Hafa ESBsinnar ekkert um þetta að segja heldur

Vanalega þegar bloggað er um ESBskrímslið og efnahags- og skuldavanda þjóðanna sem mynda það, að ekki sé minnst á þegar evrunni er spáð skammlífi, hrúgast inn athugasemdir frá nytsömum ESBsinnum Samfylkingarinnar og mótmæla öllum slíkum ummælum hástöfum og reyna að skjóta allar spár um erfiðleika ESB ríkja í kaf, sem tóman þvætting.

Undanfarið hafa birst hver ummælina af öðrum, frá virtum hagspekingum austan hafs og vestan, um vanda ESB ríkjanna og galla evrunnar, en þá bregður svo við að ESBsinnar hafa algerlega horfið af bloggsíðum og engin rök virðast legnur tiltæk, til þess að mótmæla þessum "einangrunarsinnum", eins og ESBaðdáendur kalla alla, sem ekki eru á sama máli og þeir.

Noeriel Roubini, bandarískur háskólaprófessor, sem áður hefur spáð fyrir um fjármálakreppur, hefur nú bæst í hóp þeirra sérfræðinga, sem áhyggjur hafa af skuldavanda ýmissa ríkja og þá ekki síst stærstu hagkerfanna.  Hann segir m.a:  „Þótt markaðirnir hafi nú áhyggjur af Grikklandi þá er það land aðeins toppurinn á ísjakanum eða kanarífuglinn í kolanáminni en undirliggjandi eru mun víðtækari vandamál," sagði Roubini.

Hann sagði í samtali við Bloomberg, að Grikkir kynnu á endanum að neyðast til að yfirgefa evrusamstarfið. Það myndi leiða til gengisfalls evrunnar. Þá muni vandamál bandaríska ríkissjóðsins á endanum komast í sviðsljósið."

Íslendingar eru látnir halda, að erfiðlega gangi að fá erlend lán um þessar mundir vegna þess að fjármálagúrúar veraldarinnar hafi svo miklar áhyggjur af Icesave.  Líklegra er að þeir hafi litla sem enga vitneskju um það mál og lánatregðan stafi af miklu stærri og djúpstæðari vandamálum, sem heimurinn á við að kljást og almennt verði ekki mikið um laust lánsfé á næstu árum.

Hafa ESBelskendur ekkert um þetta að segja, eða eru engir eftir lengur?

 


mbl.is Roubini segir Grikkland aðeins toppinn á ísjakanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

ESB sinnum fer stöðugt fækkandi. Þeim fækkar í hlutfalli við ástandsfréttir frá draumaríki þeirra. Áfram blaðamenn.

Eggert Guðmundsson, 29.4.2010 kl. 10:29

2 identicon

ESB sinnar á Íslandi eru að verða útdauð dýrategund og ætli Samfylkingin fari ekki að setja þá á lita yfir dýr í útrýmingarhættu. Það má þó lengi finna einn hér en hann Jón Frímann gefst seint upp við að skemmta okkur hinum.

Magnús (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 11:41

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það virðist vera að þeir fari allir með veggjum þessa dagana, því í gær bloggaði ég við aðra frétt, sjá hérna en aldrei þessu vant kom engin athugasemd við færslunni frá ESB sinnum, sem alltaf hafa brugðist við ESBfærslum mínum áður.

Þetta veldur miklum vonbrigðum og heilabrotum um hvar þeir halda sig þessa dagana.

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2010 kl. 11:41

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli Jóhanna og Össur séu ekki tvö ein eftir???

Sigurður I B Guðmundsson, 29.4.2010 kl. 14:06

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki annað að sjá, fyrst Jón Frímann lætur ekki einu sinni frá sér heyra.

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2010 kl. 14:48

6 Smámynd: Kári Harðarson

Kannski skrifa þeir ekki af því þeir kannast ekki við lýsinguna á sér sem "ESB elskendur".  Ég til dæmis er ekki ESB elskandi.  Hins vegar vil ég ekki loka á inngöngu í ESB fyrifram.

Grikkir gætu komið hruni af stað núna eins og Lehman Brothers gerðu í Bandaríkjunum en það gerir ESB ekki að vondri hugmynd, frekar en Lehman brothers gera Bandaríkin að vondri hugmynd.  Ég álykta ekki að samvinna milli Evrópuríkja sé röng, bara að það eru stór vandamál þar núna sem þarf að leysa.

Mér heyrist þið vera að segja:  ESB er skrýmsli.  Sjáið bara hvað Grikkland er í miklum vandamálum.

Ég segi:  Peningastefna vestrænna ríkja er skrýmsli.   Sjáið bara hvað Grikkland er í miklum vandamálum.

Kári Harðarson, 29.4.2010 kl. 16:57

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki verið að segja að Grikkland sé í vandræðum vegna aðildar að ESB, heldur þrátt fyrir hana og evruna.  Íslendingum hefur alltaf verið sagt að aðildin að ESB og upptaka evru væri það eina sem gæti komið á stöðugleika hér á landi.  Evruríkin hafa sjálf afsannað þá kenningu svo rækilega, að varla verður reynt að halda þessu fram lengur, eða hvað?

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2010 kl. 17:03

8 Smámynd: Kári Harðarson

Satt, það er ekki hægt að halda því fram lengur.

Ég hélt að ef Ísland hefði verið í bandalaginu hefðum við tekið upp betri siði við stjórnsýslu og hrunið ekki orðið svona rosalegt.

Reynslan af Grikklandi sýnir að innganga í ESB gerir lönd ekki sjálfkrafa að fyrirmyndarlandi, þau geta samt hrunið.

Kári Harðarson, 29.4.2010 kl. 17:37

9 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Kannski eru þeir fjarverandi (ef einhverjir eru eftir) vegna þess hvernig þú skrifar núna Axel ! því ég þekki ekki þennann stíl sem þú notar núna, svona "klisjuretóríkk" ESBskrímslið og ESBelskendur (er það bara ekki ástfangið par búsett í ESB landi) nei þú sem ert venjulega alltaf málefnalega "harður" í horn að taka og fylginn þér í umræðunni getur auðvitað notað ummæli Noeriel Roubini og annarra um ástandið í Grikklandi og þrýstinginn á evruna sem lóð á andESB skálina, þá er það ekki svo skothelt að ESB... eigum við ekki bara kalla þá...sinna, ættu óhræddir að geta komið með mótrök, en vilja ekki vegna stílsins sem þú notar, og þar sem mér sýnist þú saknir þeirra pínulítið, dat mér þetta í hug.

En kannski flestir séu farnir að átta sig á glapræðinu að vera að yfirhöfuð að ræða inngöngu, meðan svo mikið er ógert á heimaslóðum.

Kristján Hilmarsson, 29.4.2010 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband