Engin lýðræðisást - baráttuþrekið þrotið

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður BÍ, dró framboð sitt til áframhaldandi setu, sem formaður félagisins, til baka í gær, einungis sólarhring fyrir aðalfund félagsins, sem haldinn verður í kvöld.  Samkvæmt fréttum undanfarna daga hafði ýmsum brögðum verið beitt gegn meðframbjóðandanum, m.a. með því að gefa í skyn að fjármál félagsins væru ekki í lagi og mótframbjóðandinn hefði óhreint mjöl í pokahorninu í þeim efnum.

Blaðamannafélagið er ekki stórt félag og ekki hefur farið miklum sögum af starfsemi þess á undanförnum árum, fyrir utan stóryrtar samþykktir og yfirlýsingar stjórnarinnar við ritstjóraráðningu á Mogganum, þó ekki hafi frést af slíkum samþykktum fyrr eða síðar, við yfirmannaskipti á nokkrum fjölmiðli öðrum.

Hvað sem líður innanfélagserjum í BÍ, þá er athyglisvert að formaðurinn skuli heykjast á framboði sínu daginn fyrir kosningarnar og bendir það til þess að frambjóðandinn hafi talið endurkjör sitt ólíklegt og því ákveðið að draga framboðið til baka, til þess að þurfa ekki að upplifa niðurlægingu, að eigin mati, eftir talningu atkvæða.

Það er enginn sérstakur mannsbragur að því, að gefast upp á síðustu metrunum í svona kosningum.

 


mbl.is Þóra Kristín hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég hef stundum velt því fyrir mér hversvegna þessi kona varð formaður - en hvað um það

ásakanirnar á framkvæmdastjórann - og aðrar yfirlýsingar vekja upp aðrar vangaveltur.

Þetta fólk fjallar um allskyns mál - litar þau eigin sannfæringu meðvitað eða ómeðvitað - hve mikið er að marka það sem kemur frá fólki sem hagar sér með ólýðræðislegum hætti?

Kanski er fráfarandi formaður frábær - mér leiðist hún svona persónulega en það er mitt mál -

hversvegna hætti hún við? Varla vegna of mikil stuðnings - eð hvað?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.4.2010 kl. 10:49

2 identicon

Ég myndi passa mig á að draga ályktanir í málum þar sem ég þekki ekki persónulega til og finnst að þú eigir að gera hið sama sem skrifar þetta blogg.

Það er greinilegt að þú hefur ekki lesið greinina sem Þóra Kristín skrifar í Fréttablaðið í dag. Þar gerir hún að fullu grein fyrir ákvörðun sinni.

Og það sem þú fullyrðir um að Þóra Kristín hafi reynt að sverta mannorð mótframbjóðanda síns er fullkomin þvæla. Ekki hefur verið greint frá neinu sem ekki er satt og rétt. Hjálmar Jónsson neitaði að opinbera gögn í bókhaldi félagsins fyrir stjórnarmönnum. Hvernig getur það staðist lög félagsins? Að hann hafi óhreint mjöl í pokahorninu er bara það álit sem þú dregur af þessum fréttum og það gerir þú alveg hjálparlaust. Það er ekki eitthvað sem er sprottið frá fráfarandi formanni eða stuðningsmönnum hennar.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 11:10

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Með því að neita að árita reikninga félagsins, sem endurskoðaðir voru af löggiltum endurskoðanda og kjörnum skoðunarmönnum (trúnaðarmönnum) félagsins sjálfs, er ekki hægt að skilja hlutina öðruvísi en að fullkomið vantraust hafi verið á öllum þessum aðilum af hálfu formannsins.

Það er ekki venja í neinu félagi, hvorki fjálsum félagssamtökum eða í atvinnulífinu, að stjórnir stundi fylgiskjalaendurskoðun bókhalds.  Það gera kjörnir skoðunarmenn og löggiltir endurskoðendur og þegar þeir eru búnir að árita ársreikning á stjórnin að geta treyst því, að þeir séu réttir.  Það virðist nú reyndar ekki hafa verið svo með uppgjör bankanna, en stjórnir þeirra hafa samt þurft að setja sitt traust á endurskoðuðu reikningana, enda engar forsendur fyrir stjórnir að liggja yfir bókhaldinu, enda ekki þeirra hlutverk.

Að öðru leyti veit ég lítið um samskipti formanns og framkvæmdastjóra BÍ, en svo mikið getur maður sagt sér af því sem birst hefur opinberlega, að ekki hafa þeir alltaf legið á bæn saman, þega þeir hafa verið saman á skrifstofunni.  Hvað sem formaðurinn segir nú, þá var framboðið þegar tilkynnt og kosningin átti að fara fram í kvöld, en í gær hætti hún við.  Til hvers bendir það?

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2010 kl. 11:37

4 identicon

Án þess að kasta rýrð á þá ágætu stétt vil ég gera eina athugasemd: Síðan hvenær eru endurskoðendur óbrigðulir? Getur þeim ekki skjátlast eins og öðrum? Á bara að treysta því að þeir vinni störf sín vel án þess að fylgjast að öðru leyti með?

Og síðan hvenær hafa það verið venjubundnir starfshættir að kvitta upp á plögg án þess að hafa lesið þau? Mér finnst það einmitt vera almenn skynsemi að kynna sér vel málsgögn áður en maður skrifar undir þau. Og undir venjubundnum kringumstæðum ætti að vera sjálfsagt að opna bókhald hvaða félags sem er fyrir stjórn þess. Stjórnin og þá sérstaklega formaðurinn eiga jú að bera ábyrgð á bókhaldinu.

Ég ætla svosem ekki að þykjast vita allt um ástæður Þóru Kristínar. En ég tel það nokkuð ljóst á grein hennar í Fréttablaðinu í dag að hún hafi séð sem svo að þessar deilur milli hennar og framkvæmdastjórans hafi ekki verið félaginu fyrir bestu. Hún dregur sig því í hlé og óskar eftir því við framkvæmdastjórann að hann hætti þeim störfum ætli hann sér að vera í stjórn ellegar verði öðrum gefinn kostur á að bjóða sig fram. Þannig er hún að reyna að skapa frið innan félagsins svo að hægt sé að mynda starfhæfa stjórn.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 12:01

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Greinilega þarf að skapa frið innan félagsins, svo ekki hefur verið allt með felldu þar, hverju sem um er að kenna og af einhverjum ástæðum hefur Þóra talið að kosningar myndu ekki skapa frið, svo illskiljanlegt er að friðurinn skapist sjálfkrafa með því að framkvæmdastjórinn verði sjálfkjörinn í formannsembættið.  Hvorugan frambjóðandan þekki ég og byggi mínar skoðanir á því, sem birtist í fjölmiðlum, en það eru fréttir sem samdar eru af félagsmönnum í þessu ágæta félagi og ef ekki er hægt að treysta þeim fyrir fréttaflutningi af sínu eigin félagi, hvernig á þá að treysta öðrum fréttum þeirra?

Endurskoðendur eru alls ekki óbrigðulir, eins og dæmin sanna af bönkunum, en maður skyldi nú ætla að bókhald lítils félags væri nú ekki mjög flókið og ef löggiltum endurskoðendum er ekki treystandi fyrir svoleiðis smámunum, þá er orðið illt í efni varðandi uppgjör fyrirtækja, sem flest eru með stærra og meira bókhald en lítið hagsmunafélag.

Auðvitað er það bara vegna einhverrar kergju, sem framkvæmdastjórinn hefur ekki leyft formanninum að sitja og fletta fylgiskjalamöppum, en fram hefur þó komið að þrír af sjö stjórnarmönnum voru búnir að árita ársreikningana og auðvitað hefur það ekki verið að þeim ólesnum.  Venjan er sú að stjórnum séu gefnar skýringar á þeim rekstrar- og efnahagsliðum, sem þeim þykir ástæða til að fá útskýringar á og  svo eru ársreikningarnir auðvitað bornir upp og útskýrðir á aðalfundum, þar sem félagsmönnum gefst einnig færi á að biðja um skýrinar á einstökum liðum, en þeir fá ekki bókhaldsmöppurnar til að fletta á fundinum.

Allt ber þetta að sama brunni, með því að neita árituninni á reikningana er verið að gera framkvæmdastjórann tortryggilegan, en ef rökstuddur grunur er um misferli, á auðvitað að kæra það til lögreglu.  Það virðist ekki hafa verið gert og því hefur væntanlega eitthvað annað en grunur um fjárdrátt legið að baki.

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2010 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband