leikinn og ríkisstjórnin lék seinnipart sumars í fyrra. Þá var látið leka út að hún hyggðist hækka skatta mjög mikið, fjölmiðlar tóku þetta á lofti og var mikið fjallað um þetta. Þegar svo skattahækkanirnar komu fram í fjárlagafrumvarpi voru þær vissulega miklar en forsvarsmenn stjórnarinnar bentu á að þær væru mun lærri en fólk hafi haldið! Allir voru ánægðir!
Nú er kratinn Lára V Júlíusdóttir látin leka því út að laun seðlabankastjórans skuli hækka um 400 þúsund umfram ákvörðun kjararáðs. Fjölmiðlar fara á flug og almenningur hneikslast. Síðan verða laun þessa embættismanns hækkuð eitthvað minna td 300 þúsund og allir verða ánægðir. Hann fékk ekki hundrað þúsundin!
En bíðum við, kjararáð ákveður laun þessa manns, hvers vegna er stjórn bankanns þá að skipta sér af því. Ég fæ ekki séð annað en þau laun sem honum eru ætluð séu alveg ágæt, hvers vegna þarf hann að fá meira en tvöföld verkamannalaun ofan á það.
Gunnar Heiðarsson, 4.5.2010 kl. 07:15
Gunnar, önnur útgáfa af þessu er líka sú skýring ríkisstjórnarinnar að þar sem svörtustu spár við hrunið hafi ekki gengið eftir, sé það merki um stórkostlegan árangur stjórnarinnar í efnahagsmálum. Upphaflega var spáð að atvinnuleysi gæti farið í 10-15% og að efnahagslífið væri í hættu á að hrynja algerlega saman. Þegar þessar svartsýnustu spár gengu ekki eftir, þakkar ríkisstjórnin sér það og þeir sem það vilja á annað borð, trúa því bara og þakka stjórninni mikið og vel fyrir stórkostlegan árangur, þó það rétta sé, að ekki fór allt á allra versta veg þrátt fyrir þessa ríkisstjórn.
Axel Jóhann Axelsson, 4.5.2010 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.